Segir yfirlýsingu Arsenal hættulega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2023 09:31 Anthony Gordon skorar sigurmark Newcastle United gegn Arsenal. Það var umdeilt í meira lagi. getty/Stu Forster Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og fótboltasérfræðingur Sky Sports, telur að yfirlýsing Arsenal vegna dómgæslu sé hættuleg. Eftir 1-0 tapið fyrir Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn gagnrýndi Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, dómgæsluna harðlega. Mark Newcastle var dæmt gilt eftir að hafa verið margskoðað á myndbandi. Arsenal tók svo undir gagnrýni hans í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér daginn eftir. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. „Enska úrvalsdeildin er sú fremsta í heiminum, með bestu leikmennina, þjálfarana og stuðningsmenninna, sem allir eiga skilið betur. Dómarasamtökin þurfa nauðsynlega að bæta úr dómgæslu og grípa til aðgerða svo forðast megi endalausar eftir á skýringar og afsökunarbeiðnir.“ Liverpool sendi frá sér svipaða yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum eftir leik gegn Tottenham. Neville telur yfirlýsingar sem þessar skaðlegar. „Mér fannst yfirlýsing Liverpool nokkuð hættuleg sem og yfirlýsing Arsenal,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. Hann segir að enska úrvalsdeildin verði að vernda dómara. „Félög verða að hegða sér betur í þessum aðstæðum og ég horfi á ensku úrvalsdeildina, sérstaklega forystu hennar, því við verðum að byrja að vernda dómara. Til að byrja með var ég mjög spenntur fyrir auknu gagnsæi og því að dómarar útskýrðu ákvarðanir sínar.“ Neville segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með Arsenal í þessu máli. „Arsenal er félag með mikla sögu og ætti að hegða sér betur. Þeir eiga eftir að sjá eftir þessari yfirlýsingu eftir nokkur ár,“ sagði Neville. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember Sjá meira
Eftir 1-0 tapið fyrir Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn gagnrýndi Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, dómgæsluna harðlega. Mark Newcastle var dæmt gilt eftir að hafa verið margskoðað á myndbandi. Arsenal tók svo undir gagnrýni hans í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér daginn eftir. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. „Enska úrvalsdeildin er sú fremsta í heiminum, með bestu leikmennina, þjálfarana og stuðningsmenninna, sem allir eiga skilið betur. Dómarasamtökin þurfa nauðsynlega að bæta úr dómgæslu og grípa til aðgerða svo forðast megi endalausar eftir á skýringar og afsökunarbeiðnir.“ Liverpool sendi frá sér svipaða yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum eftir leik gegn Tottenham. Neville telur yfirlýsingar sem þessar skaðlegar. „Mér fannst yfirlýsing Liverpool nokkuð hættuleg sem og yfirlýsing Arsenal,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. Hann segir að enska úrvalsdeildin verði að vernda dómara. „Félög verða að hegða sér betur í þessum aðstæðum og ég horfi á ensku úrvalsdeildina, sérstaklega forystu hennar, því við verðum að byrja að vernda dómara. Til að byrja með var ég mjög spenntur fyrir auknu gagnsæi og því að dómarar útskýrðu ákvarðanir sínar.“ Neville segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með Arsenal í þessu máli. „Arsenal er félag með mikla sögu og ætti að hegða sér betur. Þeir eiga eftir að sjá eftir þessari yfirlýsingu eftir nokkur ár,“ sagði Neville. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember Sjá meira