Ekki líkamlega erfið verkefni en reyna mjög á andlega Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 13:57 Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina í og við Grindavík síðustu vikurnar og ekki sér fyrir endan á. Vísir/Vilhelm Aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes segir verkefnin í Grindavík síðustu daga hafa reynt mikið á björgunarsveitafólk. Verkefnin séu ekki erfið líkamlega en reyni mikið á andlegu hliðina. Hann á von á að ástandið verði viðvarandi næstu mánuðina. Helstu verkefni björgunarsveitarinnar Suðurnes síðustu daga hafa snúist um að standa vaktina á lokunarpóstum við Grindavík, auk þess sem björgunarsveitarfólk hefur ferjað íbúa inn í bæinn til að vitja eigna sinna. Aðgerðarstjóri sveitarinnar, Haraldur Haraldsson, segir að heilt yfir hafi gengið vel en aðstæður séu mjög krefjandi. „Þetta er ekki mjög líkamlega erfitt verkefni en það reynir mjög á andlega fyrir björgunarsveitafólk. Við erum að fylgja fólki á jafnvel versta tíma lífs þess, inn á æskuheimili eða heimili sem það er að byggja upp. Mögulega er það að fara í síðasta skipti inn, ef allt fer á versta veg.“ Við auðvitað finnum á fólki að því líður ekki vel. Við tæklum þetta af virðingu við fólkið og reynum að styðja við það eins og við mögulega getum. Haraldur segir að vel hafi gengið að manna vaktir undanfarið. Hann á von á að um viðvarandi ástand sé að ræða sem geti komið til með að standa yfir mánuðum saman. Verkefni björgunarsveita felast meðal annars í því að manna lokunarpósta. Vísir/Vilhelm Er þitt fólk ekkert smeykt að vera inni á svæðinu? „Auðvitað. En við vitum að allar mögulegar mótvægisaðgerðir eru í gangi. Á meðan við vitum að það er verið að passa okkur, á meðan við pössum fólkið sem við erum að fylgja, þá líður okkur betur. Það er verið að gera þetta á eins öruggan hátt og hægt er. Við gerum allt til að standa við bakið á félögum okkar í Grindavík,“ segir Haraldur Haraldsson, aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes. Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Helstu verkefni björgunarsveitarinnar Suðurnes síðustu daga hafa snúist um að standa vaktina á lokunarpóstum við Grindavík, auk þess sem björgunarsveitarfólk hefur ferjað íbúa inn í bæinn til að vitja eigna sinna. Aðgerðarstjóri sveitarinnar, Haraldur Haraldsson, segir að heilt yfir hafi gengið vel en aðstæður séu mjög krefjandi. „Þetta er ekki mjög líkamlega erfitt verkefni en það reynir mjög á andlega fyrir björgunarsveitafólk. Við erum að fylgja fólki á jafnvel versta tíma lífs þess, inn á æskuheimili eða heimili sem það er að byggja upp. Mögulega er það að fara í síðasta skipti inn, ef allt fer á versta veg.“ Við auðvitað finnum á fólki að því líður ekki vel. Við tæklum þetta af virðingu við fólkið og reynum að styðja við það eins og við mögulega getum. Haraldur segir að vel hafi gengið að manna vaktir undanfarið. Hann á von á að um viðvarandi ástand sé að ræða sem geti komið til með að standa yfir mánuðum saman. Verkefni björgunarsveita felast meðal annars í því að manna lokunarpósta. Vísir/Vilhelm Er þitt fólk ekkert smeykt að vera inni á svæðinu? „Auðvitað. En við vitum að allar mögulegar mótvægisaðgerðir eru í gangi. Á meðan við vitum að það er verið að passa okkur, á meðan við pössum fólkið sem við erum að fylgja, þá líður okkur betur. Það er verið að gera þetta á eins öruggan hátt og hægt er. Við gerum allt til að standa við bakið á félögum okkar í Grindavík,“ segir Haraldur Haraldsson, aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes.
Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira