Innlent

Upplýsingafundur Al­manna­varna á morgun

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Víðir Reynisson mun stýra fundinum.
Víðir Reynisson mun stýra fundinum. Vísir/Vilhelm

Klukkan 13:00 á morgun, laugardaginn 18. nóvember verður haldinn upplýsingafundur almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á fundinum fara yfir stöðu mála eftir atburði síðustu viku í Grindavík.

Einnig verða á fundinum Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, og Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×