Niðurlægjandi og meiðandi verknaður ekki bara líkamsárás heldur nauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 4. nóvember 2023 15:22 Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi mannsins væri ekki einungis líkamsárás heldur líka kynferðisbrot. Vísir/Hanna Maður sem hafði verið dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að stinga fingri sínum í endaþarm annars manns hlaut þyngri dóm Í Landsrétti. Ástæðan er sú að Landsréttur telur brot mannsins ekki bara vera líkamsárás, heldur líka nauðgun. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í mars árið 2020. Í dómi héraðsdóms er atburðarás málsins reifuð. Mennirnir hafi verið saman á veitingastað, og síðan fært sig yfir á heimili sakborningsins, nánar tiltekið í herbergi eða bílskúr. Brotaþoli heldur því fram að þar hafi maðurinn haldið á flugeldum og verið ógnandi. Þar af leiðandi hafi hann ætlað að forða sér, en maðurinn veitt sér eftirför og skotið að honum flugeldum. Maðurinn var síðan ákærður og dæmdur fyrir að elta manninn, ýta honum til jarðar, halda honum niðri og setja fingur í endaþarm hans. Í dómi Landsréttar segir að vafalaust sé að háttsemin sem málið varðar hafi verið niðurlægjandi og meiðandi. „Ekki er skilyrði svo [verknaðurinn] geti talist nauðgun […] að hvatir ákærða hafi verið af kynferðislegum toga. Nægjanlegt er að um hafi verið að ræða athafnir sem almennt séu til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægju,“ segir í dómnum. Þá segir að slá megi því föstu að háttsemi mannsins fallist undir umrædda lýsingu. Maðurinn hlýtur átján mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm, en í héraði var refsingin þrír skilorðsbundnir mánuðir. Jafnframt þarf hann að greiða brotaþola 1,5 milljónir í miskabætur, 1,8 milljónir í áfrýjunarkostnað, og 2,2 milljónir í sakarkostnað í héraði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað í mars árið 2020. Í dómi héraðsdóms er atburðarás málsins reifuð. Mennirnir hafi verið saman á veitingastað, og síðan fært sig yfir á heimili sakborningsins, nánar tiltekið í herbergi eða bílskúr. Brotaþoli heldur því fram að þar hafi maðurinn haldið á flugeldum og verið ógnandi. Þar af leiðandi hafi hann ætlað að forða sér, en maðurinn veitt sér eftirför og skotið að honum flugeldum. Maðurinn var síðan ákærður og dæmdur fyrir að elta manninn, ýta honum til jarðar, halda honum niðri og setja fingur í endaþarm hans. Í dómi Landsréttar segir að vafalaust sé að háttsemin sem málið varðar hafi verið niðurlægjandi og meiðandi. „Ekki er skilyrði svo [verknaðurinn] geti talist nauðgun […] að hvatir ákærða hafi verið af kynferðislegum toga. Nægjanlegt er að um hafi verið að ræða athafnir sem almennt séu til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægju,“ segir í dómnum. Þá segir að slá megi því föstu að háttsemi mannsins fallist undir umrædda lýsingu. Maðurinn hlýtur átján mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm, en í héraði var refsingin þrír skilorðsbundnir mánuðir. Jafnframt þarf hann að greiða brotaþola 1,5 milljónir í miskabætur, 1,8 milljónir í áfrýjunarkostnað, og 2,2 milljónir í sakarkostnað í héraði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira