„Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. nóvember 2023 15:58 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir / anton brink Breiðablik tapaði leik sínum gegn Maccabi Tel Aviv á Kópavogsvelli í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þeir grænklæddu voru lengst af með yfirhöndina í leiknum en tókst aðeins að skora eitt mark og klaufaleg mistök leiddu til tveggja marka hjá gestunum sem dugði þeim til 1-2 sigurs. „Mér fannst ekkert líkt með þessum leik og hinum leikjunum. Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur, fengum urmul af dauðafærum og þeir skapa ekki færi, eiga tvö mörk úr langskotum sem einhvern veginn leka inn“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, svekktur í bragði strax að leik loknum. Bæði mörkin sem Breiðablik fékk á sig voru heldur klaufaleg. Í fyrra skiptið fór skot af varnarmanni og í átt að miðju markinu, Anton Ari blindaðist í sólinni og missti af boltanum. Það var svo sofandaháttur í öftustu línu þegar Eran Zahavi setti seinna markið. „Seinna markið er gríðarlega dapurt að fá á sig, við eigum sjálfir innkast og köstum beint á þá. Töpum tveimur návígum í leiðinni en þetta var flott skot og held ég alveg óverjandi. Í fyrra markinu, ef ég sá þetta rétt, þá hefði Viktor Karl getað gert aðeins betri árás í boltann en það kemur eitthvað 'deflection', sólin er neðarlega og boltinn lekur inn. Mjög ódýrt mark.“ Hávær mótmæli voru fyrir utan Kópavogsvöll fyrir leik og á meðan honum stóð. Dan Biton fagnaði marki sínu með því að flagga ísraelska fánanum. Breiðablik kaus að taka enga afstöðu í málinu og halda pólitíkinni utan vallar. „Þú ert að spyrja kolvitlausan mann að því [hvers vegna engin yfirlýsing kom frá félaginu eða leikmönnum]. Það er ekki í mínum verkahring að gefa út yfirlýsingar um leiki á vegum UEFA.“ Nú eru tvær vikur í næsta leik hjá Breiðablik og síðasta leiknum í Sambandsdeildinni á þessu tímabili. Breiðablik ferðast til Póllands og mætir þar úkraínska liðinu Zorya Luhansk 14. desember næstkomandi. „Reynum að halda mönnum við efnið, æfum og spilum vonandi einn æfingaleik. Svo förum við til Póllands og reynum að ná í úrslit þar“ sagði Halldór að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. 30. nóvember 2023 12:15 Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag. 30. nóvember 2023 15:34 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Í beinni: Wolves - Crystal Palace | Mikilvægur slagur á fallsvæðinu Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira
„Mér fannst ekkert líkt með þessum leik og hinum leikjunum. Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur, fengum urmul af dauðafærum og þeir skapa ekki færi, eiga tvö mörk úr langskotum sem einhvern veginn leka inn“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, svekktur í bragði strax að leik loknum. Bæði mörkin sem Breiðablik fékk á sig voru heldur klaufaleg. Í fyrra skiptið fór skot af varnarmanni og í átt að miðju markinu, Anton Ari blindaðist í sólinni og missti af boltanum. Það var svo sofandaháttur í öftustu línu þegar Eran Zahavi setti seinna markið. „Seinna markið er gríðarlega dapurt að fá á sig, við eigum sjálfir innkast og köstum beint á þá. Töpum tveimur návígum í leiðinni en þetta var flott skot og held ég alveg óverjandi. Í fyrra markinu, ef ég sá þetta rétt, þá hefði Viktor Karl getað gert aðeins betri árás í boltann en það kemur eitthvað 'deflection', sólin er neðarlega og boltinn lekur inn. Mjög ódýrt mark.“ Hávær mótmæli voru fyrir utan Kópavogsvöll fyrir leik og á meðan honum stóð. Dan Biton fagnaði marki sínu með því að flagga ísraelska fánanum. Breiðablik kaus að taka enga afstöðu í málinu og halda pólitíkinni utan vallar. „Þú ert að spyrja kolvitlausan mann að því [hvers vegna engin yfirlýsing kom frá félaginu eða leikmönnum]. Það er ekki í mínum verkahring að gefa út yfirlýsingar um leiki á vegum UEFA.“ Nú eru tvær vikur í næsta leik hjá Breiðablik og síðasta leiknum í Sambandsdeildinni á þessu tímabili. Breiðablik ferðast til Póllands og mætir þar úkraínska liðinu Zorya Luhansk 14. desember næstkomandi. „Reynum að halda mönnum við efnið, æfum og spilum vonandi einn æfingaleik. Svo förum við til Póllands og reynum að ná í úrslit þar“ sagði Halldór að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. 30. nóvember 2023 12:15 Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag. 30. nóvember 2023 15:34 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Í beinni: Wolves - Crystal Palace | Mikilvægur slagur á fallsvæðinu Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. 30. nóvember 2023 12:15
Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag. 30. nóvember 2023 15:34