Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. nóvember 2023 21:47 Garðar, Kristinn og Darri stefna á að ganga aftur í hús í kvöld. Vísir/Ívar Fannar Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. Einhverjir íbúar í Laugarneshverfi ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar þrír átta og níu ára gamlir drengir gengu hús úr húsi og báðu um dósir. Fréttamaður hitti þá Garðar, Kristinn og Darra. Aðspurðir hvers vegna þeir væru að safna dósum svaraði Garðar, „Fyrir Grindavík.“ „Til að þau geta fengið dót og spil og safnað sér fyrir einhverju,“ bætir Kristinn við. Er þetta sem sagt fyrir krakkana í Grindavík? „Já,“ svara Kristinn og Darri einum rómi. Sumir dónalegir Strákarnir segja suma hafa dregið yfirlýsingar þeirra um að söfnunin væri fyrir Grindvíkinga í efa, og vilja fullvissa Laugarnesbúa að peningarnir rati á réttan stað. „Sumir eru dónalegir, sumir ekki,“ segir Kristinn. Af hverju? „Ég veit það ekki,“ segja strákarnir. „Held út af því að við erum ekki með neinum foreldra eða eitthvað,“ segir Darri. Garðar, Kristinn og Darri eru búnir að safna 23 fullum pokum af dósum eftir aðeins eitt söfnunarkvöld, og ætla að halda áfram alla vega í kvöld. Af hverju eruð þið að safna fyrir Grindavík? „Við heyrðum bara frá fréttunum,“ segir Garðar. „Að það væru sprungur og eitthvað í götunni,“ segir Darri. „Í Grindavík,“ bætir Kristinn við. Hvað langar ykkur að þau kaupi fyrir dósapeningana? „Kannski bara dót eða eitthvað,“ segir Kristinn. „Eða bangsa,“ segir Darri. Góðverk Grindavík Krakkar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Einhverjir íbúar í Laugarneshverfi ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar þrír átta og níu ára gamlir drengir gengu hús úr húsi og báðu um dósir. Fréttamaður hitti þá Garðar, Kristinn og Darra. Aðspurðir hvers vegna þeir væru að safna dósum svaraði Garðar, „Fyrir Grindavík.“ „Til að þau geta fengið dót og spil og safnað sér fyrir einhverju,“ bætir Kristinn við. Er þetta sem sagt fyrir krakkana í Grindavík? „Já,“ svara Kristinn og Darri einum rómi. Sumir dónalegir Strákarnir segja suma hafa dregið yfirlýsingar þeirra um að söfnunin væri fyrir Grindvíkinga í efa, og vilja fullvissa Laugarnesbúa að peningarnir rati á réttan stað. „Sumir eru dónalegir, sumir ekki,“ segir Kristinn. Af hverju? „Ég veit það ekki,“ segja strákarnir. „Held út af því að við erum ekki með neinum foreldra eða eitthvað,“ segir Darri. Garðar, Kristinn og Darri eru búnir að safna 23 fullum pokum af dósum eftir aðeins eitt söfnunarkvöld, og ætla að halda áfram alla vega í kvöld. Af hverju eruð þið að safna fyrir Grindavík? „Við heyrðum bara frá fréttunum,“ segir Garðar. „Að það væru sprungur og eitthvað í götunni,“ segir Darri. „Í Grindavík,“ bætir Kristinn við. Hvað langar ykkur að þau kaupi fyrir dósapeningana? „Kannski bara dót eða eitthvað,“ segir Kristinn. „Eða bangsa,“ segir Darri.
Góðverk Grindavík Krakkar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira