Danir náðu bronsinu fyrir framan nefið á nágrönnunum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 16:41 Það var hart barist í Herning í dag. Vísir/EPA Danir tryggðu sér rétt í þessu bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir eins marks sigur á nágrönnum sínum frá Svíþjóð. Danir töpuðu fyrir Norðmönnum í undanúrslitum en Svíar fyrir Frökkum. Fyrirfram var búist við jöfnum og spennandi leik en Danir komust í 5-1 í upphafi leiks og héldu frumkvæðinu allan fyrri hálfleikinn. Varnarleikur Svía var ekki eins öflugur og hann hefur oftast verið á mótinu og Danir áttu fremur auðvelt með að skora. Staðan í hálfleik var 18-15 Dönum í vil. Í síðari hálfleik vaknaði sænska vörnin. Danir fóru mikið í að hnoða boltanum en Svíum gekk engu að síður illa að minnka muninn að einhverju ráði. Þar til um tíu mínútur voru eftir. Þá tókst Svíum loks að jafna og markvörðuinn Joanna Bundsen kom Svíum í 24-23 með marki yfir allan völlinn. Það dugði hins vegar ekki til. Danir náðu vopnum sínum á ný og komust yfir. Þegar hálf mínúta var eftir voru Danir marki yfir og með boltann. Þær stilltu upp eftir aukakast og náðu að skora og tryggja sér þar með sigurinn. Sárabótamark Svía undir lokin hafði lítið að segja. Lokatölur 28-27 Dönum í vil sem fögnuðu bronsinu á heimavelli í Herning. Denmark win the bronze medal at #DENNORSWE2023, after prevailing against Sweden in a tight match The third place of the IHF Women's World Championship podium will be red and white for the second straight time #aimtoexcite pic.twitter.com/KCAvCyJrol— International Handball Federation (@ihf_info) December 17, 2023 HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Danir töpuðu fyrir Norðmönnum í undanúrslitum en Svíar fyrir Frökkum. Fyrirfram var búist við jöfnum og spennandi leik en Danir komust í 5-1 í upphafi leiks og héldu frumkvæðinu allan fyrri hálfleikinn. Varnarleikur Svía var ekki eins öflugur og hann hefur oftast verið á mótinu og Danir áttu fremur auðvelt með að skora. Staðan í hálfleik var 18-15 Dönum í vil. Í síðari hálfleik vaknaði sænska vörnin. Danir fóru mikið í að hnoða boltanum en Svíum gekk engu að síður illa að minnka muninn að einhverju ráði. Þar til um tíu mínútur voru eftir. Þá tókst Svíum loks að jafna og markvörðuinn Joanna Bundsen kom Svíum í 24-23 með marki yfir allan völlinn. Það dugði hins vegar ekki til. Danir náðu vopnum sínum á ný og komust yfir. Þegar hálf mínúta var eftir voru Danir marki yfir og með boltann. Þær stilltu upp eftir aukakast og náðu að skora og tryggja sér þar með sigurinn. Sárabótamark Svía undir lokin hafði lítið að segja. Lokatölur 28-27 Dönum í vil sem fögnuðu bronsinu á heimavelli í Herning. Denmark win the bronze medal at #DENNORSWE2023, after prevailing against Sweden in a tight match The third place of the IHF Women's World Championship podium will be red and white for the second straight time #aimtoexcite pic.twitter.com/KCAvCyJrol— International Handball Federation (@ihf_info) December 17, 2023
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira