Fótbolti

Luis Suárez bestur í Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez fagnar marki með Gremio á móti Vasco Da Gama.
Luis Suarez fagnar marki með Gremio á móti Vasco Da Gama. Getty/Pedro H. Tesch

Luis Suárez, fyrrum leikmaður Liverpool og Barcelona, átti frábært tímabil með Gremio í brasilíska fótboltanum.

Hann var í nótt kosinn besti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili sem ef jafnframt það síðasta hjá honum með Gremio. Hann var einni valinn besti sóknarmaðurinn.

Enginn bjó til fleiri mörk í deildinni en alls kom Suárez að 28 mörkum.

Hann skoraði sjálfur sautján mörk sem var það næstmesta í deildinni og var síðan stoðsendingakóngur með ellefu slíkar.

Frábær frammistaða hjá þessum 36 ára leikmanni.

Suárez hefur tilkynnti að hann verði ekki áfram hjá Gremio en hann vill þó ekki staðfesta næsta félag eða hvort að hann sé hættur.

Það eru aftur á móti háværar sögusagnir um það að hann sé á leið til vinar síns Lionel Messi hjá Inter Miami í bandarísku deildinni.

Messi hefur verið að safna að sér góðum og gömlum vinum frá Barcelona árunum og Suárez passar vel í þann hóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×