Sameining framhaldsskóla sett á ís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2023 15:41 Frá mótmælum nemenda MA á Akureyri í september. Þeim leyst ekkert á sameiningaráformin. Skólafélag MA Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra hefur sett sameiningaráform framhaldsskóla á ís. Hann fagnar samstöðu sem hafi orðið til um að finna aðrar leiðir til eflingar framhaldsskóla en að sameina. Þetta kom fram í máli ráðherra í sérstakri umræðu um sameiningu framhaldsskóla á Alþingi í dag. Tilkynnt var um áform um sameiningu framhaldsskóla í byrjun september. Ráðherra fundaði meðal annars með skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri sem voru báðir jákvæðir fyrir sameiningu. Það voru hins vegar ekki nemendur við MA. Um miðjan september afhenti forseti Hugins, nemendafélags MA, ráðherra undirskriftarlista með á fimmta þúsund undirskriftum þar sem áformunum var mótmælt. Forsvarsmenn helstu fyrirtækja á Akureyri mótmæli og þingmenn létu í sér heyra. Gagnrýnisraddir heyrðust líka varðandi viðræður um sameiningu Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund auk Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis. „Þegar þetta samtal fór af stað þá ýttum við þessum áformum til hliðar að sinni á meðan við erum að útfæra nýja tímalínu,“ sagði Ásmundur Einar á Alþingi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður VG kallaði eftir umræðunni. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hrópaði ferfalt húrra fyrir því að ráðherrann léti af „þessari ófremdarframgöngu sinni í áttina að sameiningu skólanna.“ Ásmundur sagðist aldrei hafa verið hvatamaður um sameiningu skóla aðeins til að sameina skóla. Fjölmargar áskoranir væru í menntakerfinu sem kallaði á breytingar til að styrkja rekstrargrundvöll framhaldsskólanna. Þeirra á meðal mikill kostnaður sem fylgdi því að koma nemendum af erlendum uppruna í gegnum kerfið, fólki í iðnnámi og fólki með fötlun. Hann sagðist fagna þeirri pólitísku samstöðu sem hefði komið í ljós í umræðunni að finna aðrar lausnir en sameiningu. Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akureyri Skóla - og menntamál Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Tengdar fréttir Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli ráðherra í sérstakri umræðu um sameiningu framhaldsskóla á Alþingi í dag. Tilkynnt var um áform um sameiningu framhaldsskóla í byrjun september. Ráðherra fundaði meðal annars með skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri sem voru báðir jákvæðir fyrir sameiningu. Það voru hins vegar ekki nemendur við MA. Um miðjan september afhenti forseti Hugins, nemendafélags MA, ráðherra undirskriftarlista með á fimmta þúsund undirskriftum þar sem áformunum var mótmælt. Forsvarsmenn helstu fyrirtækja á Akureyri mótmæli og þingmenn létu í sér heyra. Gagnrýnisraddir heyrðust líka varðandi viðræður um sameiningu Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund auk Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis. „Þegar þetta samtal fór af stað þá ýttum við þessum áformum til hliðar að sinni á meðan við erum að útfæra nýja tímalínu,“ sagði Ásmundur Einar á Alþingi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður VG kallaði eftir umræðunni. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hrópaði ferfalt húrra fyrir því að ráðherrann léti af „þessari ófremdarframgöngu sinni í áttina að sameiningu skólanna.“ Ásmundur sagðist aldrei hafa verið hvatamaður um sameiningu skóla aðeins til að sameina skóla. Fjölmargar áskoranir væru í menntakerfinu sem kallaði á breytingar til að styrkja rekstrargrundvöll framhaldsskólanna. Þeirra á meðal mikill kostnaður sem fylgdi því að koma nemendum af erlendum uppruna í gegnum kerfið, fólki í iðnnámi og fólki með fötlun. Hann sagðist fagna þeirri pólitísku samstöðu sem hefði komið í ljós í umræðunni að finna aðrar lausnir en sameiningu.
Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akureyri Skóla - og menntamál Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Tengdar fréttir Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44
Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01