Fótbolti

Mæta Ísrael í umspilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir eru tveimur sigrum frá því að komast á EM 2024.
Íslensku strákarnir eru tveimur sigrum frá því að komast á EM 2024. vísir/hulda margrét

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024.

Dregið var í umspilið í Nyon í Sviss í dag. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi en upptöku frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Drátturinn fyrir umpilsleiki EM í fótbolta

Ísland dróst gegn Ísrael í undanúrslitum B-riðils umspilsins. Ef Íslendingar vinna Ísraelsmenn mæta þeir Bosníumönnum eða Úkraínumönnum í úrslitaleik um sæti á EM.

Leikirnir í umspilinu fara fram 21. og 26. mars á næsta ári.

Miklar líkur eru á því að báðir leikir Íslands í umspilinu fari fram á hlutlausum velli. Leikurinn gegn Ísrael verður allavega á hlutlausum velli vegna stríðsins í Palestínu og sömuleiðis úrslitaleikurinn ef Úkraína vinnur Bosníu sökum stríðsins í Úkraínu.

Umspilið fyrir EM 2024

A-riðill

  • Wales - Finn­land
  • Pól­land - Eist­land

B-riðill

  • Ísra­el - Ísland
  • Bosn­ía - Úkraína

C-riðill

  • Georgía - Lúx­em­borg

  • Grikk­land - Kasakst­an




Fleiri fréttir

Sjá meira


×