United horfir til bláa hluta borgarinnar í leit að nýjum miðjumanni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2023 22:31 Kalvin Phillips er á óskalista Man United ef sögusagnir eru réttar. Robbie Jay Barratt/Getty Images Ef marka má fréttir enska götublaðsins The Sun þá er Kalvin Phillips, miðjumaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, efstu á óskalista Manchester United. Hinn 28 ára gamli Phillips virðist ekki vera í plönum Pep Guardiola, þjálfara Man City. Á blaðamannafundi fyrir 2-1 sigurinn á nýliðum Luton Town um helgina sagði Pep að sér þætti leitt hversu lítinn spiltíma Phillips hefði fengið síðan hann gekk í raðir Man City frá Leeds United á 42 milljónir punda sumarið 2022. Man Utd have reportedly placed Man City midfielder Kalvin Phillips at the top of their January shopping list — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 10, 2023 Á yfirstandandi leiktíð hefur Phillips aðeins spilað 215 mínútur fyrir City, þar af 89 mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð voru mínúturnar aðeins 593, þar af aðeins 290 í deildinni. Þrátt fyrir þetta hefur Gareth Southgate ekki veigrað sér við að velja leikmanninn í enska landsliðshópinn aftur og aftur. Það er því kannski eðlilegt að Man Utd horfi til leikmanns sem gæti fengist tiltölulega ódýrt ef horft er í hvað félagið hefur eytt í leikmenn undanfarin ár. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, sé mikill aðdáandi leikmannsins en það er spurning hvað stuðningsfólk félagsins segir við að fá til sín leikmann sem hefur spilað bæði fyrir Man City og Leeds. Það sem gefur þessum orðrómi byr undir báða vængi er möguleg innkoma Jim Ratcliffe hjá Man Utd. Það styttist í að kaup hans á 25 prósent hluta félagsins verði staðfest en Ratcliffe mun fá algjöra stjórn á því hvernig fótboltamálum félagsins verður háttað. Talið er að Ratcliffe stefni að því að festa kaup á breskum leikmönnum passi þeir inn í hugmyndafræði félagsins og þar kemur Phillips til sögunnar. Talið er að Phillips verði lánaðar frá Man City í janúar en samkvæmt frétt The Sun er talað um að Man Utd kaupi hann sumarið 2024. Hver veit nema Rauðu djöflarnir reyni að fá hann á láni strax í janúar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Phillips virðist ekki vera í plönum Pep Guardiola, þjálfara Man City. Á blaðamannafundi fyrir 2-1 sigurinn á nýliðum Luton Town um helgina sagði Pep að sér þætti leitt hversu lítinn spiltíma Phillips hefði fengið síðan hann gekk í raðir Man City frá Leeds United á 42 milljónir punda sumarið 2022. Man Utd have reportedly placed Man City midfielder Kalvin Phillips at the top of their January shopping list — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 10, 2023 Á yfirstandandi leiktíð hefur Phillips aðeins spilað 215 mínútur fyrir City, þar af 89 mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð voru mínúturnar aðeins 593, þar af aðeins 290 í deildinni. Þrátt fyrir þetta hefur Gareth Southgate ekki veigrað sér við að velja leikmanninn í enska landsliðshópinn aftur og aftur. Það er því kannski eðlilegt að Man Utd horfi til leikmanns sem gæti fengist tiltölulega ódýrt ef horft er í hvað félagið hefur eytt í leikmenn undanfarin ár. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, sé mikill aðdáandi leikmannsins en það er spurning hvað stuðningsfólk félagsins segir við að fá til sín leikmann sem hefur spilað bæði fyrir Man City og Leeds. Það sem gefur þessum orðrómi byr undir báða vængi er möguleg innkoma Jim Ratcliffe hjá Man Utd. Það styttist í að kaup hans á 25 prósent hluta félagsins verði staðfest en Ratcliffe mun fá algjöra stjórn á því hvernig fótboltamálum félagsins verður háttað. Talið er að Ratcliffe stefni að því að festa kaup á breskum leikmönnum passi þeir inn í hugmyndafræði félagsins og þar kemur Phillips til sögunnar. Talið er að Phillips verði lánaðar frá Man City í janúar en samkvæmt frétt The Sun er talað um að Man Utd kaupi hann sumarið 2024. Hver veit nema Rauðu djöflarnir reyni að fá hann á láni strax í janúar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira