Innlent

Fyrsti kven­kyns hæsta­réttar­dómari Banda­ríkjanna látinn

Árni Sæberg skrifar
Sandra Day O'Connor er látin.
Sandra Day O'Connor er látin. AP

Sandra Day O'Connor, sem varð fyrsti kvenkyns dómarinn við hæstarétt Bandaríkjanna árið 1981, er látin. Hún varð 93 ára.

Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að hún hafi látist í morgun af völdum heilabilunar og öndunarfærasjúkdóms í Pheonix í Arizona.

Ronald Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjanna, tilnefndi hana sem hæstaréttardómara árið 1981, fyrsta kvenna. Hún gengdi embættinu í 24 ár þar til hún settist í helgan stein árið 2006.

Hún var talin til frjálslyndari íhaldsmanna í hæstarétti Bandaríkjanna en George W. Bush tilnefndi Samuel Alito í hennar stað. Hann er með íhaldssamari dómurum hæstaréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×