Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 29-33 | KA vann topplið Vals á Hlíðarenda Andri Már Eggertsson skrifar 21. nóvember 2023 19:31 Vísir/Diego Gestirnir frá Akureyri skelltu toppliði Vals. Heimamenn komust einu sinni yfir í leiknum og það var í stöðunni 1-0 en annars lenti KA aldrei undir og niðurstaðan verðskuldaður fjögurra marka sigur 29-33. KA mætti til leiks með aðeins tíu útileikmenn á skýrslu. Þrátt fyrir þunnskipað lið byrjaði KA af miklum krafti. KA nýtti sóknirnar afar vel og fyrstu níu sóknir KA enduðu með marki úr opnum leik eða vítakasti. Björgvin Páll Gústavsson náði sér ekki á strik og varði aðeins eitt skot sem endaði með að KA fékk víti. Í stöðunni 5-9 fór Arnar Þór Fylkisson í markið í staðinn fyrir Björgvin Pál. Þá fór að ganga betur hjá Val og heimamenn jöfnuðu 10-10. KA hélt áfram sínu striki og var með yfirhöndina í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að hafa skorað átján mörk í fyrri hálfleik voru heimamenn miklir klaufar og voru að tapa boltanum sem gaf KA ódýr hraðaupphlaupsmörk. Einar Rafn Eiðsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks sem var afar huggulegt. Einar Rafn þrumaði boltanum nánast úr kyrrstöðu upp í samskeytin. Staðan í hálfleik var 18-20. Eftir að hafa setið á bekknum í tæplega tuttugu mínútur byrjaði Björgvin Páll í markinu í síðari hálfleik. Björgvin minnti á sig. Björgvin varði fimm skot á tæplega 13 mínútum en þá féll ekkert með honum. Björgvin var ekki að hitta á hornamennina í hraðaupphlaupi og Valsarar voru ekki að ná fráköstunum þegar að hann varði. Byrjunin á síðari hálfleik var afar sérstök. Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, tók leikhlé þegar níu mínútur voru liðnar þremur mörkum yfir en þá var staðan 1-2 í síðari hálfleik. Um miðjan síðari hálfleik datt KA í gang. Gestirnir gerðu fjögur mörk í röð og komust fimm mörkum yfir 22-27. Óskar Bjarni reyndi að bregðast við áhlaupi KA með því að taka leikhlé en hann neyddist síðan til þess að taka sitt síðasta leikhlé fimm mínútum síðar þar sem ekkert hafði breyst. Þrátt fyrir að það hafi komið örlítill neisti í Val héldu KA-menn sjó og unnu að lokum sannfærandi fjögurra marka sigur 29-33. Af hverju vann KA? Leikur KA var afar vel útfærður. Gestirnir tóku frumkvæðið í stöðunni 5-5 og stóðust öll áhlaup Vals. Það var töluvert meira jafnvægi í leik KA heldur en Vals þar sem heimamenn voru annað hvort góðir varnarlega og lélegir sóknarlega eða öfugt. Þessir tveir hlutir fóru aldrei saman hjá Val. Hverjir stóðu upp úr? Bruno Bernat, markmaður KA, spilaði lítið sem ekkert í fyrri hálfleik en þakkaði traustið í síðari hálfleik. Bruno varði ellefu skot og endaði með 38 prósent markvörslu. Það voru margir sem stóðu upp úr hjá KA. Hornamennirnir Jóhann Geir Sævarsson og Ott Varik skoruðu sitthvor fimm mörkin. Hvað gekk illa? Björgvin Páll Gústavsson spilaði afar illa í fyrri hálfleik sem varð til þess að hann var tekinn út af eftir tæplega tíu mínútur og kom ekki aftur inn á fyrr en í síðari hálfleik. Björgvin varði ágætlega í síðari hálfleik en þá féllu hlutirnir ekki með honum. Viktor Sigurðsson var í tómum vandræðum og klikkaði á öllum fjórum skotunum sem hann tók. Hvað gerist næst? Á laugardaginn mætast HC Motor og Valur í 3. umferð í