„Ég get ekki lifað án fjölskyldu minnar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 29. nóvember 2023 19:57 Hussein líður eins og hann sé í martröð. Óvissan sé óbærileg. Vísir/Vilhelm Hussein Hussein óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla aðstoð við dagleg verk. Honum hefur ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar sem hingað til hefur séð um alla aðstoð við hann. Hussein er 29 ára gamall og er frá Írak. Hann hefur búið á Íslandi síðustu þrjú árin. Hann, og fjölskylda hans, hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hérna en hafa kært niðurstöðuna til íslenskra dómstóla. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að á meðan þau bíða niðurstöðu þar megi ekki vísa Hussein úr landi en það megi vísa fjölskyldu hans þangað, og því fara þau til Grikklands á laugardag. „Mér líður eins og ég sé í martröð og ég veit ekki hvað verður um mig í framtíðinni. Ég hef orðið fyrir svo miklum vonbrigðum,“ segir Hussein aðspurður hvernig honum líði. Hann er í hjólastól og þarf aðstoð með flest dagleg verk. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa bæði fordæmt aðskilnað hans frá fjölskyldu hans í vikunni og segja það ómannúðlegt. Fjölskylda hans óttast mjög hvað verði um hann þegar hann fer en hann hefur enn engin svör fengið frá Útlendingastofnun eða félagsþjónustunni um það hvað taki við þegar fjölskylda hans fer á laugardag. „Mamma fékk í dag tölvupóst frá Útlendingastofnun þar sem henni var sagt að hafa samband við félagsþjónustuna. Þau ætluðu að hjálpa syni hennar og séu með plan fyrir hann. Við hringdum í félagsráðgjafann sem sagðist ekki hafa heyrt af neinu plani og að Útlendingastofnun hefði ekki látið þau vita af því.“ Hussein segir ástand sitt hafa versnað mikið frá því hann kom til landsins, Hann óttast hvað tekur við eftir að fjölskylda hans fer. „Fjölskyldan hjálpar mér með allt frá þeim sem þegar ég vakna. Þau hjálpa mér í og úr hjólastólnum, að borða og elda. Þau hjálpa mér með allt,“ segir Hussein og að tilhugsunin um að vera einn eftir á Íslandi sé hrikaleg. Hann hafi aldrei verið einn og vilji alls ekki vera án fjölskyldu sinnar. Hussein með fjölskyldu sinni. Þeim Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi og Zahraa Hussein.Vísir/Vilhelm Hann segir sína helstu ósk að geta lifað eðlilegu lífi á Íslandi og vonar að yfirvöld endurskoði ákvörðun sína. „Ég vona að íslensk yfirvöld skoði mál mitt út frá mannréttindum. Ég get ekki lifað án fjölskyldu minnar og ég get ekki farið til Grikklands því ég mun deyja ef ég hef ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ég vona að ég og fjölskylda mín munum geta búið hér saman. Við eigum marga vini og ég get ekki ímyndað mér lífið án þeirra.“ Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. 28. nóvember 2023 14:34 Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Hussein er 29 ára gamall og er frá Írak. Hann hefur búið á Íslandi síðustu þrjú árin. Hann, og fjölskylda hans, hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hérna en hafa kært niðurstöðuna til íslenskra dómstóla. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að á meðan þau bíða niðurstöðu þar megi ekki vísa Hussein úr landi en það megi vísa fjölskyldu hans þangað, og því fara þau til Grikklands á laugardag. „Mér líður eins og ég sé í martröð og ég veit ekki hvað verður um mig í framtíðinni. Ég hef orðið fyrir svo miklum vonbrigðum,“ segir Hussein aðspurður hvernig honum líði. Hann er í hjólastól og þarf aðstoð með flest dagleg verk. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa bæði fordæmt aðskilnað hans frá fjölskyldu hans í vikunni og segja það ómannúðlegt. Fjölskylda hans óttast mjög hvað verði um hann þegar hann fer en hann hefur enn engin svör fengið frá Útlendingastofnun eða félagsþjónustunni um það hvað taki við þegar fjölskylda hans fer á laugardag. „Mamma fékk í dag tölvupóst frá Útlendingastofnun þar sem henni var sagt að hafa samband við félagsþjónustuna. Þau ætluðu að hjálpa syni hennar og séu með plan fyrir hann. Við hringdum í félagsráðgjafann sem sagðist ekki hafa heyrt af neinu plani og að Útlendingastofnun hefði ekki látið þau vita af því.“ Hussein segir ástand sitt hafa versnað mikið frá því hann kom til landsins, Hann óttast hvað tekur við eftir að fjölskylda hans fer. „Fjölskyldan hjálpar mér með allt frá þeim sem þegar ég vakna. Þau hjálpa mér í og úr hjólastólnum, að borða og elda. Þau hjálpa mér með allt,“ segir Hussein og að tilhugsunin um að vera einn eftir á Íslandi sé hrikaleg. Hann hafi aldrei verið einn og vilji alls ekki vera án fjölskyldu sinnar. Hussein með fjölskyldu sinni. Þeim Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi og Zahraa Hussein.Vísir/Vilhelm Hann segir sína helstu ósk að geta lifað eðlilegu lífi á Íslandi og vonar að yfirvöld endurskoði ákvörðun sína. „Ég vona að íslensk yfirvöld skoði mál mitt út frá mannréttindum. Ég get ekki lifað án fjölskyldu minnar og ég get ekki farið til Grikklands því ég mun deyja ef ég hef ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ég vona að ég og fjölskylda mín munum geta búið hér saman. Við eigum marga vini og ég get ekki ímyndað mér lífið án þeirra.“
Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. 28. nóvember 2023 14:34 Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. 28. nóvember 2023 14:34
Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent