611 þúsund íbúar á Íslandi árið 2074 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2023 10:19 Þessi krakkar verða um sextugt árið 2074. Þau skemmtu forseta Íslands í Hólabrekkuskóla á dögunum. vísir/Vilhelm Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða íbúar á Íslandi 611 þúsund árið 2074 og gætu orðið 500 þúsund innan 20 ára. Íbúum á Íslandi fjölgar úr 388 þúsund skráðum einstaklingum árið 2023 í 518 til 760 þúsund íbúa á næstu 50 árum, með 90% líkum. Samkvæmt háspá eru 5% líkur á að íbúar verði fleiri en 760 þúsund og 95% líkur á þeir verði færri. Lágspá gefur til kynna að 5% líkur séu á að íbúar verði færri en 518 þúsund og 95% líkur á að þeir verði fleiri. Mannfjöldaspáin byggir á líkönum um frjósemi, dánartíðni og búferlaflutninga og eru niðurstöðurnar notaðar fyrir heildarmannfjöldaspána. Með uppfærðu tölfræðilíkani er hægt að reikna staðbundnar spár þar sem leiðrétt er fyrir ofmati á íbúafjölda, til dæmis vegna þeirra sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutningana auk þess sem hægt er að nýta fyrirfram þekkingu í líkönunum. Niðurstöður nýju mannfjöldaspárinnar sýna bæði gildi og óvissumælingar. Spáin felur ekki í sér áhrif hugsanlegra áfalla af völdum náttúrulegra, félagslegra eða efnahagslegra orsaka. Frjósemishlutfall verður 1,4 barn á hverja konu (13-55 ára) árið 2073 samkvæmt miðgildi spárinnar. Frjósemishlutfallið gæti orðið á bilinu 1,3 til 1,5 (með 90% líkum) árið 2073. Til samanburðar er lægsta áætlaða hlutfall (1,4) fyrir Ísland árið 2073 hærra en meðalfrjósemishlutfall innan Evrópusambandsins sem var 1,4 börn á hverja konu árið 2022. Samkvæmt miðgildi spárinnar aukast lífslíkur kvenna við fæðingu og verða 89 ár árið 2073, samanborið við 84 ár árið 2022, og lífslíkur karla hækka úr 81 ári í 84 ár, þ.e. aukast um 0,1 ár hvert ár. Fjöldi aðfluttra verður meiri en fjöldi brottfluttra allt tímabilið, fyrst og fremst vegna búferlaflutninga erlendra ríkisborgara. Nettó leitni búferlaflutninga mun liggja á milli 1000 og 9000 einstaklinga næstu 50 árin með 90% líkindum. Samkvæmt mannfjöldaspánni er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Hlutfall íbúa á vinnualdri (16 til 74 ára) mun lækka úr 74% árið 2023 í 68% árið 2074 samkvæmt miðgildi spárinnar. Eftir 2057 verður elsti aldurshópurinn (eldri en 65 ára) fjölmennari en sá yngsti (yngri en 20 ára) samkvæmt miðgildi spárinnar. Miðaldur Íslendinga var 36 ár árið 2023 og gert er ráð fyrir að hann verði 45 ár árið 2074. Öldrun þjóðarinnar stafar af minnkandi frjósemi og auknum lífslíkum. Þessi þróun er þó hægari á Íslandi en í ríkjum ESB vegna ungs aldurs erlendra ríkisborgara sem flytjast til landsins og hás frjósemishlutfalls miðað við meðaltal innan sambandsins. Til samanburðar var miðaldur í ríkjum ESB 44 ár árið 2021 en gert er ráð fyrir að því gildi verði ekki náð á Íslandi fyrr en árið 2069. Mannfjöldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Samkvæmt háspá eru 5% líkur á að íbúar verði fleiri en 760 þúsund og 95% líkur á þeir verði færri. Lágspá gefur til kynna að 5% líkur séu á að íbúar verði færri en 518 þúsund og 95% líkur á að þeir verði fleiri. Mannfjöldaspáin byggir á líkönum um frjósemi, dánartíðni og búferlaflutninga og eru niðurstöðurnar notaðar fyrir heildarmannfjöldaspána. Með uppfærðu tölfræðilíkani er hægt að reikna staðbundnar spár þar sem leiðrétt er fyrir ofmati á íbúafjölda, til dæmis vegna þeirra sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutningana auk þess sem hægt er að nýta fyrirfram þekkingu í líkönunum. Niðurstöður nýju mannfjöldaspárinnar sýna bæði gildi og óvissumælingar. Spáin felur ekki í sér áhrif hugsanlegra áfalla af völdum náttúrulegra, félagslegra eða efnahagslegra orsaka. Frjósemishlutfall verður 1,4 barn á hverja konu (13-55 ára) árið 2073 samkvæmt miðgildi spárinnar. Frjósemishlutfallið gæti orðið á bilinu 1,3 til 1,5 (með 90% líkum) árið 2073. Til samanburðar er lægsta áætlaða hlutfall (1,4) fyrir Ísland árið 2073 hærra en meðalfrjósemishlutfall innan Evrópusambandsins sem var 1,4 börn á hverja konu árið 2022. Samkvæmt miðgildi spárinnar aukast lífslíkur kvenna við fæðingu og verða 89 ár árið 2073, samanborið við 84 ár árið 2022, og lífslíkur karla hækka úr 81 ári í 84 ár, þ.e. aukast um 0,1 ár hvert ár. Fjöldi aðfluttra verður meiri en fjöldi brottfluttra allt tímabilið, fyrst og fremst vegna búferlaflutninga erlendra ríkisborgara. Nettó leitni búferlaflutninga mun liggja á milli 1000 og 9000 einstaklinga næstu 50 árin með 90% líkindum. Samkvæmt mannfjöldaspánni er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Hlutfall íbúa á vinnualdri (16 til 74 ára) mun lækka úr 74% árið 2023 í 68% árið 2074 samkvæmt miðgildi spárinnar. Eftir 2057 verður elsti aldurshópurinn (eldri en 65 ára) fjölmennari en sá yngsti (yngri en 20 ára) samkvæmt miðgildi spárinnar. Miðaldur Íslendinga var 36 ár árið 2023 og gert er ráð fyrir að hann verði 45 ár árið 2074. Öldrun þjóðarinnar stafar af minnkandi frjósemi og auknum lífslíkum. Þessi þróun er þó hægari á Íslandi en í ríkjum ESB vegna ungs aldurs erlendra ríkisborgara sem flytjast til landsins og hás frjósemishlutfalls miðað við meðaltal innan sambandsins. Til samanburðar var miðaldur í ríkjum ESB 44 ár árið 2021 en gert er ráð fyrir að því gildi verði ekki náð á Íslandi fyrr en árið 2069.
Mannfjöldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira