Ekki dæmdar bætur: Réðst á heimili sitt, flúði og ók í veg fyrir lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 3. desember 2023 21:38 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Suðurlandi í maí 2018 Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að íslenska ríkið og tvö tryggingafélög beri ekki bótaábyrgð vegna áreksturs sem maður lenti í við lögreglubíl í maí árið 2018. Lögreglubíllinn fór aftan í bíl mannsins með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar og maðurinn hálsbrotnaði við það. Maðurinn krafðist aðallega viðurkenningar á því að tryggingafélagið Vörður, sem tryggði lögreglubílinn, bæri ábyrgð á líkamstjóninu sem hann varð fyrir. Landsréttur féllst ekki á það. Lögreglan ók meðvitað á bíl mannsins, en það var til að stöðva ofsaakstur hans um Skálholtsveg, Skeiða- og Hrunamannveg og Þjórsárdalsveg á Suðurlandi. Réðst á heimili sitt Í dómi málsins kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna tilkynningar um árás mannsins gegn heimili hans, þar sem inni voru kona og börn, og í framhaldinu hafi hann flúið af vettvangi ölvaður. Maðurinn hafði farið fyrir dóm vegna aksturs síns þetta skipti. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekið bíl sínum á 110 kílómetra hraða og ekki fylgt stöðvunarmerkjum lögreglu, og viðurkenndi hann að hafa orðið var við stöðvunarmerkin. Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Vísir/Vilhelm Þeim dómi var ekki áfrýjað og því notaðist Landsréttur við hann við úrlausn málsins, en í honum kom fram að maðurinn hefði sveigt vísvitandi og af ásetningi yfir á rangan vegarhelming á meðan lögreglubíll veitti honum eftirför. Stefndi lífi lögreglumanna í hættu Þar að auki hafi hann, með lögreglubílinn fast á eftir sér, ítrekað nauðhemlað á yfir níutíu kílómetra hraða. Með því hafi hann hótað lögreglumönnum við skyldustörf ofbeldi og stofnað lífi og heilsu þeirra í hættu. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafði með framferði sínu skapað ótvíræða hættu fyrir aðra vegfarendur. Hann hefði raskað umferðaröryggi á alfaraleið. Í niðurstöðu sinni segir í dómi Landsréttar að hafa verði í huga hlutverk lögreglu til að gæta almannaöryggis og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgara. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu verið tæk viðurhlutaminni úrræði við að stöðva akstur mannsins. Lögreglumaðurinn hafi því átt rétt á að aka aftur á manninn. Maðurinn beri því sjálfur ábyrgð á líkamstjóni sínu. Dómsmál Tryggingar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Taldi það eina úrræðið að aka manninn út af veginum Lögreglumaður er ákærður fyrir brot í starfi fyrir að hafa ekið aftan á jeppa sem ölvaður ökumaður ók með þeim afleiðingum að hann valt og ökumaðurinn hálsbrotnaði. 9. september 2019 13:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Maðurinn krafðist aðallega viðurkenningar á því að tryggingafélagið Vörður, sem tryggði lögreglubílinn, bæri ábyrgð á líkamstjóninu sem hann varð fyrir. Landsréttur féllst ekki á það. Lögreglan ók meðvitað á bíl mannsins, en það var til að stöðva ofsaakstur hans um Skálholtsveg, Skeiða- og Hrunamannveg og Þjórsárdalsveg á Suðurlandi. Réðst á heimili sitt Í dómi málsins kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna tilkynningar um árás mannsins gegn heimili hans, þar sem inni voru kona og börn, og í framhaldinu hafi hann flúið af vettvangi ölvaður. Maðurinn hafði farið fyrir dóm vegna aksturs síns þetta skipti. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekið bíl sínum á 110 kílómetra hraða og ekki fylgt stöðvunarmerkjum lögreglu, og viðurkenndi hann að hafa orðið var við stöðvunarmerkin. Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Vísir/Vilhelm Þeim dómi var ekki áfrýjað og því notaðist Landsréttur við hann við úrlausn málsins, en í honum kom fram að maðurinn hefði sveigt vísvitandi og af ásetningi yfir á rangan vegarhelming á meðan lögreglubíll veitti honum eftirför. Stefndi lífi lögreglumanna í hættu Þar að auki hafi hann, með lögreglubílinn fast á eftir sér, ítrekað nauðhemlað á yfir níutíu kílómetra hraða. Með því hafi hann hótað lögreglumönnum við skyldustörf ofbeldi og stofnað lífi og heilsu þeirra í hættu. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafði með framferði sínu skapað ótvíræða hættu fyrir aðra vegfarendur. Hann hefði raskað umferðaröryggi á alfaraleið. Í niðurstöðu sinni segir í dómi Landsréttar að hafa verði í huga hlutverk lögreglu til að gæta almannaöryggis og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgara. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu verið tæk viðurhlutaminni úrræði við að stöðva akstur mannsins. Lögreglumaðurinn hafi því átt rétt á að aka aftur á manninn. Maðurinn beri því sjálfur ábyrgð á líkamstjóni sínu.
Dómsmál Tryggingar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Taldi það eina úrræðið að aka manninn út af veginum Lögreglumaður er ákærður fyrir brot í starfi fyrir að hafa ekið aftan á jeppa sem ölvaður ökumaður ók með þeim afleiðingum að hann valt og ökumaðurinn hálsbrotnaði. 9. september 2019 13:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Taldi það eina úrræðið að aka manninn út af veginum Lögreglumaður er ákærður fyrir brot í starfi fyrir að hafa ekið aftan á jeppa sem ölvaður ökumaður ók með þeim afleiðingum að hann valt og ökumaðurinn hálsbrotnaði. 9. september 2019 13:59