Ný gullskynslóð Færeyinga á fjölum Laugardalshallarinnar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 12:01 Hinn 21 árs gamli Elias Ellefsen a Skipagotu er stærsta stjarna færeyska landsliðsins en hann spilar með Kiel í Þýskalandi. Getty/Frank Molter Ísland mætir Færeyjum í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni í kvöld en bæði lið eru að undirbúa sig fyrir EM í handbolta í Þýskalandi í janúar. Íslenska landsliðið er þar að fara á sitt þrettánda Evrópumót í röð en þetta verður aftur á móti í fyrsta sinn sem færeyska landsliðið kemst á stórmót. Það má því segja að í kvöld sé tækifæri til að sjá nýja gullskynslóð Færeyinga spila hér á landi. Ísland vann tvo stórsigra á Færeyjum þegar þjóðirnar mættust síðast á handboltavellinum í maí 2005. Fyrri leikurinn vannst með 21 marki en sá síðari með 9 mörkum. Færeyingar tefla fram allt öðru og betra liði í dag. Í aðalhlutverkum eru ungir leikmenn sem hafa verið að gera flotta hluti á stórmótum yngri landsliða síðustu ár. Komnir í þýsk stórlið Með frammistöðu sinni hafa þessir strákar einnig komist að hjá sterkum félagsliðum í Evrópu. Elias Ellefsen á Skipagøtu er þannig leikmaður THW Kiel í Þýskalandi og Hákun West av Teigum spilar með Füchse Berlin. Þá er Óli Mittún hjá Sävehof í Svíþjóð en þar spilaði Elias áður. Einn leikmaður færeyska liðsins spilar á Íslandi en það er hornamaðurinn Allan Norðberg hjá Val. Nicholas Satchwell, fyrrum markvörður KA, og Vilhelm Poulsen, fyrrum leikmaður Fram eru líka báðir í hópnum. Ungu stjörnuleikmenn liðsins eru leikstjórnandinn Elias á Skipagötu (21 árs), hægri hornamaðurinn Hákun av Teigum (21 árs) og vinstri skyttan Óli Mittún (18 ára) sem allir hafa slegið í gegn á stórmótum yngri landsliða. Elias á Skipagötu var valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar 2021-22 og var bæði markahæstur (55 mörk) og besti leikstjórnandi á HM 21 árs landsliða í sumar þar sem færeyska liðið endaði í sjöunda sæti. Hann er þegar kominn til þýska stórliðsins Kiel. Markakóngur á bæði HM U19 og EM U18 Óli Mittún var kosinn besti leikmaðurinn á EM undir átján ára í fyrra og var bæði markahæstur á HM U19 í ár og EM U18 í fyrra. Hann skoraði 87 mörk á HM 2023 þar sem Færeyingar urðu í áttunda sæti og skoraði 80 mörk á EM 2022 þar sem færeyska liðið varð í níunda sæti. Færeyingar komust á EM sem eitt af liðunum með bestan árangur í þriðja sæti í sínum riðli. Markahæsti leikmaður liðsins í undankeppninni var Hákun av Teigum með 39 mörk í sex leikjum en Óli Mittún skoraði 26 mörk í sex leikjum og Elias á Skipagötu var með 25 mörk en lék aðeins fjóra af sex leikjum. Spila í Berlín Í úrslitakeppninni spilar liðið í riðli með Noregi, Slóveníu og Póllandi og verður hann spilaður í Mercedes-Benz Arena höllinni í Berlín. Fyrsti leikur liðsins er á móti Slóveníu 11. janúar sem verður sögulegur dagur fyrir færeyskar íþróttir. Leikur Íslands og Færeyja hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Landsliðshópur Færeyja í Íslandsferðinni: Markverðir: Nicholas Satchwell, TIF Viking Bergen (NOR) Pauli Jacobsen, HØJ (DEN) Útileikmenn: Ísak Vedelsbøl, H71 Teis Horn Rasmussen, Århus HC (DEN) Helgi Hildarson Hoydal, Kristiansand (NOR) Pætur Mikkjalsson, Hallby (SWE) Leivur Mortensen, Frederiksberg IF (DEN) Rói Berg Hansen, HØJ (DEN) Hákun West av Teigum, Füchse Berlin (GER) Allan Norðberg, Valur (ISL) Peter Krogh, Århus HC (DEN) Kjartan Johansen, Bækkelaget (NOR) Vilhelm Poulsen, Lemvig-Thyborøn (DEN) Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel (GER) Óli Mittún, IK Sävehof (SWE) Rói Ellefsen á Skipagøtu, Hallby (SWE) Jónas Gunnarson Djurhuus, Frederiksberg IF (DEN) Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne (DEN) Bjarni í Selvindi, Kristiansand (NOR) Færeyjar Handbolti EM 2024 í handbolta Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Íslenska landsliðið er þar að fara á sitt þrettánda Evrópumót í röð en þetta verður aftur á móti í fyrsta sinn sem færeyska landsliðið kemst á stórmót. Það má því segja að í kvöld sé