Fótbolti

Yaya Toure ráðinn aðstoðarþjálfari Sádí-Arabíu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Yaya Toure.
Yaya Toure. Nordic Photos / AFP

Yaya Toure hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari sádí-arabíska landsliðsins í knattspyrnu. Hann mun þar starfa með Roberto Mancini, sem þjálfari Toure hjá Manchester City og tók við landsliðinu í sumar.

Yaya Toure hóf þjálfaraferilinn tveimur árum eftir að hann lagði skóna á hilluna árið 2019. Hann yfirgefur starf sitt sem aðstoðarþjálfari Standard Liege í Belgíu til að taka við sádí-arabíska starfinu. Fyrir það hafði hann starfað hjá úkraínska félaginu Olimpik Donetsk, rússneska félaginu Akhmat Grozny og unglingaliði enska félagsins Tottenham Hotspur.

Yaya Toure verður Roberto Mancini til aðstoðar, en hann sagði starfi sínu lausu sem þjálfari ítalska landsliðsins til að taka við Sádí-Arabíu. Mancini þjálfaði Manchester City árin 2009–13, Toure lék með félaginu frá 2010. Saman unnu þeir ensku úrvalsdeildina, FA bikarinn og Samfélagsskjöldinn.

Sem leikmaður spilaði Yaya Toure 101 landsleik fyrir Fílabeinsströndina og hjálpaði liðinu að vinna Afríkukeppnina 2015. Hann hóf ferilinn í Belgíu, spilaði svo í Úkraínu, Grikklandi og Frakklandi áður en hann færði sig til Barcelona á Spáni. Þar spilaði við hann góðan árangur í þrjú ár, fluttist svo aftur um set til Manchester City og var þar í átta ár áður en hann endaði ferilinn í Kína. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×