Erlent

Vopna­hlé runnið út í sandinn á Gasa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vopnahléið stóð í sjö daga en nú virðist friðurinn úti.
Vopnahléið stóð í sjö daga en nú virðist friðurinn úti. AP Photo/Abed Khaled, File

Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun.

Talsmaður heilbrigðisráðuneytis Gasa, sem rekið er af Hamas samtökunum segir að sex Palestínumenn hið minnsta hafi látið lífið í árásunum. Þá eru tvö börn sögð hafa dáið í annarri árás sem gerð var á Gasa-borg í norðurhlutanum.

Síðan hafa borist fregnir af árásum víðsvegar um Gasa-svæðið.

Vopnahléið stóð í sjö daga og leiddi til lausnar 110 gísla sem voru í haldi Hamas og 250 palestínskra barna og kvenna sem verið hafa í fangelsum í Ísrael. BBC segir að þeir embættismenn sem unnið hafi að vopnahléinu séu þó enn vongóðir um að hægt verði að koma því á að nýju. Ísraelsher sendi frá sér tilkynningu nú á sjöunda tímanum þar sem segir Hamas samtökin eru sökuð um að hafa brotið skilmála vopnahlésins. Rétt áður en árásir Ísreala hófust voru loftvarnarflautur þeyttar og herinn segist hafa skotið niður eldflaug sem komið hafi frá Gasa.


Tengdar fréttir

Mannskæð skotárás í Jerúsalem

Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum.

Framlengt um sólarhring á síðustu stundu

Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×