tækifæri til að sjá nýja gullskynslóð Færeyinga spila hér á landi. Ísland vann tvo stórsigra á Færeyjum þegar þjóðirnar mættust síðast á handboltavellinum í maí 2005. Fyrri leikurinn vannst með 21 marki en sá síðari með 9 mörkum. Færeyingar tefla fram allt öðru og betra liði í dag. Í aðalhlutverkum eru ungir leikmenn sem hafa verið að gera flotta hluti á stórmótum yngri landsliða síðustu ár. Komnir í þýsk stórlið Með frammistöðu sinni hafa þessir strákar einnig komist að hjá sterkum félagsliðum í Evrópu. Elias Ellefsen á Skipagøtu er þannig leikmaður THW Kiel í Þýskalandi og Hákun West av Teigum spilar með Füchse Berlin. Þá er Óli Mittún hjá Sävehof í Svíþjóð en þar spilaði Elias áður. Einn leikmaður færeyska liðsins spilar á Íslandi en það er hornamaðurinn Allan Norðberg hjá Val. Nicholas Satchwell, fyrrum markvörður KA, og Vilhelm Poulsen, fyrrum leikmaður Fram eru líka báðir í hópnum. Ungu stjörnuleikmenn liðsins eru leikstjórnandinn Elias á Skipagötu (21 árs), hægri hornamaðurinn Hákun av Teigum (21 árs) og vinstri skyttan Óli Mittún (18 ára) sem allir hafa slegið í gegn á stórmótum yngri landsliða. Elias á Skipagötu var valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar 2021-22 og var bæði markahæstur (55 mörk) og besti leikstjórnandi á HM 21 árs landsliða í sumar þar sem færeyska liðið endaði í sjöunda sæti. Hann er þegar kominn til þýska stórliðsins Kiel. Markakóngur á bæði HM U19 og EM U18 Óli Mittún var kosinn besti leikmaðurinn á EM undir átján ára í fyrra og var bæði markahæstur á HM U19 í ár og EM U18 í fyrra. Hann skoraði 87 mörk á HM 2023 þar sem Færeyingar urðu í áttunda sæti og skoraði 80 mörk á EM 2022 þar sem færeyska liðið varð í níunda sæti. Færeyingar komust á EM sem eitt af liðunum með bestan árangur í þriðja sæti í sínum riðli. Markahæsti leikmaður liðsins í undankeppninni var Hákun av Teigum með 39 mörk í sex leikjum en Óli Mittún skoraði 26 mörk í sex leikjum og Elias á Skipagötu var með 25 mörk en lék aðeins fjóra af sex leikjum. Spila í Berlín Í úrslitakeppninni spilar liðið í riðli með Noregi, Slóveníu og Póllandi og verður hann spilaður í Mercedes-Benz Arena höllinni í Berlín. Fyrsti leikur liðsins er á móti Slóveníu 11. janúar sem verður sögulegur dagur fyrir færeyskar íþróttir. Leikur Íslands og Færeyja hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Landsliðshópur Færeyja í Íslandsferðinni: Markverðir: Nicholas Satchwell, TIF Viking Bergen (NOR) Pauli Jacobsen, HØJ (DEN) Útileikmenn: Ísak Vedelsbøl, H71 Teis Horn Rasmussen, Århus HC (DEN) Helgi Hildarson Hoydal, Kristiansand (NOR) Pætur Mikkjalsson, Hallby (SWE) Leivur Mortensen, Frederiksberg IF (DEN) Rói Berg Hansen, HØJ (DEN) Hákun West av Teigum, Füchse Berlin (GER) Allan Norðberg, Valur (ISL) Peter Krogh, Århus HC (DEN) Kjartan Johansen, Bækkelaget (NOR) Vilhelm Poulsen, Lemvig-Thyborøn (DEN) Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel (GER) Óli Mittún, IK Sävehof (SWE) Rói Ellefsen á Skipagøtu, Hallby (SWE) Jónas Gunnarson Djurhuus, Frederiksberg IF (DEN) Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne (DEN) Bjarni í Selvindi, Kristiansand (NOR)
Landsliðshópur Færeyja í Íslandsferðinni: Markverðir: Nicholas Satchwell, TIF Viking Bergen (NOR) Pauli Jacobsen, HØJ (DEN) Útileikmenn: Ísak Vedelsbøl, H71 Teis Horn Rasmussen, Århus HC (DEN) Helgi Hildarson Hoydal, Kristiansand (NOR) Pætur Mikkjalsson, Hallby (SWE) Leivur Mortensen, Frederiksberg IF (DEN) Rói Berg Hansen, HØJ (DEN) Hákun West av Teigum, Füchse Berlin (GER) Allan Norðberg, Valur (ISL) Peter Krogh, Århus HC (DEN) Kjartan Johansen, Bækkelaget (NOR) Vilhelm Poulsen, Lemvig-Thyborøn (DEN) Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel (GER) Óli Mittún, IK Sävehof (SWE) Rói Ellefsen á Skipagøtu, Hallby (SWE) Jónas Gunnarson Djurhuus, Frederiksberg IF (DEN) Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne (DEN) Bjarni í Selvindi, Kristiansand (NOR)
Færeyjar Handbolti EM 2024 í handbolta Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira