Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2023 11:43 Vígamenn Hezbollah á æfingu í suðurhluta Líbanon í vor. Óttast er að leiðtogar samtakanna muni opna nýja víglínu á landamærum Ísrael og Líbanon, þar sem reglulega hefur komið til skammvinnra átaka síðustu vikur. AP/Hassan Ammar Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. Reglulega hefur komið til átaka á landamærum Ísrael og Líbanon undanfarnar vikur en þau átök hafa ekki verið umfangsmikil. Eldflaugum hefur verið skotið úr norðri og Ísraelar hafa svarað með eigin eldflaugum, loftárásum og stórskotaliði. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er um að ræða SA-22 loftvarnarkerfi, sem einnig er kallað Pantsir. CNN segir að talið sé að loftvarnarkerfið hafi upprunalega verið ætlað Assad en hann hafi samþykkt að málaliðar Wagner komi því í hendur vígamanna Hezbolla. Eftir að Jevgení Prígósjín, eigandi Wagner Group, dó í sumar, er varnarmálaráðuneyti Rússlands sagt hafa tekið yfir stjórn málaliðahópsins. Hættir að segja Rússum frá loftárásum Bæði málaliðar Wagner og vígamenn Hezbollah hafa starfað í Sýrlandi um árabil, þar sem þeir hafa barist með stjórnarher Sýrlands. Hezbollah nýtur stuðnings Írans, eins og Hamas-samtökin, og Ísraelar hafa gert reglulegar loftárásir á vopnasendingar Írana til Hezbollah í Sýrlandi á undanförnum árum. Í frétt Bloomberg frá því í morgun segir að þessum loftárásum hafi farið fjölgandi og að Ísraelar séu hættir að láta Rússa, sem hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi, vita af árásunum. Nokkur ár eru síðan Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Benjamín Netanjahú, þáverandi og núverandi forsætisráðherra Ísrael, að Hezbollah yrði ekki leyft að ná fótfestu í suðvesturhluta Sýrlands, við landamæri Ísrael. Ísraelar hafa látið Rússa vita af loftárásum sínum í Sýrlandi en það hefur ekki verið gert undanfarnar vikur. Samband ríkjanna hefur beðið nokkra hnekki sem meðal annars má rekja til nánara sambands Rússlands og Írans, eftir innrás Rússa í Úkraínu. Rússar tóku einnig nýverið á móti sendinefnd frá Hamas-samtökunum í Moskvu. „Rússar eru í raunar að styðja óvini okkar,“ sagði Amos Yadlin, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu ísraelska hersins, við Bloomberg. Leiðtogi Hezbollah heldur ræðu Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, er sagður ætla að haldaræðu í Líbanon í dag en það verður í fyrsta sinn frá því stríðið milli Ísraela og Hamas hófst. Ræðunnar er beðið með eftirvæntingu og verður hún greind í þaula, varðandi það hvort hún innihaldi vísbendingar um ætlanir samtakanna. Hezbollah-samtökin eru talin mjög öflug og eru mjög áhrifamikil í Líbanon. Þúsundir vígamanna tilheyra samtökunum en þeir eru taldir mjög reynslumiklir af átökum í Sýrlandi og í Írak. Þá eru samtökin sögð eiga gífurlegt magn eldflauga sem þau gætu skotið að Ísrael. Rússland Líbanon Sýrland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. 3. nóvember 2023 07:09 Íran hótar að grípa til aðgerða Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun. 30. október 2023 08:28 „Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Reglulega hefur komið til átaka á landamærum Ísrael og Líbanon undanfarnar vikur en þau átök hafa ekki verið umfangsmikil. Eldflaugum hefur verið skotið úr norðri og Ísraelar hafa svarað með eigin eldflaugum, loftárásum og stórskotaliði. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er um að ræða SA-22 loftvarnarkerfi, sem einnig er kallað Pantsir. CNN segir að talið sé að loftvarnarkerfið hafi upprunalega verið ætlað Assad en hann hafi samþykkt að málaliðar Wagner komi því í hendur vígamanna Hezbolla. Eftir að Jevgení Prígósjín, eigandi Wagner Group, dó í sumar, er varnarmálaráðuneyti Rússlands sagt hafa tekið yfir stjórn málaliðahópsins. Hættir að segja Rússum frá loftárásum Bæði málaliðar Wagner og vígamenn Hezbollah hafa starfað í Sýrlandi um árabil, þar sem þeir hafa barist með stjórnarher Sýrlands. Hezbollah nýtur stuðnings Írans, eins og Hamas-samtökin, og Ísraelar hafa gert reglulegar loftárásir á vopnasendingar Írana til Hezbollah í Sýrlandi á undanförnum árum. Í frétt Bloomberg frá því í morgun segir að þessum loftárásum hafi farið fjölgandi og að Ísraelar séu hættir að láta Rússa, sem hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi, vita af árásunum. Nokkur ár eru síðan Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Benjamín Netanjahú, þáverandi og núverandi forsætisráðherra Ísrael, að Hezbollah yrði ekki leyft að ná fótfestu í suðvesturhluta Sýrlands, við landamæri Ísrael. Ísraelar hafa látið Rússa vita af loftárásum sínum í Sýrlandi en það hefur ekki verið gert undanfarnar vikur. Samband ríkjanna hefur beðið nokkra hnekki sem meðal annars má rekja til nánara sambands Rússlands og Írans, eftir innrás Rússa í Úkraínu. Rússar tóku einnig nýverið á móti sendinefnd frá Hamas-samtökunum í Moskvu. „Rússar eru í raunar að styðja óvini okkar,“ sagði Amos Yadlin, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu ísraelska hersins, við Bloomberg. Leiðtogi Hezbollah heldur ræðu Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, er sagður ætla að haldaræðu í Líbanon í dag en það verður í fyrsta sinn frá því stríðið milli Ísraela og Hamas hófst. Ræðunnar er beðið með eftirvæntingu og verður hún greind í þaula, varðandi það hvort hún innihaldi vísbendingar um ætlanir samtakanna. Hezbollah-samtökin eru talin mjög öflug og eru mjög áhrifamikil í Líbanon. Þúsundir vígamanna tilheyra samtökunum en þeir eru taldir mjög reynslumiklir af átökum í Sýrlandi og í Írak. Þá eru samtökin sögð eiga gífurlegt magn eldflauga sem þau gætu skotið að Ísrael.
Rússland Líbanon Sýrland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. 3. nóvember 2023 07:09 Íran hótar að grípa til aðgerða Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun. 30. október 2023 08:28 „Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. 3. nóvember 2023 07:09
Íran hótar að grípa til aðgerða Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun. 30. október 2023 08:28
„Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2. nóvember 2023 15:54
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent