Davíð loksins á Bessastaði eftir langa bið Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2023 11:53 Davíð fór ásamt fríðu föruneyti til fundar við forseta Íslands og eftir því sem Vísir kemst næst fór ágætlega á með þeim Guðna við þetta tækifæri sem var að fagna því að Morgunblaðið er nú 110 ára gamalt. forseti íslands Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fór ásamt fríðu föruneyti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Tilefnið var 110 ára afmæli Morgunblaðsins. En með Davíð voru þeir Haraldur Johannessen, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri, Sigurbjörn Magnússon, formaður útgáfustjórnar, og Magnús Kristjánsson auglýsingastjóri. Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu forsetans var rætt vítt og breytt staða fjölmiðla að fornu og nýju í íslensku samfélagi og framtíðarhorfur í þeim efnum. „Einnig var rætt um ýmsa þætti í íslenskri stjórnskipun og atvik í sögu forsetaembættisins.“ Davíð hefur í gegnum tíðina eldað grátt silfur við forseta Íslands. Honum til hrellingar var Ólafur Ragnar Grímsson, hans helsti pólitíski andstæðingur á þingi þegar hann var forsætisráðherra, kosinn forseti 1996 en skömmu áður hafði Ólafur Ragnar látið fleyg orð falla um Davíð á þingi: „Ég hélt satt að segja ekki og vona, að mér fyrirgefist, að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inní hæstvirtum forsætisráðherra.“ Ólafur Ragnar Grímsson háði marga hildi við Davíð.Stöð 2/Arnar Ólafur Ragnar lét ekki þar við sitja heldur virkjaði 26. grein stjórnarskrárinnar, staf sem margir töldu dauðan og neitaði að samþykkja umdeild fjölmiðlalög Davíðs 2004. Afskiptum Davíðs af forsetaembættinu var ekki lokið því árið 2016 bauð hann sig sjálfan fram til forsetaembættisins. Í sjónvarpskappræðum ákvað Davíð að sókn væri besta vörnin og veittist harkalega að Guðna og vildi fátt annað ræða en Icesave-samninginn. Að Guðni hafi verið hlynntur því að „greiða upp skuldir óreiðumanna,“ sem var frasi sem Davíð kom á flot í Icesavedeilunni og virkaði vel. „Hefur þú enga sómakennd?,“ spurði Guðni á móti. „Ég hef ekki talað um kollvörpun stjórnarskrárinnar. Ég hef talað um endurbætur. Leyfum fólkinu að ráða. Forseti hefur ekki neitt með þetta að segja.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Davíð fer á Bessastaði eftir að þessi köpuryrði flugu en engum sögum fer af því að þeir Guðni hafi tekið upp Icesave-þráðinn. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Tilefnið var 110 ára afmæli Morgunblaðsins. En með Davíð voru þeir Haraldur Johannessen, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri, Sigurbjörn Magnússon, formaður útgáfustjórnar, og Magnús Kristjánsson auglýsingastjóri. Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu forsetans var rætt vítt og breytt staða fjölmiðla að fornu og nýju í íslensku samfélagi og framtíðarhorfur í þeim efnum. „Einnig var rætt um ýmsa þætti í íslenskri stjórnskipun og atvik í sögu forsetaembættisins.“ Davíð hefur í gegnum tíðina eldað grátt silfur við forseta Íslands. Honum til hrellingar var Ólafur Ragnar Grímsson, hans helsti pólitíski andstæðingur á þingi þegar hann var forsætisráðherra, kosinn forseti 1996 en skömmu áður hafði Ólafur Ragnar látið fleyg orð falla um Davíð á þingi: „Ég hélt satt að segja ekki og vona, að mér fyrirgefist, að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inní hæstvirtum forsætisráðherra.“ Ólafur Ragnar Grímsson háði marga hildi við Davíð.Stöð 2/Arnar Ólafur Ragnar lét ekki þar við sitja heldur virkjaði 26. grein stjórnarskrárinnar, staf sem margir töldu dauðan og neitaði að samþykkja umdeild fjölmiðlalög Davíðs 2004. Afskiptum Davíðs af forsetaembættinu var ekki lokið því árið 2016 bauð hann sig sjálfan fram til forsetaembættisins. Í sjónvarpskappræðum ákvað Davíð að sókn væri besta vörnin og veittist harkalega að Guðna og vildi fátt annað ræða en Icesave-samninginn. Að Guðni hafi verið hlynntur því að „greiða upp skuldir óreiðumanna,“ sem var frasi sem Davíð kom á flot í Icesavedeilunni og virkaði vel. „Hefur þú enga sómakennd?,“ spurði Guðni á móti. „Ég hef ekki talað um kollvörpun stjórnarskrárinnar. Ég hef talað um endurbætur. Leyfum fólkinu að ráða. Forseti hefur ekki neitt með þetta að segja.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Davíð fer á Bessastaði eftir að þessi köpuryrði flugu en engum sögum fer af því að þeir Guðni hafi tekið upp Icesave-þráðinn.
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira