Fótbolti

Ó­vissa uppi varðandi þátt­töku Arnórs í kvöld

Aron Guðmundsson skrifar
Arnór Ingvi í baráttunni.
Arnór Ingvi í baráttunni. Vísir/Vilhelm

Óvíst er hvort Arnór Ingvi Traustason muni geta tekið þátt í leik Íslands við Portúgal í Lissabon í kvöld í lokaumferð undankeppni EM 2024 í fótbolta.  

Frá þessu greinir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, í viðtali við Vísi aðspurður um stöðuna á leikmannahópnum fyrir leik kvöldsins. 

„Arnór Ingvi fór meiddur af velli gegn Slóvakíu og við vitum ekki enn hvort hann verður klár í slaginn,“ segir Åge. 

Báðir æfðu þeir með íslenska landsliðinu á José Alvalade leikvanginum í Lissabon í gær og verður endanleg ákvörðun um mögulega þátttöku þeirra í leiknum tekin í dag.  

Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×