Evrópukeppni karla. Leikið verður í Slóvakíu. Miðvikudaginn 29. nóvember mætast KA og FH fyrir norðan klukkan 18:00. Halldór Stefán: Það gekk allt upp Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, var ánægður með sigurinnKA Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, var afar ánægður með fjögurra marka sigur gegn Val 29-33. „Við töluðum um það að koma ákveðnir inn í leikinn og halda áfram að gera það sem við gerðum gegn Aftureldingu þar sem við vorum flottir varnarlega. Við héldum áfram með það þrátt fyrir að Valur sé með léttara lið. Síðan skoruðum við fullt af mörkum og það gekk allt upp hjá okkur,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson í samtali við Vísi eftir leik. Halldór var ánægður með sóknarleik KA í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði tuttugu mörk. Ásamt því stóð KA af sér öll áhlaup Vals. „Mér fannst við hafa átt markvörslu inni í síðari hálfleik og við fengum hana sem skapaði muninn á liðunum. Mér fannst við standa af okkur öll áhlaup og ég var ánægður með hvernig við spiluðum síðustu fimmtán mínúturnar þar sem þeir fóru að pressa okkur en við héldum haus og við tókum réttar ákvarðanir.“ Um miðjan síðari hálfleik gerði KA fjögur mörk í röð og að mati Halldórs vann sá kafli leikinn fyrir KA. „Þessi kafli vann leikinn. Það small allt en við vorum samt í vandræðum sóknarlega ótrúlegt en satt. Við fórum síðan að spila einum fleiri sóknarlega og náðum enn betra forskoti. Það gekk allt upp og það er ótrúlega gaman að sjá þessa stráka þegar að þeir spila svona og það býr ótrúlega mikið í þeim en maður getur ekki gert þá kröfu að þetta sé alltaf svona,“ sagði Halldór Stefán að lokum. Olís-deild karla Valur KA
Gestirnir frá Akureyri skelltu toppliði Vals. Heimamenn komust einu sinni yfir í leiknum og það var í stöðunni 1-0 en annars lenti KA aldrei undir og niðurstaðan verðskuldaður fjögurra marka sigur 29-33. KA mætti til leiks með aðeins tíu útileikmenn á skýrslu. Þrátt fyrir þunnskipað lið byrjaði KA af miklum krafti. KA nýtti sóknirnar afar vel og fyrstu níu sóknir KA enduðu með marki úr opnum leik eða vítakasti. Björgvin Páll Gústavsson náði sér ekki á strik og varði aðeins eitt skot sem endaði með að KA fékk víti. Í stöðunni 5-9 fór Arnar Þór Fylkisson í markið í staðinn fyrir Björgvin Pál. Þá fór að ganga betur hjá Val og heimamenn jöfnuðu 10-10. KA hélt áfram sínu striki og var með yfirhöndina í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að hafa skorað átján mörk í fyrri hálfleik voru heimamenn miklir klaufar og voru að tapa boltanum sem gaf KA ódýr hraðaupphlaupsmörk. Einar Rafn Eiðsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks sem var afar huggulegt. Einar Rafn þrumaði boltanum nánast úr kyrrstöðu upp í samskeytin. Staðan í hálfleik var 18-20. Eftir að hafa setið á bekknum í tæplega tuttugu mínútur byrjaði Björgvin Páll í markinu í síðari hálfleik. Björgvin minnti á sig. Björgvin varði fimm skot á tæplega 13 mínútum en þá féll ekkert með honum. Björgvin var ekki að hitta á hornamennina í hraðaupphlaupi og Valsarar voru ekki að ná fráköstunum þegar að hann varði. Byrjunin á síðari hálfleik var afar sérstök. Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, tók leikhlé þegar níu mínútur voru liðnar þremur mörkum yfir en þá var staðan 1-2 í síðari hálfleik. Um miðjan síðari hálfleik datt KA í gang. Gestirnir gerðu fjögur mörk í röð og komust fimm mörkum yfir 22-27. Óskar Bjarni reyndi að bregðast við áhlaupi KA með því að taka leikhlé en hann neyddist síðan til þess að taka sitt síðasta leikhlé fimm mínútum síðar þar sem ekkert hafði breyst. Þrátt fyrir að það hafi komið örlítill neisti í Val héldu KA-menn sjó og unnu að lokum sannfærandi fjögurra marka sigur 29-33. Af hverju vann KA? Leikur KA var afar vel útfærður. Gestirnir tóku frumkvæðið í stöðunni 5-5 og stóðust öll áhlaup Vals. Það var töluvert meira jafnvægi í leik KA heldur en Vals þar sem heimamenn voru annað hvort góðir varnarlega og lélegir sóknarlega eða öfugt. Þessir tveir hlutir fóru aldrei saman hjá Val. Hverjir stóðu upp úr? Bruno Bernat, markmaður KA, spilaði lítið sem ekkert í fyrri hálfleik en þakkaði traustið í síðari hálfleik. Bruno varði ellefu skot og endaði með 38 prósent markvörslu. Það voru margir sem stóðu upp úr hjá KA. Hornamennirnir Jóhann Geir Sævarsson og Ott Varik skoruðu sitthvor fimm mörkin. Hvað gekk illa? Björgvin Páll Gústavsson spilaði afar illa í fyrri hálfleik sem varð til þess að hann var tekinn út af eftir tæplega tíu mínútur og kom ekki aftur inn á fyrr en í síðari hálfleik. Björgvin varði ágætlega í síðari hálfleik en þá féllu hlutirnir ekki með honum. Viktor Sigurðsson var í tómum vandræðum og klikkaði á öllum fjórum skotunum sem hann tók. Hvað gerist næst? Á laugardaginn mætast HC Motor og Valur í 3. umferð í Evrópukeppni karla. Leikið verður í Slóvakíu. Miðvikudaginn 29. nóvember mætast KA og FH fyrir norðan klukkan 18:00. Halldór Stefán: Það gekk allt upp Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, var ánægður með sigurinnKA Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, var afar ánægður með fjögurra marka sigur gegn Val 29-33. „Við töluðum um það að koma ákveðnir inn í leikinn og halda áfram að gera það sem við gerðum gegn Aftureldingu þar sem við vorum flottir varnarlega. Við héldum áfram með það þrátt fyrir að Valur sé með léttara lið. Síðan skoruðum við fullt af mörkum og það gekk allt upp hjá okkur,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson í samtali við Vísi eftir leik. Halldór var ánægður með sóknarleik KA í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði tuttugu mörk. Ásamt því stóð KA af sér öll áhlaup Vals. „Mér fannst við hafa átt markvörslu inni í síðari hálfleik og við fengum hana sem skapaði muninn á liðunum. Mér fannst við standa af okkur öll áhlaup og ég var ánægður með hvernig við spiluðum síðustu fimmtán mínúturnar þar sem þeir fóru að pressa okkur en við héldum haus og við tókum réttar ákvarðanir.“ Um miðjan síðari hálfleik gerði KA fjögur mörk í röð og að mati Halldórs vann sá kafli leikinn fyrir KA. „Þessi kafli vann leikinn. Það small allt en við vorum samt í vandræðum sóknarlega ótrúlegt en satt. Við fórum síðan að spila einum fleiri sóknarlega og náðum enn betra forskoti. Það gekk allt upp og það er ótrúlega gaman að sjá þessa stráka þegar að þeir spila svona og það býr ótrúlega mikið í þeim en maður getur ekki gert þá kröfu að þetta sé alltaf svona,“ sagði Halldór Stefán að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti