Stígur til hliðar sem formaður Landsbjargar Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2023 23:56 Otti Rafn Sigmarsson er nýr formaður Landsbjargar. Landsbjörg Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar sem formaður félagsins og úr stjórn þess. Upp úr ellefu í kvöld tilkynnti Otti Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í orðsendingu til félaga sinna í Landsbjörgu að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. janúar 2024. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, muni taka við skyldum formanns félagsins á meðan. Fundað verði á nýju ári um framhaldið. Otti er Grindvíkingur og hefur verið virkur félagi í björgunarsveitinni Þorbirni. Hann tók meðal annars þátt í aðgerðum björgunarsveitarinnar við rýmingu Grindavíkur á föstudag. Með tímabundinni afsögn sinni vilji Otti einbeita sér að fjölskyldu sinni en atburðir síðustu daga hafa vafalaust tekið á fyrir hann líkt og aðra Grindvíkinga. Otti við aðgerðastjórn á föstudag.Vísir/Vilhelm Orðsending Otta í heild: Kæru félagar, Atburðir síðustu daga hafa ekki farið framhjá neinum og sér ekki enn fyrir endan á atburðarrásinni sem nú er í gangi. Grindvíkingar eiga um sárt að binda og ég er einn af þeim. Ég leiddi hersveit frábæra félaga s.l. föstudag í rýmingu bæjarins við svakalegustu aðstæður sem ég hef kynnst. Að yfirgefa svo bæinn eftir rýmingu var gríðarlega erfitt og mikið áfall fyrir mig. Ég hef bæði í gær og í dag verið í Grindavík að aðstoða við ýmislegt og í því uni ég mér best. Slysavarnafélagið Landsbjörg er risastórt félag sem á hverjum tímapunkti þarf öfluga forystu til þess að keyra verkefnin áfram. Þræðir félagsins liggja víða og verkefnin eru fjölmörg. Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. Janúar á næsta ári en þá mun stjórn félagsins funda. Á þeim fundi mun ég ásamt stjórn félagsins taka ákvörðun um framhaldið. Á meðan mun Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, taka við skyldum formanns félagsins. Það er ekki sanngjarnt gagnvart félaginu, mér sjálfum eða fjölskyldu minni að starfa áfram við þessar aðstæður. Þó svo að þessari atburðarrás myndi ljúka í dag er ljóst að gríðarlegt tjón er í Grindavík og mikil endurreisnarvinna framundan. Með þessu get ég einbeitt mér að fjölskyldunni minni og þeim verkefnum sem blasa við okkur Grindvíkingum á næstu dögum. Stjórn félagsins er full mönnuð frábæru fólki og er ég ekki í nokkrum vafa um að þau leysi verkefnin í minni fjarveru. Það er nóg framundan í félaginu eins og alltaf, stutt í fulltrúaráðsfund og svo auðvitað flugeldasölu og því mikilvægt að forysta félagsins haldi fókus. Að lokum langar mig að þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar og allan stuðninginn frá því björgunarsveitarfólki sem ég hef hitt hér síðustu daga. Það er ómetanlegt fyrir mig og alla hina í Grindavík að finna þennan stuðning. Með von um bjarta framtíð Björgunarsveitir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Upp úr ellefu í kvöld tilkynnti Otti Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í orðsendingu til félaga sinna í Landsbjörgu að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. janúar 2024. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, muni taka við skyldum formanns félagsins á meðan. Fundað verði á nýju ári um framhaldið. Otti er Grindvíkingur og hefur verið virkur félagi í björgunarsveitinni Þorbirni. Hann tók meðal annars þátt í aðgerðum björgunarsveitarinnar við rýmingu Grindavíkur á föstudag. Með tímabundinni afsögn sinni vilji Otti einbeita sér að fjölskyldu sinni en atburðir síðustu daga hafa vafalaust tekið á fyrir hann líkt og aðra Grindvíkinga. Otti við aðgerðastjórn á föstudag.Vísir/Vilhelm Orðsending Otta í heild: Kæru félagar, Atburðir síðustu daga hafa ekki farið framhjá neinum og sér ekki enn fyrir endan á atburðarrásinni sem nú er í gangi. Grindvíkingar eiga um sárt að binda og ég er einn af þeim. Ég leiddi hersveit frábæra félaga s.l. föstudag í rýmingu bæjarins við svakalegustu aðstæður sem ég hef kynnst. Að yfirgefa svo bæinn eftir rýmingu var gríðarlega erfitt og mikið áfall fyrir mig. Ég hef bæði í gær og í dag verið í Grindavík að aðstoða við ýmislegt og í því uni ég mér best. Slysavarnafélagið Landsbjörg er risastórt félag sem á hverjum tímapunkti þarf öfluga forystu til þess að keyra verkefnin áfram. Þræðir félagsins liggja víða og verkefnin eru fjölmörg. Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. Janúar á næsta ári en þá mun stjórn félagsins funda. Á þeim fundi mun ég ásamt stjórn félagsins taka ákvörðun um framhaldið. Á meðan mun Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, taka við skyldum formanns félagsins. Það er ekki sanngjarnt gagnvart félaginu, mér sjálfum eða fjölskyldu minni að starfa áfram við þessar aðstæður. Þó svo að þessari atburðarrás myndi ljúka í dag er ljóst að gríðarlegt tjón er í Grindavík og mikil endurreisnarvinna framundan. Með þessu get ég einbeitt mér að fjölskyldunni minni og þeim verkefnum sem blasa við okkur Grindvíkingum á næstu dögum. Stjórn félagsins er full mönnuð frábæru fólki og er ég ekki í nokkrum vafa um að þau leysi verkefnin í minni fjarveru. Það er nóg framundan í félaginu eins og alltaf, stutt í fulltrúaráðsfund og svo auðvitað flugeldasölu og því mikilvægt að forysta félagsins haldi fókus. Að lokum langar mig að þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar og allan stuðninginn frá því björgunarsveitarfólki sem ég hef hitt hér síðustu daga. Það er ómetanlegt fyrir mig og alla hina í Grindavík að finna þennan stuðning. Með von um bjarta framtíð
Björgunarsveitir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira