Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2023 17:11 Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður segir mál Eddu Bjarkar á þeim stað sem það er vegna þess að hún hlýti ekki lögum. Stöð 2 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. Þrír drengir Eddu Bjarkar eru týndir en sagðir í „öruggum höndum“ af bæði lögmanni hennar og ættingjum. Drengirnir eru tíu ára og svo þrettán ára tvíburar. Enn á að fara fram aðfaraaðgerð til að koma drengjunum í umsjá föður þeirra en Sigríður segir hana ekki geta farið fram á meðan drengirnir eru týndir. Sýslumaður sér um að framkvæma slíkar aðgerðir. Edda var síðdegis í dag flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði af norskum yfirvöldum sem munu flytja hana til Noregs þar sem hún á að mæta í þingfestingu. Þar á hún að svara fyrir þær sakir að hafa flutt þrjá drengi sína til Íslands í mars í fyrra en faðir drengjanna fer með forsjá þeirra. Hún mátti því ekki taka þá til Íslands. Landsréttur kvað upp úrskurð síðdegis í dag er varðar gæsluvarðhald Eddu Bjarkar og er því ákvörðun um framsal hennar orðin endanleg samkvæmt lögum. „Við beitum okkur ekki nema við fáum ábendingar um hvar börnin eru. En það er ekkert að frétta hjá okkur eins og er,“ segir Sigríður í samtali við fréttastofu. Spurð hvort að farið hafi fram mat á vilja barnanna fyrir aðfararaðgerðina sem átti að fara fram í október síðastliðnum segir Sigríður að það sé niðurstaða komin í málinu. „Það er komin dómsniðurstaða sem segir að þetta eigi að vera svona og við höfum ekki heimild til að fara í endurmat á því. Við höfum það hlutverk að tryggja að dómurinn verði fullnustaður og að farið sé farið eftir niðurstöðu hans.“ Hún segir að embættið framkvæmi aðgerðir sem þessar ávallt þannig að þær hafi sem minnst áhrif á börn og að þeirra hagsmuna sé gætt. Það sé niðurstaða tveggja dómsstiga að föður sé heimilt að taka börnin úr umráðum móður vegna þess að honum hafi verið úrskurðuð forsjá þeirra. En finnst þér kerfið virka þegar þetta endar svona? „Kerfið er að virka, en þegar fólk sættir sig ekki við niðurstöðu dómstóla þá verður það til þess að við lendum á þessum stað,“ segir Sigríður og ítrekar að hlutverk sýslumanns sé að koma á lögmætu ástandi. „Það er ólögmætt ástand núna, þegar börnin eru ekki þar sem þau eiga að vera samkvæmt dómi. Þetta ástand er vegna þess að dómsorði er ekki hlýtt en þetta eru auðvitað erfiðustu málin sem við tökumst á við. Það er alltaf betra að ekki þurfi að koma til svona aðgerða.“ Fjölskyldumál Dómsmál Noregur Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna“ Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir. 1. desember 2023 11:25 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þrír drengir Eddu Bjarkar eru týndir en sagðir í „öruggum höndum“ af bæði lögmanni hennar og ættingjum. Drengirnir eru tíu ára og svo þrettán ára tvíburar. Enn á að fara fram aðfaraaðgerð til að koma drengjunum í umsjá föður þeirra en Sigríður segir hana ekki geta farið fram á meðan drengirnir eru týndir. Sýslumaður sér um að framkvæma slíkar aðgerðir. Edda var síðdegis í dag flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði af norskum yfirvöldum sem munu flytja hana til Noregs þar sem hún á að mæta í þingfestingu. Þar á hún að svara fyrir þær sakir að hafa flutt þrjá drengi sína til Íslands í mars í fyrra en faðir drengjanna fer með forsjá þeirra. Hún mátti því ekki taka þá til Íslands. Landsréttur kvað upp úrskurð síðdegis í dag er varðar gæsluvarðhald Eddu Bjarkar og er því ákvörðun um framsal hennar orðin endanleg samkvæmt lögum. „Við beitum okkur ekki nema við fáum ábendingar um hvar börnin eru. En það er ekkert að frétta hjá okkur eins og er,“ segir Sigríður í samtali við fréttastofu. Spurð hvort að farið hafi fram mat á vilja barnanna fyrir aðfararaðgerðina sem átti að fara fram í október síðastliðnum segir Sigríður að það sé niðurstaða komin í málinu. „Það er komin dómsniðurstaða sem segir að þetta eigi að vera svona og við höfum ekki heimild til að fara í endurmat á því. Við höfum það hlutverk að tryggja að dómurinn verði fullnustaður og að farið sé farið eftir niðurstöðu hans.“ Hún segir að embættið framkvæmi aðgerðir sem þessar ávallt þannig að þær hafi sem minnst áhrif á börn og að þeirra hagsmuna sé gætt. Það sé niðurstaða tveggja dómsstiga að föður sé heimilt að taka börnin úr umráðum móður vegna þess að honum hafi verið úrskurðuð forsjá þeirra. En finnst þér kerfið virka þegar þetta endar svona? „Kerfið er að virka, en þegar fólk sættir sig ekki við niðurstöðu dómstóla þá verður það til þess að við lendum á þessum stað,“ segir Sigríður og ítrekar að hlutverk sýslumanns sé að koma á lögmætu ástandi. „Það er ólögmætt ástand núna, þegar börnin eru ekki þar sem þau eiga að vera samkvæmt dómi. Þetta ástand er vegna þess að dómsorði er ekki hlýtt en þetta eru auðvitað erfiðustu málin sem við tökumst á við. Það er alltaf betra að ekki þurfi að koma til svona aðgerða.“
Fjölskyldumál Dómsmál Noregur Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna“ Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir. 1. desember 2023 11:25 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24
Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37
„Höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna“ Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir. 1. desember 2023 11:25
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent