„Stoltur af því hvernig strákarnir voru í brakinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. nóvember 2023 22:08 Kjartan Atli Kjartansson var afar ánægður með Douglas Wilson í kvöld Vísir/Anton Brink Álftanes vann nauman sigur gegn Val 73-67. Heimamenn voru sterkari undir lokin og Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var afar ánægður með niðurstöðuna. „Ég sagði við strákana inn í klefa að þeir hefðu unnið þetta. Það var ekkert leikskipulag bara strákarnir á gólfinu að taka réttar ákvarðanir, sérstaklega í vörn í síðari hálfleik. Strákarnir eiga hrós skilið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í viðtali eftir leik. Valur var með yfirhöndina á löngum köflum í leiknum en heimamenn gáfust ekki upp og komu til baka sem skilaði sigri. „Það sem ég var mjög ánægður með og við töluðum um það í leiknum. Hvernig við fórum úr skipti vörninni. Hverjir voru að fara út og hverjir voru að koma inn í staðinn fannst mér ganga mjög vel sem varð til þess að við fengum á okkur tuttugu og fimm stig í síðari hálfleik.“ Douglas Wilson spilaði afar vel í kvöld og endaði með 23 stig. Wilson gerði átján stig í fyrri hálfleik og fimm stig í síðari hálfleik. Kjartan taldi meiðsli hans hafi spilað inn í þar sem hann datt á bakið í fyrri hálfleik. „Hann var frábær í kvöld. Hann meiddist í byrjun og hafði þá gert tólf stig að ég held. Hann datt síðan á bakið og var lengi að hrista það af sér en þrátt fyrir það gerði hann allt þetta fyrir okkur í kvöld. Hann er frábær leikmaður og hefur sýnt það í vetur.“ Kjartan Atli var ánægður með hvernnig Álftanes náði frumkvæðinu undir lok fjórða leikhluta þegar leikurinn var í langri pásu þar sem dómararnir höfðu í nógu að snúast. „Mjög ánægður. Líka vegna þess að Valsliðið er klárasta liðið í deildinni og við vorum að fara á móti liði sem þekkir þessar aðstæður mjög vel og mér fannst strákarnir mjög flottir og ég var stoltur af því hvernig þeir voru í brakinu,“ sagði Kjartan Atli að lokum. UMF Álftanes Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
„Ég sagði við strákana inn í klefa að þeir hefðu unnið þetta. Það var ekkert leikskipulag bara strákarnir á gólfinu að taka réttar ákvarðanir, sérstaklega í vörn í síðari hálfleik. Strákarnir eiga hrós skilið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í viðtali eftir leik. Valur var með yfirhöndina á löngum köflum í leiknum en heimamenn gáfust ekki upp og komu til baka sem skilaði sigri. „Það sem ég var mjög ánægður með og við töluðum um það í leiknum. Hvernig við fórum úr skipti vörninni. Hverjir voru að fara út og hverjir voru að koma inn í staðinn fannst mér ganga mjög vel sem varð til þess að við fengum á okkur tuttugu og fimm stig í síðari hálfleik.“ Douglas Wilson spilaði afar vel í kvöld og endaði með 23 stig. Wilson gerði átján stig í fyrri hálfleik og fimm stig í síðari hálfleik. Kjartan taldi meiðsli hans hafi spilað inn í þar sem hann datt á bakið í fyrri hálfleik. „Hann var frábær í kvöld. Hann meiddist í byrjun og hafði þá gert tólf stig að ég held. Hann datt síðan á bakið og var lengi að hrista það af sér en þrátt fyrir það gerði hann allt þetta fyrir okkur í kvöld. Hann er frábær leikmaður og hefur sýnt það í vetur.“ Kjartan Atli var ánægður með hvernnig Álftanes náði frumkvæðinu undir lok fjórða leikhluta þegar leikurinn var í langri pásu þar sem dómararnir höfðu í nógu að snúast. „Mjög ánægður. Líka vegna þess að Valsliðið er klárasta liðið í deildinni og við vorum að fara á móti liði sem þekkir þessar aðstæður mjög vel og mér fannst strákarnir mjög flottir og ég var stoltur af því hvernig þeir voru í brakinu,“ sagði Kjartan Atli að lokum.
UMF Álftanes Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira