Fótbolti

Bindur vonir við að Aron fari að spila reglu­lega á nýju ári

Aron Guðmundsson skrifar
Aron Einar á æfingum með íslenska landsliðinu í vikunni
Aron Einar á æfingum með íslenska landsliðinu í vikunni Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. Þar tjáði hans sig meðal annars um stöðuna á landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.

Aron Einar er í landsliðshópnum en hann hefur lítið spilað undanfarna mánuði hjá félagsliði sínu Al-Arabi vegna meiðsla en staða hans núna er góð.

„Ég talaði við Aron í síðustu viku. Hann var á leið til sjúkraþjálfara í Kaupmannahöfn og verður þar um helgina. Hann hefur verið að æfa reglulega með sínu liði. Hann hefur þó ekki verið að spila en svo lengi sem hann sé leikhæfur þá er það gott fyrir okkur.“

Aron Einar gefi íslenska landsliðinu mikið með nærveru sinni. 

„Hann hefur mikil áhrif á leikmenn. Sér í lagi yngri leikmennina. Það er gott fyrir landsliðshópinn að hafa hann með okkur. Það er mjög jákvætt að hann sé kominn aftur á skrið.“

Það gæti dregið til tíðinda á næstu mánuðum hjá leikmanninum.

„Hann gæti farið að spila reglulega í janúar og þá kannski fyrir annað lið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×