„Eitthvað sem gerist einu sinni á ævinni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 08:01 Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að hann sé ekki hrifinn af því þegar lið Manchester United sé talað niður fyrir leiki þess gegn lærisveinum hans í Liverpool. Liðin mætast á heimavelli Liverpool í dag. 7-0 sigur Liverpool á United í fyrra er öllum knattspyrnuáhugamönnum enn í fersku minni. Liverpool hefur gengið vel gegn erkifjendum sínum á síðustu árum og eru sigurstranglegri aðilinn fyrir leik liðanna á Anfield í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segist þó ekki hrifinn af því þegar talað er um að United sé ekki gott lið. „Ég kann aldrei við þegar fyrirsagnirnar um United eru á þennan hátt fyrir leik gegn okkur. Þá gæti þetta orðið leikur þar sem þeir ná öllu réttu,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. Jurgen Klopp og Erik Ten Hag fyrir leik liðanna á Anifeld í fyrra sem Liverpool vann 7-0.Vísir/Getty „Því meira slæmt sem er sagt um þá, þeim mun sterkari munu þeir koma. Það er alltaf þannig og ég kann ekki við það. Ég fylgist ekki nógu vel með þeim til að vita hver vandamál þeirra eru. Ég sá hins vegar að Erik Ten Hag var stjóri mánaðarins í nóvember og liðið var að ná í úrslit. Ég skil ekki hvernig allt getur verið í rugli? Ég bara skil það ekki,“ sagði Klopp en United féll meðal annars úr keppni í Meistaradeildinni í vikunni. Hann segir ekki skipta máli hvernig gengur hjá United því fyrir honum skipti einungis máli hvernig hans lið nái að undirbúa sig. „Ég reyni að skilja stöðu andstæðingana fyrir leiki. Því það er mikilvægt að vita hvernig þeir koma stemmdir. Stundum segi ég leikmönnunum mína skoðun og stundum geri ég það ekki.“ Mesti áhorfendafjöldi í 50 ár Á morgun verður Anfield fullsetinn í fyrsta sinn á tímabilinu. Framkvæmdir við eina stúku vallarins drógust verulega á langinn og á morgun verða í fyrsta sinn áhorfendur í þeirri stúku. Búist er við 57.000 áhorfendum á leikinn sem verður mesti fjöldi á leik í Anfield í 50 ár. Fyrir leik liðanna á Anfield í fyrra hafði United verið við það að blanda sér í titilbaráttuna en nú er liðið 10 stigum á eftir LIverpool sem situr á toppi deildarinnar. Klopp segir það ekki skipta máli hvort sigurinn á morgun geri út um vonir United um að berjast um titilinn. „Það er eitt sem skiptir máli og það er að sækja þrjú stig á leikdegi. Ef þetta væri undir lok tímabilsins og við værum að taka stórt skref í átt að einhverju frábæru með sigri, þá myndi ég kannski tala um það.“ „Við vitum að 7-0 sigurinn voru einhver fáránleg úrslit sem gerast einu sinni á ævinni. Ef það hjálpar einhverjum fyrir næsta leik á eftir þá er það liðinu sem tapaði 7-0 en ekki liðinu sem vann. Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
7-0 sigur Liverpool á United í fyrra er öllum knattspyrnuáhugamönnum enn í fersku minni. Liverpool hefur gengið vel gegn erkifjendum sínum á síðustu árum og eru sigurstranglegri aðilinn fyrir leik liðanna á Anfield í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segist þó ekki hrifinn af því þegar talað er um að United sé ekki gott lið. „Ég kann aldrei við þegar fyrirsagnirnar um United eru á þennan hátt fyrir leik gegn okkur. Þá gæti þetta orðið leikur þar sem þeir ná öllu réttu,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. Jurgen Klopp og Erik Ten Hag fyrir leik liðanna á Anifeld í fyrra sem Liverpool vann 7-0.Vísir/Getty „Því meira slæmt sem er sagt um þá, þeim mun sterkari munu þeir koma. Það er alltaf þannig og ég kann ekki við það. Ég fylgist ekki nógu vel með þeim til að vita hver vandamál þeirra eru. Ég sá hins vegar að Erik Ten Hag var stjóri mánaðarins í nóvember og liðið var að ná í úrslit. Ég skil ekki hvernig allt getur verið í rugli? Ég bara skil það ekki,“ sagði Klopp en United féll meðal annars úr keppni í Meistaradeildinni í vikunni. Hann segir ekki skipta máli hvernig gengur hjá United því fyrir honum skipti einungis máli hvernig hans lið nái að undirbúa sig. „Ég reyni að skilja stöðu andstæðingana fyrir leiki. Því það er mikilvægt að vita hvernig þeir koma stemmdir. Stundum segi ég leikmönnunum mína skoðun og stundum geri ég það ekki.“ Mesti áhorfendafjöldi í 50 ár Á morgun verður Anfield fullsetinn í fyrsta sinn á tímabilinu. Framkvæmdir við eina stúku vallarins drógust verulega á langinn og á morgun verða í fyrsta sinn áhorfendur í þeirri stúku. Búist er við 57.000 áhorfendum á leikinn sem verður mesti fjöldi á leik í Anfield í 50 ár. Fyrir leik liðanna á Anfield í fyrra hafði United verið við það að blanda sér í titilbaráttuna en nú er liðið 10 stigum á eftir LIverpool sem situr á toppi deildarinnar. Klopp segir það ekki skipta máli hvort sigurinn á morgun geri út um vonir United um að berjast um titilinn. „Það er eitt sem skiptir máli og það er að sækja þrjú stig á leikdegi. Ef þetta væri undir lok tímabilsins og við værum að taka stórt skref í átt að einhverju frábæru með sigri, þá myndi ég kannski tala um það.“ „Við vitum að 7-0 sigurinn voru einhver fáránleg úrslit sem gerast einu sinni á ævinni. Ef það hjálpar einhverjum fyrir næsta leik á eftir þá er það liðinu sem tapaði 7-0 en ekki liðinu sem vann.
Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira