Innlent

Strætis­vagn á hliðina á þjóð­veginum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Á mynd sem fréttastofu barst í kvöld má sjá björgunarsveitarmenn á vettvangi.
Á mynd sem fréttastofu barst í kvöld má sjá björgunarsveitarmenn á vettvangi.

Strætisvagn fór á hliðina í kvöld á þjóðveginum á Norðurlandi vestra.

Samkvæmt ábendingu til fréttastofu varð slysið á áttunda tímanum rétt norðan við Staðarskála. Ekki hefur náðst í viðbragðsaðila vegna málsins né í forsvarsmenn Strætó.

Hvasst hefur verið á landinu í dag. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er hált á Holtavörðuheiði og éljagangur.

Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×