Ekki líkamlega erfið verkefni en reyna mjög á andlega Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 13:57 Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina í og við Grindavík síðustu vikurnar og ekki sér fyrir endan á. Vísir/Vilhelm Aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes segir verkefnin í Grindavík síðustu daga hafa reynt mikið á björgunarsveitafólk. Verkefnin séu ekki erfið líkamlega en reyni mikið á andlegu hliðina. Hann á von á að ástandið verði viðvarandi næstu mánuðina. Helstu verkefni björgunarsveitarinnar Suðurnes síðustu daga hafa snúist um að standa vaktina á lokunarpóstum við Grindavík, auk þess sem björgunarsveitarfólk hefur ferjað íbúa inn í bæinn til að vitja eigna sinna. Aðgerðarstjóri sveitarinnar, Haraldur Haraldsson, segir að heilt yfir hafi gengið vel en aðstæður séu mjög krefjandi. „Þetta er ekki mjög líkamlega erfitt verkefni en það reynir mjög á andlega fyrir björgunarsveitafólk. Við erum að fylgja fólki á jafnvel versta tíma lífs þess, inn á æskuheimili eða heimili sem það er að byggja upp. Mögulega er það að fara í síðasta skipti inn, ef allt fer á versta veg.“ Við auðvitað finnum á fólki að því líður ekki vel. Við tæklum þetta af virðingu við fólkið og reynum að styðja við það eins og við mögulega getum. Haraldur segir að vel hafi gengið að manna vaktir undanfarið. Hann á von á að um viðvarandi ástand sé að ræða sem geti komið til með að standa yfir mánuðum saman. Verkefni björgunarsveita felast meðal annars í því að manna lokunarpósta. Vísir/Vilhelm Er þitt fólk ekkert smeykt að vera inni á svæðinu? „Auðvitað. En við vitum að allar mögulegar mótvægisaðgerðir eru í gangi. Á meðan við vitum að það er verið að passa okkur, á meðan við pössum fólkið sem við erum að fylgja, þá líður okkur betur. Það er verið að gera þetta á eins öruggan hátt og hægt er. Við gerum allt til að standa við bakið á félögum okkar í Grindavík,“ segir Haraldur Haraldsson, aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes. Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Helstu verkefni björgunarsveitarinnar Suðurnes síðustu daga hafa snúist um að standa vaktina á lokunarpóstum við Grindavík, auk þess sem björgunarsveitarfólk hefur ferjað íbúa inn í bæinn til að vitja eigna sinna. Aðgerðarstjóri sveitarinnar, Haraldur Haraldsson, segir að heilt yfir hafi gengið vel en aðstæður séu mjög krefjandi. „Þetta er ekki mjög líkamlega erfitt verkefni en það reynir mjög á andlega fyrir björgunarsveitafólk. Við erum að fylgja fólki á jafnvel versta tíma lífs þess, inn á æskuheimili eða heimili sem það er að byggja upp. Mögulega er það að fara í síðasta skipti inn, ef allt fer á versta veg.“ Við auðvitað finnum á fólki að því líður ekki vel. Við tæklum þetta af virðingu við fólkið og reynum að styðja við það eins og við mögulega getum. Haraldur segir að vel hafi gengið að manna vaktir undanfarið. Hann á von á að um viðvarandi ástand sé að ræða sem geti komið til með að standa yfir mánuðum saman. Verkefni björgunarsveita felast meðal annars í því að manna lokunarpósta. Vísir/Vilhelm Er þitt fólk ekkert smeykt að vera inni á svæðinu? „Auðvitað. En við vitum að allar mögulegar mótvægisaðgerðir eru í gangi. Á meðan við vitum að það er verið að passa okkur, á meðan við pössum fólkið sem við erum að fylgja, þá líður okkur betur. Það er verið að gera þetta á eins öruggan hátt og hægt er. Við gerum allt til að standa við bakið á félögum okkar í Grindavík,“ segir Haraldur Haraldsson, aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes.
Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira