Erlent

Gíslarnir héldu á hvítum fánum þegar þeir voru drepnir

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Einn gíslanana lifði skothríðina af og kallaði á hjálp. Hann var skotinn til bana í kjölfarið.
Einn gíslanana lifði skothríðina af og kallaði á hjálp. Hann var skotinn til bana í kjölfarið.

Gíslarnir þrír ísraelsku sem voru drepnir af ísraelskum hermönnum í Gasa í gær héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá, samkvæmt ísraelska hernum.

Talsmaður ísraelska hersins segir að skothríðin stríði gegn reglum hersins. Hann segir jafnframt að eftir að skothríðinni lauk kallaði einn eftirlifandi gíslinn á hjálp og var í kjölfarið skotinn aftur, í þetta skipti til bana. BBC greinir frá þessu.

Skammt frá aftökustaðnum fannst bygging sem merkt var „SOS“ og líklegt er að gíslarnir hafi haldið til þar eftir að hafa sloppið undan haldi Hamas-liða eða verið skildir eftir.

„Við erum enn að skoða hvort tenging sé á milli byggingarinnar og gíslanna,“ segir talsmaður ísraelska hersins og bætir við að þeir harmi drápin og að verið sé að rannsaka þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×