Formúlubrautin í Las Vegas ónýt og allt í tómu tjóni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 10:01 Hér eru menn að reyna að laga formúlubrautina í Las Vegas í nótt. Getty/Jakub Porzycki Fyrsta formúlukeppnin í Las Vegas í meira en fjóra áratugi byrjar ekki vel en það varð að hætta við æfingu í nótt. Keppnin fer fram í miðborg Las Vegas og meðal annars á hinni frægu Strip-götu fyrir framan öll stóru heimsfrægu spilavítin. Gerð brautarinnar kostaði sitt sem og það að koma með Formúlu 1 keppnina til Las Vegas. Issues have now been identified with multiple drains around the Las Vegas circuit. pic.twitter.com/14fmenExys— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Nýja formúlubrautin í Las Vegas virðist þó vera í tómu tjóni og stór galli á henni varð til þess að ekki var hægt að klára æfingu ökumanna í nótt. Á fyrstu æfingunni þá skemmdist bíll Carlos Sainz þegar undirlag bílsins skaddaðist á einu af holræsalokunum á brautinni. The moment Carlos Sainz hit a drain cover on the Las Vegas strip, causing FP1 to be cancelled pic.twitter.com/KIMbuZoteY— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Rauða flaggið fór á loft og svo var æfingunni aflýst. Í ljós kom að mörg holræsalokin á brautinni voru í ólagi og auðvitað er mikil slysahætta af slíku. Aðstoðarmenn Sainz fóru á fullt við að laga skemmdirnar á bíl hans en þetta mun örugglega kosta sitt. Forráðamenn kappakstursins verða nú að reyna að laga brautina fyrir framhaldið en keppnin í Las Vegas á að vera mikil sýning. Sjálfur kappaksturinn á að fara fram á laugardagskvöldi að staðartíma sem er klukkan sex á sunnudagsmorgun á íslenskum tíma. Official statement from #LasVegasGP#F1 pic.twitter.com/293QWYSxgC— F1 Las Vegas (@F1LasVegas) November 17, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Keppnin fer fram í miðborg Las Vegas og meðal annars á hinni frægu Strip-götu fyrir framan öll stóru heimsfrægu spilavítin. Gerð brautarinnar kostaði sitt sem og það að koma með Formúlu 1 keppnina til Las Vegas. Issues have now been identified with multiple drains around the Las Vegas circuit. pic.twitter.com/14fmenExys— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Nýja formúlubrautin í Las Vegas virðist þó vera í tómu tjóni og stór galli á henni varð til þess að ekki var hægt að klára æfingu ökumanna í nótt. Á fyrstu æfingunni þá skemmdist bíll Carlos Sainz þegar undirlag bílsins skaddaðist á einu af holræsalokunum á brautinni. The moment Carlos Sainz hit a drain cover on the Las Vegas strip, causing FP1 to be cancelled pic.twitter.com/KIMbuZoteY— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Rauða flaggið fór á loft og svo var æfingunni aflýst. Í ljós kom að mörg holræsalokin á brautinni voru í ólagi og auðvitað er mikil slysahætta af slíku. Aðstoðarmenn Sainz fóru á fullt við að laga skemmdirnar á bíl hans en þetta mun örugglega kosta sitt. Forráðamenn kappakstursins verða nú að reyna að laga brautina fyrir framhaldið en keppnin í Las Vegas á að vera mikil sýning. Sjálfur kappaksturinn á að fara fram á laugardagskvöldi að staðartíma sem er klukkan sex á sunnudagsmorgun á íslenskum tíma. Official statement from #LasVegasGP#F1 pic.twitter.com/293QWYSxgC— F1 Las Vegas (@F1LasVegas) November 17, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira