Fótbolti

Faðir Firminos lést í fjölskylduferð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Firmino-feðgarnir á góðri stundu.
Firmino-feðgarnir á góðri stundu. instagram-síða robertos firmino

Roberto Firmino, fyrrverandi leikmaður Liverpool, varð fyrir miklu áfalli þegar faðir hans lést á laugardagskvöldið.

José Roberto Cordeiro de Oliveira fékk hjartaáfall í fjölskylduferð í Dúbaí og lést. Hann var 62 ára.

Firmino fór fögrum orðum um föður sinn í ævisögu sinni, Si Señor - My Liverpool Years.

„Ekki allar hetjur klæðast skikkjum; sumar eru kallaðar pabbi. Faðir minn, José, var æskuhetjan mín, veitti mér innblástur og var fyrirmynd. Gjafmildur, alvarlegur og heiðarlegur maður sem var trúr fjölskyldu sinni,“ skrifaði Firmino.

Brassin yfirgaf Liverpool eftir síðasta tímabil og gekk í raðir Al-Ahli í Sádi-Arabíu. Hann hefur skorað þrjú mörk fyrir liðið í sádi-arabísku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×