Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2023 18:50 Amelía Rose er gert út af Sea Trips. Sea trips Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. Málið á rætur að rekja til þess að Samgöngustofa synjaði erindi Seatrips um að skráningu á skipinu Amelía Rose yrði breytt í skipaskrá þannig að það teldist gamalt skip en ekki nýtt. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. Væri skipið skráð gamalt mætti flytja fleiri en tólf farþega um borð í því. Forsvarsmenn fyrirtækisins voru ekki ánægðir með ákvörðun stofnunarinnar, sem var samþykkt af innviðaráðherra, kærðu hana og sökuð stofnunina um einelti. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Samgöngustofu af öllum kröfum félagsins. Landsréttur sagði málsmeðferðarreglur brotnar Félagið áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar, sem sneri dóminum við félaginu í hag. Í dómi Landsréttar vísaði hann til þess að í dómaframkvæmd hefði verið litið svo á að ekki væri þörf á því að krefjast ógildingar á ákvörðun lægra setts stjórnvalds þegar æðra stjórnvald hefði kveðið upp úrskurð í viðkomandi stjórnsýslumáli. Því til samræmis var litið til þess hvort efni væri til þess að ógilda úrskurð ráðherra. Þá vísaði Landsréttur einnig til þess að óvíst væri við hvaða áfanga við smíðina skráð smíðaár væri miðað í haffærnisskírteini og öðrum gögnum frá siglingamálayfirvöldum í Mexíkó, þar sem skipið var smíðað. Svör þeirra við fyrirspurnum Samgöngustofu yrðu enn fremur að teljast óljós og misvísandi. Landsréttur lagði til grundvallar að enn væri ekki að fullu upplýst hvenær kjölur skipsins hefði verið lagður, þrátt fyrir framburð framkvæmdastjóra skipasmíðastöðvarinnar fyrir dómi Því væri ekki unnt að fallast á kröfu Seatrips um að stofnunin breytti skráningu skipsins. Hins vegar var á það fallist með félaginu að rannsókn Samgöngustofu og innviðaráðuneytisins hefði verið ófullnægjandi. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Samgöngustofa vildi ekki una þeirri niðurstöðu og óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir og Samgöngustofa krafðist sýknu af öllum kröfum Sea trips. Félagið krafðist staðfestingar hins áfrýjaða dóms og höfðaði gagnsök þar sem þess var krafist að ákvörðun Samgöngustofu, sem staðfest var með úrskurði innviðaráðherra, yrði felld úr gildi og lagt fyrir Samgöngustofu að skrá skipið Amelia Rose sem gamalt skip í skipaskrá. Ekki dómstóla að ákveða hvort skip sé nýtt eða gamalt Um kröfu félagsins þess efnis að lagt verði fyrir Samgöngustofu að skrá skipið Amelia Rose sem gamalt skip í skipaskrá segir í dómi Hæstaréttar að þó svo að dómstólar séu almennt til þess bærir á grundvelli stjórnarskrár að taka afstöðu til kröfu um ógildingu stjórnvaldsákvörðunar sé að jafnaði ekki á valdi þeirra að taka ákvörðun sem undir stjórnvald heyrir samkvæmt lögum. Þó séu þau fyrirmæli því ekki til fyrirstöðu að dómstólar geti kveðið á um athafnaskyldu stjórnvalds, svo sem skyldu til að inna af hendi greiðslu, að því tilskildu að stjórnvaldinu hafi verið falið að taka slíka ákvörðun á grundvelli laga þar sem ýmist er ekki svigrúm til mats eða óumdeilt er að ákvæði þeirra hafi verið skýrð á tiltekinn hátt í framkvæmd. Ekki yrði fallist á að ákvörðun stjórnvalds um það hvort skip teljist nýtt skip eða gamalt sé þess eðlis, þar sem ákvörðunin kunni augljóslega að vera háð sjálfstæðu mati stjórnvalds. Því verði þessum hluta dómkröfu félagsins vísað frá héraðsdómi. Engin gögn bendi til þess að skráningin sé röng Hvað varðar efnislegan hluta málsins segir í dóminum að ekkert þeirra gagna, sem Sea trips byggði kröfu sína á, bæri með sér svo óyggjandi væri að kjölur skipsins hefði verið lagður fyrir árið 2001 og skráning þess árið 2014 hefði verið reist á röngum forsendum. Þá væru upplýsingar frá mexíkóskum yfirvöldum, þar sem skipið var smíðað, taldar hafa það sönnunargildi sem kveðið er á um í lögum um meðferð einkamál. Að þessu gættu hafi ekki verið ástæða til að leggja ríkari rannsóknarskyldu á Samgöngustofu en raun bar vitni og raunar óljóst í hverju hún gæti falist. Að endingu bæri vitnisburður framkvæmdastjóra skipasmíðastöðvarinnar ekki með sér nægilega afdráttarlausa afstöðu til þess hvort og þá hvenær kjölur skipsins var lagður í Mexíkó. Samgöngustofa var því sýknuð af kröfu Sea trips. Þá var félagið dæmt til að greiða Samgöngustofu samtals 2,5 milljónir króna í málskostnað fyrir öllum dómstigum. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Stjórnsýsla Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sea trips áfrýjar dómi í deilunni við Samgöngustofu Sea trips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Samgöngustofu af öllum kröfum fyrirtækisins, til Landsréttar. 14. júlí 2022 16:26 Samgöngustofa ekki gerst sek um einelti Samgöngustofa var í gær sýknuð af kröfu Seatrips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, um að ákvörðun stofnunarinnar um að skipið væri skráð sem nýtt skip væri felld úr gildi. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. 13. júlí 2022 10:59 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00 „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Málið á rætur að rekja til þess að Samgöngustofa synjaði erindi Seatrips um að skráningu á skipinu Amelía Rose yrði breytt í skipaskrá þannig að það teldist gamalt skip en ekki nýtt. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. Væri skipið skráð gamalt mætti flytja fleiri en tólf farþega um borð í því. Forsvarsmenn fyrirtækisins voru ekki ánægðir með ákvörðun stofnunarinnar, sem var samþykkt af innviðaráðherra, kærðu hana og sökuð stofnunina um einelti. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Samgöngustofu af öllum kröfum félagsins. Landsréttur sagði málsmeðferðarreglur brotnar Félagið áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar, sem sneri dóminum við félaginu í hag. Í dómi Landsréttar vísaði hann til þess að í dómaframkvæmd hefði verið litið svo á að ekki væri þörf á því að krefjast ógildingar á ákvörðun lægra setts stjórnvalds þegar æðra stjórnvald hefði kveðið upp úrskurð í viðkomandi stjórnsýslumáli. Því til samræmis var litið til þess hvort efni væri til þess að ógilda úrskurð ráðherra. Þá vísaði Landsréttur einnig til þess að óvíst væri við hvaða áfanga við smíðina skráð smíðaár væri miðað í haffærnisskírteini og öðrum gögnum frá siglingamálayfirvöldum í Mexíkó, þar sem skipið var smíðað. Svör þeirra við fyrirspurnum Samgöngustofu yrðu enn fremur að teljast óljós og misvísandi. Landsréttur lagði til grundvallar að enn væri ekki að fullu upplýst hvenær kjölur skipsins hefði verið lagður, þrátt fyrir framburð framkvæmdastjóra skipasmíðastöðvarinnar fyrir dómi Því væri ekki unnt að fallast á kröfu Seatrips um að stofnunin breytti skráningu skipsins. Hins vegar var á það fallist með félaginu að rannsókn Samgöngustofu og innviðaráðuneytisins hefði verið ófullnægjandi. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Samgöngustofa vildi ekki una þeirri niðurstöðu og óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir og Samgöngustofa krafðist sýknu af öllum kröfum Sea trips. Félagið krafðist staðfestingar hins áfrýjaða dóms og höfðaði gagnsök þar sem þess var krafist að ákvörðun Samgöngustofu, sem staðfest var með úrskurði innviðaráðherra, yrði felld úr gildi og lagt fyrir Samgöngustofu að skrá skipið Amelia Rose sem gamalt skip í skipaskrá. Ekki dómstóla að ákveða hvort skip sé nýtt eða gamalt Um kröfu félagsins þess efnis að lagt verði fyrir Samgöngustofu að skrá skipið Amelia Rose sem gamalt skip í skipaskrá segir í dómi Hæstaréttar að þó svo að dómstólar séu almennt til þess bærir á grundvelli stjórnarskrár að taka afstöðu til kröfu um ógildingu stjórnvaldsákvörðunar sé að jafnaði ekki á valdi þeirra að taka ákvörðun sem undir stjórnvald heyrir samkvæmt lögum. Þó séu þau fyrirmæli því ekki til fyrirstöðu að dómstólar geti kveðið á um athafnaskyldu stjórnvalds, svo sem skyldu til að inna af hendi greiðslu, að því tilskildu að stjórnvaldinu hafi verið falið að taka slíka ákvörðun á grundvelli laga þar sem ýmist er ekki svigrúm til mats eða óumdeilt er að ákvæði þeirra hafi verið skýrð á tiltekinn hátt í framkvæmd. Ekki yrði fallist á að ákvörðun stjórnvalds um það hvort skip teljist nýtt skip eða gamalt sé þess eðlis, þar sem ákvörðunin kunni augljóslega að vera háð sjálfstæðu mati stjórnvalds. Því verði þessum hluta dómkröfu félagsins vísað frá héraðsdómi. Engin gögn bendi til þess að skráningin sé röng Hvað varðar efnislegan hluta málsins segir í dóminum að ekkert þeirra gagna, sem Sea trips byggði kröfu sína á, bæri með sér svo óyggjandi væri að kjölur skipsins hefði verið lagður fyrir árið 2001 og skráning þess árið 2014 hefði verið reist á röngum forsendum. Þá væru upplýsingar frá mexíkóskum yfirvöldum, þar sem skipið var smíðað, taldar hafa það sönnunargildi sem kveðið er á um í lögum um meðferð einkamál. Að þessu gættu hafi ekki verið ástæða til að leggja ríkari rannsóknarskyldu á Samgöngustofu en raun bar vitni og raunar óljóst í hverju hún gæti falist. Að endingu bæri vitnisburður framkvæmdastjóra skipasmíðastöðvarinnar ekki með sér nægilega afdráttarlausa afstöðu til þess hvort og þá hvenær kjölur skipsins var lagður í Mexíkó. Samgöngustofa var því sýknuð af kröfu Sea trips. Þá var félagið dæmt til að greiða Samgöngustofu samtals 2,5 milljónir króna í málskostnað fyrir öllum dómstigum. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Stjórnsýsla Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sea trips áfrýjar dómi í deilunni við Samgöngustofu Sea trips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Samgöngustofu af öllum kröfum fyrirtækisins, til Landsréttar. 14. júlí 2022 16:26 Samgöngustofa ekki gerst sek um einelti Samgöngustofa var í gær sýknuð af kröfu Seatrips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, um að ákvörðun stofnunarinnar um að skipið væri skráð sem nýtt skip væri felld úr gildi. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. 13. júlí 2022 10:59 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00 „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Sea trips áfrýjar dómi í deilunni við Samgöngustofu Sea trips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Samgöngustofu af öllum kröfum fyrirtækisins, til Landsréttar. 14. júlí 2022 16:26
Samgöngustofa ekki gerst sek um einelti Samgöngustofa var í gær sýknuð af kröfu Seatrips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, um að ákvörðun stofnunarinnar um að skipið væri skráð sem nýtt skip væri felld úr gildi. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. 13. júlí 2022 10:59
Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00
„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17