Aldrei hafi staðið til að takmarka aðgengi fjölmiðla til lengri tíma Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. nóvember 2023 14:08 Úlfar vonar að nýtt fyrirkomulag fyrir fjölmiðla komi sér vel. Skipulag þess er í höndum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Vísir/Sigurjón Nýtt fyrirkomulag fyrir fjölmiðla á Grindavíkursvæðinu fer í gangi í dag. Tvær skipulagðar rútuferðir í dag, eru fyrir annars vegar innlenda og hins vega erlenda fjölmiðla. Lögreglustjóri segir að takmarkanir hafi aðeins komið til vegna skorts á mannafla og vegna þess hve viðkvæmar aðstæður voru fyrir íbúa. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að takmarkanir fjölmiðla hafi verið settar á til að byrja með vegna takmarkaðs mannafla til að fylgja þeim inn á svæðið. Undanfarna daga hefur einn fulltrúi fjölmiðils fengið aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum. „Okkur skorti mannskap til að sinna þessu verkefni og vildum á viðkvæmum tíma hleypa íbúum inn í sinn heimabæ. Margir voru ekki í góðu ástandi,“ segir Úlfar og tekur fram að það hafi aldrei verið markmið að halda þessu fyrirkomulagi til streitu til langs tíma. Tilkynnt var á upplýsingafundi almannavarna að fyrirkomulaginu yrði breytt í dag. Spurður hvort að atvik er varðar ljósmyndara RÚV sem átti sér stað síðustu helgi hafi haft ákvörðun á skert aðgengi fjölmiðla segir Úlfar svo ekki. Þá reyndi ljósmyndari RÚV að komast inn í mannlaust hús. Hann baðst síðar afsökunar á því. „Það atvik fór einstaklinga illa í íbúa Grindavíkur. En var ekki ástæða fyrir takmörkunum.“ Úlfar segist enn fremur ekkert sjá neitt athugunarvert við fjölmiðla og það hafi ekki verið ástæða takmarkanna. Alls ekki komið að lokuðum dyrum Fréttamaður bendir á að á stríðshrjáðum svæðum fái fjölmiðlar aðgang án hindrana og setji sig reglulega þannig í aðstæður þar sem þeir eru í hættu. Spyr hvort þetta séu að einhverju leyti ekki sambærilegar aðstæður. „En af því að þú minnist á fréttamennsku í stríðshrjáðu svæði þá er ágætt að minna á það að þegar ég horfi á kvöldfréttir á RÚV eða Stöð 2 þá horfi ég yfirleitt á sömu fréttamyndina á Gasa svæðinu,“ segir Úlfar. Hann segir að fjölmiðlar hafi alls ekki komið að lokuðum dyrum í Grindavík. Það megi ekki gleyma því. Fjölmiðlar hafi fengið að fylgja fólki inn á svæðið og hafi haft gott aðgengi að aðgerðastjórn í bæði Skógarhlíð og Reykjanesbæ. „Þetta samstarf og upplýsingagjöfin, eins og ég horfi á það, hefur verið að mínu mati með góðum og ásættanlegum hætti.“ Kæran ótímabær Hvað varðar kæru Blaðamannafélags Íslands á hendur embætti Úlfars til dómsmálaráðuneytis segir hann hana ótímabæra og „ákveðið frumhlaup í svona aðgerðum“ sem snúi að því að hjálpa fólki í erfiðum aðstæðum og hafi verið hrakin frá heimili sínu. „Ég held að fjölmiðlar megi horfa í aðrar átti og einbeita sér að því sem þau eru best í. Að afla frétta.“ Þá er kannski gott að vera ekki að hindra þá í að afla frétta? „Það var hindrun í gangi í nokkra daga en við lyftum hindrun í dag. Ég held að það sé farsæl niðurstaða. Fyrir bæði viðbragðsaðila og fjölmiðla,“ segir Úlfar en að skipulag sé í höndum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Bæði innlendum og erlendum fjölmiðlum verði hleypt inn á svæðið í skipulögðum hópferðum. „Ég á ekki von á öðru en að það gefist vel.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að takmarkanir fjölmiðla hafi verið settar á til að byrja með vegna takmarkaðs mannafla til að fylgja þeim inn á svæðið. Undanfarna daga hefur einn fulltrúi fjölmiðils fengið aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum. „Okkur skorti mannskap til að sinna þessu verkefni og vildum á viðkvæmum tíma hleypa íbúum inn í sinn heimabæ. Margir voru ekki í góðu ástandi,“ segir Úlfar og tekur fram að það hafi aldrei verið markmið að halda þessu fyrirkomulagi til streitu til langs tíma. Tilkynnt var á upplýsingafundi almannavarna að fyrirkomulaginu yrði breytt í dag. Spurður hvort að atvik er varðar ljósmyndara RÚV sem átti sér stað síðustu helgi hafi haft ákvörðun á skert aðgengi fjölmiðla segir Úlfar svo ekki. Þá reyndi ljósmyndari RÚV að komast inn í mannlaust hús. Hann baðst síðar afsökunar á því. „Það atvik fór einstaklinga illa í íbúa Grindavíkur. En var ekki ástæða fyrir takmörkunum.“ Úlfar segist enn fremur ekkert sjá neitt athugunarvert við fjölmiðla og það hafi ekki verið ástæða takmarkanna. Alls ekki komið að lokuðum dyrum Fréttamaður bendir á að á stríðshrjáðum svæðum fái fjölmiðlar aðgang án hindrana og setji sig reglulega þannig í aðstæður þar sem þeir eru í hættu. Spyr hvort þetta séu að einhverju leyti ekki sambærilegar aðstæður. „En af því að þú minnist á fréttamennsku í stríðshrjáðu svæði þá er ágætt að minna á það að þegar ég horfi á kvöldfréttir á RÚV eða Stöð 2 þá horfi ég yfirleitt á sömu fréttamyndina á Gasa svæðinu,“ segir Úlfar. Hann segir að fjölmiðlar hafi alls ekki komið að lokuðum dyrum í Grindavík. Það megi ekki gleyma því. Fjölmiðlar hafi fengið að fylgja fólki inn á svæðið og hafi haft gott aðgengi að aðgerðastjórn í bæði Skógarhlíð og Reykjanesbæ. „Þetta samstarf og upplýsingagjöfin, eins og ég horfi á það, hefur verið að mínu mati með góðum og ásættanlegum hætti.“ Kæran ótímabær Hvað varðar kæru Blaðamannafélags Íslands á hendur embætti Úlfars til dómsmálaráðuneytis segir hann hana ótímabæra og „ákveðið frumhlaup í svona aðgerðum“ sem snúi að því að hjálpa fólki í erfiðum aðstæðum og hafi verið hrakin frá heimili sínu. „Ég held að fjölmiðlar megi horfa í aðrar átti og einbeita sér að því sem þau eru best í. Að afla frétta.“ Þá er kannski gott að vera ekki að hindra þá í að afla frétta? „Það var hindrun í gangi í nokkra daga en við lyftum hindrun í dag. Ég held að það sé farsæl niðurstaða. Fyrir bæði viðbragðsaðila og fjölmiðla,“ segir Úlfar en að skipulag sé í höndum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Bæði innlendum og erlendum fjölmiðlum verði hleypt inn á svæðið í skipulögðum hópferðum. „Ég á ekki von á öðru en að það gefist vel.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08
Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31