Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Helena Rós Sturludóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 15. desember 2023 08:30 Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, segir ákvörðun sem þessa hafa hræðilegar afleiðingar fyrir viðkvæman hóp fólks. Vísir/Einar Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. „Þetta hefur hræðilegar afleiðingar fyrir þennan hóp fólks því þetta þýðir einfaldlega það að þau þurfa að verða sér úti um lyfin annars staðar og beita til þess aðferðum sem eru oft á tíðum mjög tíðum skaðlegar bæði fyrir þau sjálf og ekki síður samfélagið,“ segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, um málið. Einstaklingarnir komi sennilega ekki til með að geta snúið sér annað. Vogur og SÁÁ sé ekki endilega raunhæfur kostur vegna mikillar vanfjármögnunar. Þá eigi þeir sjúklingar sem Árni hefur aðstoðað að baki tugi meðferða á Vogi og í langtímameðferðum. „Það er eitthvað sem hefur ekki verið að virka og það að við höfum meðferð eins og þessa sem hjálpar fólki að vera á fótum og lifa svona sæmilega góðu lífi. Margir eru með íbúð og ágætlega fúnkerandi í samfélaginu. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk sem er í þessari stöðu,“ segir Kristín. Hún segist alla sem starfa í málaflokknum vita að það séu fleiri læknar sem geri þetta. „Það vita það allir sem starfa í þessum málaflokki, landlæknisembættið og eftirlitsaðilar líka að það eru fleiri læknar sem gera þetta. Mér finnst mjög bagalegt að það sé enginn sem komi fram og tjái sig um mikilvægi þess að sinna þessum hópi.“ Að sögn Kristínar sé Landlæknir vissulega að sinna sínu eftirlitshlutverki en hún segist velta því fyrir sér hvers vegna ákvörðunin sé tekin núna og hvort dæmið hafi verið hugsað til enda. „Þetta er sá sjúkdómur sem tekur hvað flest mannslíf af ungu fólki. Mér finnst algjört glapræði að ætla ekki að grípa inn í, að vera ekki búið að hugsa málið til enda.“ Heilbrigðismál Fíkn Lyf Landspítalinn Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Þetta hefur hræðilegar afleiðingar fyrir þennan hóp fólks því þetta þýðir einfaldlega það að þau þurfa að verða sér úti um lyfin annars staðar og beita til þess aðferðum sem eru oft á tíðum mjög tíðum skaðlegar bæði fyrir þau sjálf og ekki síður samfélagið,“ segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, um málið. Einstaklingarnir komi sennilega ekki til með að geta snúið sér annað. Vogur og SÁÁ sé ekki endilega raunhæfur kostur vegna mikillar vanfjármögnunar. Þá eigi þeir sjúklingar sem Árni hefur aðstoðað að baki tugi meðferða á Vogi og í langtímameðferðum. „Það er eitthvað sem hefur ekki verið að virka og það að við höfum meðferð eins og þessa sem hjálpar fólki að vera á fótum og lifa svona sæmilega góðu lífi. Margir eru með íbúð og ágætlega fúnkerandi í samfélaginu. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk sem er í þessari stöðu,“ segir Kristín. Hún segist alla sem starfa í málaflokknum vita að það séu fleiri læknar sem geri þetta. „Það vita það allir sem starfa í þessum málaflokki, landlæknisembættið og eftirlitsaðilar líka að það eru fleiri læknar sem gera þetta. Mér finnst mjög bagalegt að það sé enginn sem komi fram og tjái sig um mikilvægi þess að sinna þessum hópi.“ Að sögn Kristínar sé Landlæknir vissulega að sinna sínu eftirlitshlutverki en hún segist velta því fyrir sér hvers vegna ákvörðunin sé tekin núna og hvort dæmið hafi verið hugsað til enda. „Þetta er sá sjúkdómur sem tekur hvað flest mannslíf af ungu fólki. Mér finnst algjört glapræði að ætla ekki að grípa inn í, að vera ekki búið að hugsa málið til enda.“
Heilbrigðismál Fíkn Lyf Landspítalinn Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira