Ný gullskynslóð Færeyinga á fjölum Laugardalshallarinnar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 12:01 Hinn 21 árs gamli Elias Ellefsen a Skipagotu er stærsta stjarna færeyska landsliðsins en hann spilar með Kiel í Þýskalandi. Getty/Frank Molter Ísland mætir Færeyjum í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni í kvöld en bæði lið eru að undirbúa sig fyrir EM í handbolta í Þýskalandi í janúar. Íslenska landsliðið er þar að fara á sitt þrettánda Evrópumót í röð en þetta verður aftur á móti í fyrsta sinn sem færeyska landsliðið kemst á stórmót. Það má því segja að í kvöld sé tækifæri til að sjá nýja gullskynslóð Færeyinga spila hér á landi. Ísland vann tvo stórsigra á Færeyjum þegar þjóðirnar mættust síðast á handboltavellinum í maí 2005. Fyrri leikurinn vannst með 21 marki en sá síðari með 9 mörkum. Færeyingar tefla fram allt öðru og betra liði í dag. Í aðalhlutverkum eru ungir leikmenn sem hafa verið að gera flotta hluti á stórmótum yngri landsliða síðustu ár. Komnir í þýsk stórlið Með frammistöðu sinni hafa þessir strákar einnig komist að hjá sterkum félagsliðum í Evrópu. Elias Ellefsen á Skipagøtu er þannig leikmaður THW Kiel í Þýskalandi og Hákun West av Teigum spilar með Füchse Berlin. Þá er Óli Mittún hjá Sävehof í Svíþjóð en þar spilaði Elias áður. Einn leikmaður færeyska liðsins spilar á Íslandi en það er hornamaðurinn Allan Norðberg hjá Val. Nicholas Satchwell, fyrrum markvörður KA, og Vilhelm Poulsen, fyrrum leikmaður Fram eru líka báðir í hópnum. Ungu stjörnuleikmenn liðsins eru leikstjórnandinn Elias á Skipagötu (21 árs), hægri hornamaðurinn Hákun av Teigum (21 árs) og vinstri skyttan Óli Mittún (18 ára) sem allir hafa slegið í gegn á stórmótum yngri landsliða. Elias á Skipagötu var valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar 2021-22 og var bæði markahæstur (55 mörk) og besti leikstjórnandi á HM 21 árs landsliða í sumar þar sem færeyska liðið endaði í sjöunda sæti. Hann er þegar kominn til þýska stórliðsins Kiel. Markakóngur á bæði HM U19 og EM U18 Óli Mittún var kosinn besti leikmaðurinn á EM undir átján ára í fyrra og var bæði markahæstur á HM U19 í ár og EM U18 í fyrra. Hann skoraði 87 mörk á HM 2023 þar sem Færeyingar urðu í áttunda sæti og skoraði 80 mörk á EM 2022 þar sem færeyska liðið varð í níunda sæti. Færeyingar komust á EM sem eitt af liðunum með bestan árangur í þriðja sæti í sínum riðli. Markahæsti leikmaður liðsins í undankeppninni var Hákun av Teigum með 39 mörk í sex leikjum en Óli Mittún skoraði 26 mörk í sex leikjum og Elias á Skipagötu var með 25 mörk en lék aðeins fjóra af sex leikjum. Spila í Berlín Í úrslitakeppninni spilar liðið í riðli með Noregi, Slóveníu og Póllandi og verður hann spilaður í Mercedes-Benz Arena höllinni í Berlín. Fyrsti leikur liðsins er á móti Slóveníu 11. janúar sem verður sögulegur dagur fyrir færeyskar íþróttir. Leikur Íslands og Færeyja hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Landsliðshópur Færeyja í Íslandsferðinni: Markverðir: Nicholas Satchwell, TIF Viking Bergen (NOR) Pauli Jacobsen, HØJ (DEN) Útileikmenn: Ísak Vedelsbøl, H71 Teis Horn Rasmussen, Århus HC (DEN) Helgi Hildarson Hoydal, Kristiansand (NOR) Pætur Mikkjalsson, Hallby (SWE) Leivur Mortensen, Frederiksberg IF (DEN) Rói Berg Hansen, HØJ (DEN) Hákun West av Teigum, Füchse Berlin (GER) Allan Norðberg, Valur (ISL) Peter Krogh, Århus HC (DEN) Kjartan Johansen, Bækkelaget (NOR) Vilhelm Poulsen, Lemvig-Thyborøn (DEN) Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel (GER) Óli Mittún, IK Sävehof (SWE) Rói Ellefsen á Skipagøtu, Hallby (SWE) Jónas Gunnarson Djurhuus, Frederiksberg IF (DEN) Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne (DEN) Bjarni í Selvindi, Kristiansand (NOR) Færeyjar Handbolti EM 2024 í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Íslenska landsliðið er þar að fara á sitt þrettánda Evrópumót í röð en þetta verður aftur á móti í fyrsta sinn sem færeyska landsliðið kemst á stórmót. Það má því segja að í kvöld sé tækifæri til að sjá nýja gullskynslóð Færeyinga spila hér á landi. Ísland vann tvo stórsigra á Færeyjum þegar þjóðirnar mættust síðast á handboltavellinum í maí 2005. Fyrri leikurinn vannst með 21 marki en sá síðari með 9 mörkum. Færeyingar tefla fram allt öðru og betra liði í dag. Í aðalhlutverkum eru ungir leikmenn sem hafa verið að gera flotta hluti á stórmótum yngri landsliða síðustu ár. Komnir í þýsk stórlið Með frammistöðu sinni hafa þessir strákar einnig komist að hjá sterkum félagsliðum í Evrópu. Elias Ellefsen á Skipagøtu er þannig leikmaður THW Kiel í Þýskalandi og Hákun West av Teigum spilar með Füchse Berlin. Þá er Óli Mittún hjá Sävehof í Svíþjóð en þar spilaði Elias áður. Einn leikmaður færeyska liðsins spilar á Íslandi en það er hornamaðurinn Allan Norðberg hjá Val. Nicholas Satchwell, fyrrum markvörður KA, og Vilhelm Poulsen, fyrrum leikmaður Fram eru líka báðir í hópnum. Ungu stjörnuleikmenn liðsins eru leikstjórnandinn Elias á Skipagötu (21 árs), hægri hornamaðurinn Hákun av Teigum (21 árs) og vinstri skyttan Óli Mittún (18 ára) sem allir hafa slegið í gegn á stórmótum yngri landsliða. Elias á Skipagötu var valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar 2021-22 og var bæði markahæstur (55 mörk) og besti leikstjórnandi á HM 21 árs landsliða í sumar þar sem færeyska liðið endaði í sjöunda sæti. Hann er þegar kominn til þýska stórliðsins Kiel. Markakóngur á bæði HM U19 og EM U18 Óli Mittún var kosinn besti leikmaðurinn á EM undir átján ára í fyrra og var bæði markahæstur á HM U19 í ár og EM U18 í fyrra. Hann skoraði 87 mörk á HM 2023 þar sem Færeyingar urðu í áttunda sæti og skoraði 80 mörk á EM 2022 þar sem færeyska liðið varð í níunda sæti. Færeyingar komust á EM sem eitt af liðunum með bestan árangur í þriðja sæti í sínum riðli. Markahæsti leikmaður liðsins í undankeppninni var Hákun av Teigum með 39 mörk í sex leikjum en Óli Mittún skoraði 26 mörk í sex leikjum og Elias á Skipagötu var með 25 mörk en lék aðeins fjóra af sex leikjum. Spila í Berlín Í úrslitakeppninni spilar liðið í riðli með Noregi, Slóveníu og Póllandi og verður hann spilaður í Mercedes-Benz Arena höllinni í Berlín. Fyrsti leikur liðsins er á móti Slóveníu 11. janúar sem verður sögulegur dagur fyrir færeyskar íþróttir. Leikur Íslands og Færeyja hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Landsliðshópur Færeyja í Íslandsferðinni: Markverðir: Nicholas Satchwell, TIF Viking Bergen (NOR) Pauli Jacobsen, HØJ (DEN) Útileikmenn: Ísak Vedelsbøl, H71 Teis Horn Rasmussen, Århus HC (DEN) Helgi Hildarson Hoydal, Kristiansand (NOR) Pætur Mikkjalsson, Hallby (SWE) Leivur Mortensen, Frederiksberg IF (DEN) Rói Berg Hansen, HØJ (DEN) Hákun West av Teigum, Füchse Berlin (GER) Allan Norðberg, Valur (ISL) Peter Krogh, Århus HC (DEN) Kjartan Johansen, Bækkelaget (NOR) Vilhelm Poulsen, Lemvig-Thyborøn (DEN) Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel (GER) Óli Mittún, IK Sävehof (SWE) Rói Ellefsen á Skipagøtu, Hallby (SWE) Jónas Gunnarson Djurhuus, Frederiksberg IF (DEN) Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne (DEN) Bjarni í Selvindi, Kristiansand (NOR)
Landsliðshópur Færeyja í Íslandsferðinni: Markverðir: Nicholas Satchwell, TIF Viking Bergen (NOR) Pauli Jacobsen, HØJ (DEN) Útileikmenn: Ísak Vedelsbøl, H71 Teis Horn Rasmussen, Århus HC (DEN) Helgi Hildarson Hoydal, Kristiansand (NOR) Pætur Mikkjalsson, Hallby (SWE) Leivur Mortensen, Frederiksberg IF (DEN) Rói Berg Hansen, HØJ (DEN) Hákun West av Teigum, Füchse Berlin (GER) Allan Norðberg, Valur (ISL) Peter Krogh, Århus HC (DEN) Kjartan Johansen, Bækkelaget (NOR) Vilhelm Poulsen, Lemvig-Thyborøn (DEN) Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel (GER) Óli Mittún, IK Sävehof (SWE) Rói Ellefsen á Skipagøtu, Hallby (SWE) Jónas Gunnarson Djurhuus, Frederiksberg IF (DEN) Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne (DEN) Bjarni í Selvindi, Kristiansand (NOR)
Færeyjar Handbolti EM 2024 í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira