„Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" Siggeir Ævarsson skrifar 2. desember 2023 20:53 Bjarni brúnaþungur gegn Grindvíkingum síðasta vetur. Það var töluvert léttara yfir honum í dag Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með sigurinn á Val í Subway-deild kvenna í kvöld, í leik sem varð æsispennandi eftir frábæru endurkomu Vals í þriðja leikhluta en lokatölur leiksins urðu 71-68. „Þær gerðu vel. Koma ákafar inn í þriðja leikhlutann og við vorum svolítið flatar. Við töluðum um það í hálfleik að þó við værum að ná 9-10 stiga forskoti en hleypa þeim svo aftur inn í leikinn þá fannst stelpunum að þær ættu einn gír í viðbót til að klára svoleiðis forskot aðeins betur. Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" „En við komum alltaf flatar þar út og Valur gerði vel þá. Svo náðum aðeins betra jafnvægi og náðum að „grænda“ þetta í gegn sem er bara frábært.“ Haukar skoruðu aðeins þrjú stig fyrstu sjö mínúturnar í þriðja leikhluta, en sýndu svo úr hverju þær eru gerðar síðustu 13 mínútur leiksins. „Eins og ég segi, þetta var rosalega hægt og við vorum að taka alltaf fyrsta möguleika sóknarlega sem voru ekki einu sinni alltaf góðir og að þröngva hlutum alltof mikið. Það var engin hreyfing á boltanum. Svo tókum við leikhlé og náðum að endurstilla okkur aðeins og þá fórum við að framkvæmda hlutina aðeins betur og það var nóg.“ Það er ekki algengt að leikmenn skipti um lið á Íslandi á miðju tímabili en Haukar fengu einn slíkan til sín á dögum þegar Anna Soffía Lárusdóttir yfirgaf Breiðablik og gekk til liðs við Hauka. Það munaði heldur betur um hennar framlag í dag, 16 stig, þar af fjórir þristar í sex skotum og fimm fráköst að auki. „Anna búin að vera frábær. Hólmurinn líður vel í Hafnarfirði. Við höfum haft góða reynslu af leikmönnum úr Stykkishólmi og hún er að koma rosalega sterkt inn í þetta. Svo má ekki heldur gleyma Kristrúnu [Ríkey Ólafsdóttur] sem er búin að vera á vensla- og lánssamningi í Hamar/Þór.“ „Þakklæti til Hákons í Hamar/Þór að við fengum hana aðeins til að hjálpa okkur á þessum tímapunkti. Við erum þunnskipaðar og hún er búin að gera mjög vel fyrir okkur. Eiginlega ekkert búin að æfa með okkur, bara spila nánast. Hún er búin að hjálpa okkur mjög mikið í síðustu tveimur leikjum líka.“ Blaðamaður get ekki betur séð en Tynice Martin, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, væri meðal áhorfenda í kvöld. Það var því ekki annað hægt en að spyrja Bjarna hvort hún væri að koma tímabundið til Hauka til að leysa Keiru Robinson af meðan hún jafnar sig af meiðslum. „Nei, ekki svo ég viti allavega“ - sagði Bjarni og hló. „Við erum ekki að leita að amerískum leikmanni. Við erum með frábæran amerískan leikmann í Keiru og það yrði fáránlegt að fara að gera einhverjar breytingar þar. Við bíðum spenntar eftir henni og svo vonandi eftir áramót getum við þétt aðeins hópinn með einum auka leikmanni. Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
„Þær gerðu vel. Koma ákafar inn í þriðja leikhlutann og við vorum svolítið flatar. Við töluðum um það í hálfleik að þó við værum að ná 9-10 stiga forskoti en hleypa þeim svo aftur inn í leikinn þá fannst stelpunum að þær ættu einn gír í viðbót til að klára svoleiðis forskot aðeins betur. Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" „En við komum alltaf flatar þar út og Valur gerði vel þá. Svo náðum aðeins betra jafnvægi og náðum að „grænda“ þetta í gegn sem er bara frábært.“ Haukar skoruðu aðeins þrjú stig fyrstu sjö mínúturnar í þriðja leikhluta, en sýndu svo úr hverju þær eru gerðar síðustu 13 mínútur leiksins. „Eins og ég segi, þetta var rosalega hægt og við vorum að taka alltaf fyrsta möguleika sóknarlega sem voru ekki einu sinni alltaf góðir og að þröngva hlutum alltof mikið. Það var engin hreyfing á boltanum. Svo tókum við leikhlé og náðum að endurstilla okkur aðeins og þá fórum við að framkvæmda hlutina aðeins betur og það var nóg.“ Það er ekki algengt að leikmenn skipti um lið á Íslandi á miðju tímabili en Haukar fengu einn slíkan til sín á dögum þegar Anna Soffía Lárusdóttir yfirgaf Breiðablik og gekk til liðs við Hauka. Það munaði heldur betur um hennar framlag í dag, 16 stig, þar af fjórir þristar í sex skotum og fimm fráköst að auki. „Anna búin að vera frábær. Hólmurinn líður vel í Hafnarfirði. Við höfum haft góða reynslu af leikmönnum úr Stykkishólmi og hún er að koma rosalega sterkt inn í þetta. Svo má ekki heldur gleyma Kristrúnu [Ríkey Ólafsdóttur] sem er búin að vera á vensla- og lánssamningi í Hamar/Þór.“ „Þakklæti til Hákons í Hamar/Þór að við fengum hana aðeins til að hjálpa okkur á þessum tímapunkti. Við erum þunnskipaðar og hún er búin að gera mjög vel fyrir okkur. Eiginlega ekkert búin að æfa með okkur, bara spila nánast. Hún er búin að hjálpa okkur mjög mikið í síðustu tveimur leikjum líka.“ Blaðamaður get ekki betur séð en Tynice Martin, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, væri meðal áhorfenda í kvöld. Það var því ekki annað hægt en að spyrja Bjarna hvort hún væri að koma tímabundið til Hauka til að leysa Keiru Robinson af meðan hún jafnar sig af meiðslum. „Nei, ekki svo ég viti allavega“ - sagði Bjarni og hló. „Við erum ekki að leita að amerískum leikmanni. Við erum með frábæran amerískan leikmann í Keiru og það yrði fáránlegt að fara að gera einhverjar breytingar þar. Við bíðum spenntar eftir henni og svo vonandi eftir áramót getum við þétt aðeins hópinn með einum auka leikmanni.
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum