Heimsmeistarinn gagnrýnir Las Vegas kappaksturinn: „99 prósent sýning“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 16:30 Sergio Perez veifar þegar Red Bull ökumennirnir eru kynntir til leiks í Las Vegas en Max Verstappen virðist ekki mjög hrifinn. AP/Darron Cummings Max Verstappen er með 266 stiga forskot í keppni ökumanna um heimsmeistaratitilinn í formúlu eitt og er hann fyrir löngu búinn að tryggja sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Næstsíðasti kappakstur tímabilsins fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum um helgina en þetta er í fyrsta sinn í meira en fjóra áratugi sem keppt er í veðmálaborginni. Formúlan hefur eytt gríðarlegum fjármunum til að sjá til þess að draumur þeirra um formúlukeppni í Las Vegas verði að veruleika. Spilavítin og hótelin tóku líka vel í þetta enda er vona á miklu lífi í borginni þá daga sem keppnin stendur yfir. Max Verstappen delivers a candid take on the Las Vegas Grand Prix, labeling it as 99% show and 1% sporting event. #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/DBDwRfTtvt— FirstSportz F1 (@FirstsportzF1) November 16, 2023 Margir bíða spenntir eftir því að sjá þennan viðburð en heimsmeistarinn er ekki eins hrifinn. „Þetta er 99 prósent sýning og eitt prósent íþróttakeppni,“ sagði Max Verstappen en þetta verður fyrsta formúlukeppnin í Las Vegas í 41 ár. Hann var kynntur til leiks með mikilli viðhöfn. „Ég stóð bara þarna eins og einhver trúður,“ sagði Verstappen. Verstappen er ekki hrifinn af öllu fjarðafkokinu í kringum keppnina og gefur lítið fyrir að fá að keyra tvo kílómetra á Las Vegas strip götunni heimsfrægu. 99% show and 1% sporting event. It s just standing up there, [you] look like a clown. It's fair to say #F1 champion Max Verstappen isn't the biggest fan of the #LasVegasGP so far.More here https://t.co/IjU9h3mBkShttps://t.co/IjU9h3mBkS— The Race (@wearetherace) November 16, 2023 „Þetta er ekki mjög áhugaverð braut. Það eru ekki það margar beygjur ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Verstappen. Þrátt fyrir neikvæðni heimsmeistarans þá er von á mikilli sýningu. Formúlu aðdáendur fá eflaust mikið augnakonfekt frá bandarískum skipuleggjendum keppninnar enda verður engu til sparað. Ökumennirnir munu keyra fimmtíu hringi en hver hringur er 6,1 kílómetri á lengd. Keppnin fer fram klukkan tíu á laugardagskvöldi að staðartíma í Las Vegas eða klukkan sex að morgni sunnudagsins að íslenskum tíma. Keppnin og öll helgin verður sýnd beint á Vodafone Sport stöðinni. Sýnt verður frá æfingum klukkan 04.25 og 07.55 á morgun sem og klukkan 04.25 aðfaranótt laugardagsins. Tímatakan verður síðan klukkan 07.55 á laugardagmorgun og útsendingin frá keppninni sjálfri hefst klukkan 05.30 á sunnudagsmorgun. Akstursíþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Næstsíðasti kappakstur tímabilsins fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum um helgina en þetta er í fyrsta sinn í meira en fjóra áratugi sem keppt er í veðmálaborginni. Formúlan hefur eytt gríðarlegum fjármunum til að sjá til þess að draumur þeirra um formúlukeppni í Las Vegas verði að veruleika. Spilavítin og hótelin tóku líka vel í þetta enda er vona á miklu lífi í borginni þá daga sem keppnin stendur yfir. Max Verstappen delivers a candid take on the Las Vegas Grand Prix, labeling it as 99% show and 1% sporting event. #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/DBDwRfTtvt— FirstSportz F1 (@FirstsportzF1) November 16, 2023 Margir bíða spenntir eftir því að sjá þennan viðburð en heimsmeistarinn er ekki eins hrifinn. „Þetta er 99 prósent sýning og eitt prósent íþróttakeppni,“ sagði Max Verstappen en þetta verður fyrsta formúlukeppnin í Las Vegas í 41 ár. Hann var kynntur til leiks með mikilli viðhöfn. „Ég stóð bara þarna eins og einhver trúður,“ sagði Verstappen. Verstappen er ekki hrifinn af öllu fjarðafkokinu í kringum keppnina og gefur lítið fyrir að fá að keyra tvo kílómetra á Las Vegas strip götunni heimsfrægu. 99% show and 1% sporting event. It s just standing up there, [you] look like a clown. It's fair to say #F1 champion Max Verstappen isn't the biggest fan of the #LasVegasGP so far.More here https://t.co/IjU9h3mBkShttps://t.co/IjU9h3mBkS— The Race (@wearetherace) November 16, 2023 „Þetta er ekki mjög áhugaverð braut. Það eru ekki það margar beygjur ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Verstappen. Þrátt fyrir neikvæðni heimsmeistarans þá er von á mikilli sýningu. Formúlu aðdáendur fá eflaust mikið augnakonfekt frá bandarískum skipuleggjendum keppninnar enda verður engu til sparað. Ökumennirnir munu keyra fimmtíu hringi en hver hringur er 6,1 kílómetri á lengd. Keppnin fer fram klukkan tíu á laugardagskvöldi að staðartíma í Las Vegas eða klukkan sex að morgni sunnudagsins að íslenskum tíma. Keppnin og öll helgin verður sýnd beint á Vodafone Sport stöðinni. Sýnt verður frá æfingum klukkan 04.25 og 07.55 á morgun sem og klukkan 04.25 aðfaranótt laugardagsins. Tímatakan verður síðan klukkan 07.55 á laugardagmorgun og útsendingin frá keppninni sjálfri hefst klukkan 05.30 á sunnudagsmorgun.
Akstursíþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira