Fær 24 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar í ráðuneyti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. nóvember 2023 23:14 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var til húsa í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu 4 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, er ráðuneytið ekki nafngreint og eru öll smáatriði afmáð. RÚV greinir frá því að um sé að ræða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og að umræddar ávirðingar tengist skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun þessa árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi á fundi í ráðuneytinu 31. júlí 2020 verið gefinn kostur á að skýra embættisfærslur sínar í tengslum við birtingu laganna sumarið áður. Mánuði síðar tilkynnti ráðherra, þá Kristján Þór Júlíusson, að ákveðið hafi verið að leggja niður embætti hans sem skrifstofustjóra innan ráðuneytisins. Ekki væri óskað vinnuframlags frá honum fram til þess að embættið yrði lagt niður. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál gegn íslenska ríkinu til heimtu bóta og byggði á því að embætti hans hefði í reynd ekki verið lagt niður. Auk þess hefði ákvörðun um frávikningu hans byggst á ómálefnalegum sjónarmiðum, nánar tiltekið fyrrgreindum ávirðingum. Íslenska ríkið vísaði til þess að ákvörðun um að leggja niður embættið hefði þegar verið tekin áður en ráðherra varð kunnugt um umræddar ávirðingar ríkisendurskoðanda. Landsréttur taldi að ríkið hefði ekki tekist að sanna að starfslok hefðu þegar verið ákveðin á fundi 24. júní 2020, eins og haldið var fram. Taldi rétturinn að ávirðingar á hendur manninum hafi haft veruleg áhrif á ákvarðanir ráðherra og ráðuneytisstjóra um störf hans í ráðuneytinu. Við þessar aðstæður hafi ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Sökum þessa féllst Landsréttur á að embættismaðurinn ætti rétt til skaðabóta sem næmi eftirstandandi launum á skipunartíma, 22 milljónum króna, ásamt miskabóta upp á 1,5 milljónir króna. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, er ráðuneytið ekki nafngreint og eru öll smáatriði afmáð. RÚV greinir frá því að um sé að ræða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og að umræddar ávirðingar tengist skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun þessa árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi á fundi í ráðuneytinu 31. júlí 2020 verið gefinn kostur á að skýra embættisfærslur sínar í tengslum við birtingu laganna sumarið áður. Mánuði síðar tilkynnti ráðherra, þá Kristján Þór Júlíusson, að ákveðið hafi verið að leggja niður embætti hans sem skrifstofustjóra innan ráðuneytisins. Ekki væri óskað vinnuframlags frá honum fram til þess að embættið yrði lagt niður. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál gegn íslenska ríkinu til heimtu bóta og byggði á því að embætti hans hefði í reynd ekki verið lagt niður. Auk þess hefði ákvörðun um frávikningu hans byggst á ómálefnalegum sjónarmiðum, nánar tiltekið fyrrgreindum ávirðingum. Íslenska ríkið vísaði til þess að ákvörðun um að leggja niður embættið hefði þegar verið tekin áður en ráðherra varð kunnugt um umræddar ávirðingar ríkisendurskoðanda. Landsréttur taldi að ríkið hefði ekki tekist að sanna að starfslok hefðu þegar verið ákveðin á fundi 24. júní 2020, eins og haldið var fram. Taldi rétturinn að ávirðingar á hendur manninum hafi haft veruleg áhrif á ákvarðanir ráðherra og ráðuneytisstjóra um störf hans í ráðuneytinu. Við þessar aðstæður hafi ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Sökum þessa féllst Landsréttur á að embættismaðurinn ætti rétt til skaðabóta sem næmi eftirstandandi launum á skipunartíma, 22 milljónum króna, ásamt miskabóta upp á 1,5 milljónir króna.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira