„Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 07:00 Það er eins og spennusaga að heyra hvernig Nox Medical þurfti í tæpan áratug að verjast stórfyrirtæki í Bandaríkjunum sem stal einfaldlega vörunni þeirra og kóperaði. Sveinbjörn Höskuldsson lýsir atburðarrásinni, sem endar vel en hann mælir ekki með sem lífsreynslu. Vísir/Vilhelm Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. Þetta er sagan þar sem Davíð sigraði Golíat. Þó eins og einhvers konar saga úr villta vestrinu. Þar sem forstjóri stórfyrirtækis í Bandaríkjunum segir við hina íslensku frumkvöðla: „I think you are a little naive.“ Og í Danmörku: Þarna fór sýslumaður með her lögreglumanna á svæðið. Starfsfólkinu var smalað saman inn í eldhús, tölvur og símar gerðir upptækir. Enginn vissi hvað á sig stóð veðrið.“ En hvað gerðist eiginlega? Nýsköpunarverðlaun Íslands voru veitt á dögunum en þau eru veitt af Hugverkastofunni, Rannís, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóði Atvinnulífsins. Í tilefni þeirra fjallar Atvinnulífið um nýsköpunarfyrirtæki í gær og í dag. Stóra gátan leyst Sveinbjörn Höskuldsson, einn stofnenda Nox Medical, segir að til þess að skilja um hvað málið snýst, þurfi að byrja á því að útskýra vöruna sem leiddi til þess að fyrirtækið stóð í harðri baráttu við bandarískan risa í tæpan áratug. Við skulum því byrja á byrjuninni. Nox Medical er stofnað árið 2006. Árið 2009 tókst fyrirtækinu að leysa úr stórri gátu í svefnmælingageiranum; „Við notum belti til að framkvæma svefnmælingar, til dæmis til að athuga hvort fólk er með kæfisvefn. Þetta eru belti sem fólk er með umhverfis brjóstkassa og maga og mæla öndun. Vandamálið er bara að frá örófi aldar hafa þessar mælingar verið vandræðagripir,“ segir Sveinbjörn og bætir við: „Því ein af hverjum fimm mælingum hefur ekki verið að skila réttri niðurstöðu. Það að 20% af mælingunum væru ekki réttar var þekkt tala úr bransanum á þessum tíma.“ Árið 2009 hlaut Nox Medical styrk frá Tækniþróunarsjóði. Í kjölfarið tókst fyrirtækinu að þróa lítið plaststykki sem er sett á sitthvorn endann á beltinu sem notað er til að mæla. „Þetta er ódýrt plast sem er notað eins og endastykki á beltið. Plaststykkið gaf okkur örugga rafmagnstengingu og viti menn: Gátan var leyst því með þessu litla plastendastykki á beltinu, fengust áræðanlegar niðurstöður í yfir 99% tilfella.“ Sveinbjörn segir gleðina hafa verið mikla innanhús og allir himinlifandi. Fór svo að Nox Medical sótti um einkaleyfi til að tryggja uppfinninguna og hóf útrás. Viðtökurnar voru frábærar. „Sá sem var með ríkjandi markaðshlutdeild á Norðurlöndunum á þessum tíma var bandaríska stórfyrirtækið Natus Medical Incorporporated. Þetta fyrirtæki er skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og hefur yfir öllum þeim fjármunum að ráða sem það þarf, svo stórir eru þeir.“ Með styrk frá Tækniþróunarsjóði tókst Nox Medical að finna lausn á eilífðarvandamáli í svefnmælingargeiranum, sem leiddu til þess að niðurstöður beltamælinga til að meta svefn, gáfu svo oft rangar niðurstöður. Nox Medical leysti á endanum úr þessu með því að þróa sérstakt plaststykki sem sett er á beltin sem endastykki.Vísir/Vilhelm Þjófnaðurinn Með nýju beltin í farteskinu hóf Nox Medical markaðssókm í Evrópu og Bandaríkjunum og náði strax sérstaklega góðum árangri á norðurlöndunum. Áður en varði voru þeir nánast búnir að ryðja vöru Natus úr vegi á því svæði. Eftirspurnin var jú eftir því belti sem gaf áræðanlegar niðurstöður úr svefnmælingunum og kúnnarnir tilbúnir að skipta yfir í tækni Nox. „Þeir ákváðu samt að láta ekki grípa sig í bólinu og fengu þrjá mismunandi aðila til að þróa belti sem ætti að ná sambærilegum áræðanleika. Allt kom þó fyrir ekki.“ En risinn ákvað að gefast ekki upp. „Þá tóku þeir einfaldlega ákvörðun um að kópera bara okkar vöru. Höfðu samband við framleiðandann okkar í Kína og báðu þá um að framleiða svona stykki fyrir sig.“ Þegar fyrirtæki eru með einkaleyfi mætti halda að þetta væri ekki hægt. Svo er þó ekki í veruleikanum og margt sem bendir til þess að risa fyrirtæki eins og Natus stundi það að stela hugmyndum lítilla nýsköpunarfyrirtækja. „Þeir voru auðvitað svo vissir um að við gætum ekki gert neitt.“ Sala Natus með nýju afrituðu endastykkjunum á beltunum hófst í Danmörku í janár árið 2014. „Fyrst þegar við heyrðum af þessu, byrjuðum við á því að hafa samband við framleiðandann í Kína og benda þeim á að þetta mætti ekki, við værum með einkaleyfi á þessu plaststykki. Þeir fengu algjört sjokk, höfðu ekki gert sér grein fyrir þessu en það að þeir hættu hafði svo sem lítið að segja. Natus fór bara í næstu verksmiðjur og það er nóg af verksmiðjum þarna úti til að framleiða fyrir þá.“ Þar sem Nox Medical hafði ekki tekist að stöðva framleiðsluna, var ákveðið að ráða lögmann í Danmörku. Hann fór í þá vinnu að setja lögbann á sölu Natus beltanna í Danmörku. Og þetta var einfaldlega gert með stæl. Sýslumaður í Álaborg fór ásamt lögreglunni og einfaldlega réðust inn í fyrirtæki sem var með vörurnar frá Natus til sölu. Þetta var innrás og einna helst eitthvað sem minnti mann á það sem við sáum í bankahruninu.“ Nox Medical fékk einkaleyfi á plaststykkin sín árið 2014, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Belti Nox Medical með plaststykkinu seldust eins og heitar lummur þegar þau fóru á markað í Danmörku og veltu fljótt bandaríska stórfyrirtækinu Natus úr sessi, sem þá hafði verið ríkjandi á markaði með svefnmælingabelti. Bandaríkin eins og villta vestrið Þegar Nox Medical fékk staðfestingu á einkaleyfi á plaststykkinu árið 2014, hafði fyrirtækið sótt um og hlotið þetta leyfi bæði hjá Evrópsku einkaleyfistofunni og þeirri bandarísku. Nox Medical reyndi margsinnis að fá fund með Natus til að ræða málin. „Við fengum engin svör því að við vorum líklega einfaldlega ekki svaraverð að þeirra mati, og þeir héldu áram að setja vöruna á markað 2014, meðal annars í Bandaríkjunum“ segir Sveinbjörn. „Lætin í Danmörku vakti þó risann og þeir ákváðu að taka til varna. Þetta var í janúar árið 2015.“ Nú voru góð ráð dýr því Nox Medical þurfti þá einnig að ráða lögmenn til starfa í Bandaríkjunum. „Varnirnar þeirra byggðu á því að plaststykkið okkar væri svo ómerkileg uppfinning að einkaleyfisstofurnar hefðu aldrei átt að veita okkur þetta leyfi. Alls kyns málaferli fóru af stað. Bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þar sem við kærðum þá og vildum fá sett lögbann á söluna og þeir kærðu veitingu einkaleyfanna til einkaleyfastofanna. Þeir voru með her lögmanna og kærðu okkur bara á móti. Eitt málið sem þeir höfðuðu var meira að segja beint að mér persónulega. Sem var auðvitað fáránlegt!“ Um mitt ár 2015 var staðan því þannig að Nox Medical stóð í fjórum málaferlum: Tvö til varna kæru Natus til einkaleyfistofa Evrópu annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar og tvö þar sem Nox Medical vildi setja lögbann á söluna í Bandaríkjunum og Danmörku. Fimmta málaferlið hófst að lokum 2018 sem að var höfðað gegn Sveinbirni sjálfum. Til að setja stærðarmun þessara aðila í samhengi má benda á kostnaðinn sem þessu fylgdi. „Þegar málinu lauk nokkrum árum síðar nam beinn kostnaðurinn okkar um þrjár milljónum dollara. Okkar lögmenn mátu kostnað Natus hins vegar um sjö milljónir dollara.“ Sveinbjörn segir að Natus hafi einfaldlega framleitt kópíu af vörunni þeirra án þess að reyna að fela það. Líklegt sé að stórfyrirtæki geri þetta oft í skjóli þess að hafa ótakmörkuð fjárráð sem þau treysta á að litli aðilinn geti ekki keppt við. Natus sendi til dæmis her lögmanna til Íslands og beitti alls kyns klækjabrögðum öðrum.Vísir/Vilhelm Persónulegir tölvupóstar meðal gagna Málaferlin í Bandaríkjunum gerðu það að verkum að fulltrúar Natus fengi heimild til að afla sér sönnunargagna í gögnum Nox. „Þetta var mikill darraðadans. Þarna voru þeir búnir að ráða bestu lögmennina, með ótakmarkaðan aðgang að peningum að ráðast með offorsi á lítið fyrirtæki á Íslandi. Hingað til lands kom því her lögmanna til að afla sönnunargagna. Þeir afrituðu alls kyns gögn hjá okkur, meira að segja persónulega tölvupósta.“ Þessa heimild fengu þeir vegna þess að þeir ætluðu að sanna að uppfinningin væri svo ómerkileg að hún stæðist ekki kröfur um einkaleyfi. „Þeir höfðu því leyfi til að afrita gögn hjá okkur og skima að ákveðnum leitarorðum. Þess vegna voru persónulegir tölvupóstar á meðal gagna.“ Hrokafulli forstjórinn Sveinbjörn segir að tímabilið sem tók við hafi verið ótrúlegt. Þannig hafi þrjú ár farið í það að hann og Pétur Már Halldórsson framkvæmdastjóri þvældust á milli borga hér og þar í heiminum. Við þurftum að mæta fyrir rétt í Berlín því þar voru málaferlin sem sneru að evrópsku einkaleyfistofunni. Síðan þurftum við að mæta til Washington fyrir bandarísku einkaleyfistofuna og í Delaware voru síðan málaferlin um lögbannið og gegn mér. Þarna sátum við Pétur eins og út spýtt hundskinn að reyna að verja okkur. Í alls konar yfirheyrslum og réttarhöldum hér og þar í heiminum.“ Vitni voru kölluð til hér og þar. Meira að segja bandarískir prófessorar úr virtum háskólum til að staðfesta að uppfinning Nox Medical væri svo ómerkileg að það ætti að hnekkja á þegar veittum einkaleyfum. „Það sem bjargaði miklu hjá okkur var að hér á Íslandi felst svo mikil vinna hjá okkur í alls kyns greiningarvinnu. Það sem við gerðum því var að teymið okkar fór á fullt í að greina gögn og framleiða sönnunargögn fyrir okkur, í staðinn fyrir að framleiða vöru. Það var alveg augljóst að í þessum efnum vorum við með miklu betra teymi og hæfara fólk. Sönnunargögnin okkar voru því unnin og lögð fram á vísindalegum grunni.“ Þó var ítrekað reynt að mæla fyrir einhvers konar sáttum. Hins vegar var forstjóri Natus ekki til í að hitta Sveinbjörn og Pétur á fundi fyrr en árið 2016. Félagarnir flugu þá til Kaliforníu til að hitta forstjórann. „Það var augljóst að hann nennti ekki að hitta okkur og leit því á þennan fund sem einhvers konar greiða við okkur. Það er á þessum fundi sem hann segir: „This is not how we do business in this country. I think you are a little naive.““ Sveinbjörn segir að margt í Bandaríkjunum hafi líka verið eins og í bíómynd. „Málaferlin stækkuðu og stækkuðu og enda því með að verða að réttarhöldum. Þar sem boðaðir voru 30 einstaklingar sem lögmennirnir héldu síðan reikistefnu um hvort væru hæfir einstaklingar í kviðdóm eða ekki. Hver má vera og hver ekki….“ Réttarhöldin voru áðurnefnd réttarhöld í Delaware, annars vegar vegna lögbannsins en hins vegar vegna kærunnar á Sveinbjörn persónulega. „Dómarinn í þeim réttarhöldum sá þó frekar snemma að það mál stefndi í algjöra vitleysu. Hann vísaði því málinu frá en ég viðurkenni að þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla,“ segir Sveinbjörn og vísar þar til málsins þar sem hann var kærður persónulega. Hitt réttarhaldið gekk lengra þar sem hver sérfræðingurinn á fætur öðrum var kallaður til sem vitni. Starfsfólk Nox Medical þar á meðal. Það tók Nox Medical tæpan áratug að sigra Natus á öllum vígstöðvum: Í Bandaríkjunum og í Evrópu. Málaferli og réttarhöld stóðu yfir árum saman og víðs vegar um heiminn. Natus var gert að hætta framleiðslu, greiða Nox Medical skaðabætur og dómstólar á öllum stigum úrskurðuðu einkaleyfi Nox Medical gilt. Þegar Davíð sigraði Golíat Loks fór þá að sjá til sólu. „Á endanum úrskurðaði kviðdómurinn okkur í vil. Og ekki nóg með það að Natus hefði verið að brjóta á okkur, heldur hefðu þeir í öllu málinu verið að brjóta á okkur með einbeittum brotavilja. Við vorum því að búast við mun hærri skaðabótum frá Natus en dómarinn dæmdi þeim þó aðeins til að greiða okkur um 650 þúsund dollara í bætur sem okkur fannst allt of lítið.“ Sérstaklega með tilliti til þess að kostnaður Nox Medical voru um þrjár milljónir dollara. Natus áfrýjaði niðurstöðu dómarans um skaðabæturnar en sem betur fer, urðu forstjóraskipti skömmu síðar hjá Natus. „Nýi forstjórinn ákvað strax að hann væri ekki að nenna þessu máli lengur. Þannig að þeir greiddu okkur bæturnar og þar með kláruðust lögbannsmálin.“ Þá fóru málin hjá einkaleyfistofunum beggja megin Atlantshafsins líka á þann veg að einkaleyfið sem Nox Medical hefði fengið 2014 á plaststykkinu væru að fullu gild. Á það var meira að segja reynt fyrir æðri dómstólum í Evrópu, sem dæmi Nox Medical líka í vil. „Tölvupósturinn með niðurstöðu æðri dómstóls í Evrópu barst bara núna í mars árið 2023. Þar er úrskurðað að einkaleyfin sem við fengum árið 2014 eru gild en þetta tók okkur þó hátt í áratug,“ segir Sveinbjörn og bætir við: „Sem þýðir að það er langt frá því að vera einhver vörn að hljóta einkaleyfi. Fyrirtæki sem fá einkaleyfi verða að gera ráð fyrir því að geta haldið uppi vörnum, jafnvel að eiga varasjóði, til þess að geta varist svona risum. Því eflaust er þetta stundað mikið út um heiminn. Að stóru fyrirtækin kópera hugmyndir nýsköpunarfyrirtækjanna, fullviss um að þau ráða ekki við að gera neitt í málinu.“ Sveinbjörn segir líka mega draga þann lærdóm af málinu að það er ekki hægt að treysta á neitt siðferði eða að heiðursmannasamkomulag ríki í viðskiptaheiminum. Það er ekkert í veruleikanum sem segir að það séu einhverjar löggur sem spotti glæpamennina þegar stór fyrirtæki brjóta á einkaleyfum. Og ekkert sem heitir að siðferði stoppi einn né neinn. Vörunni þinni er einfaldlega stolið í skjóli þess að litli aðilinn geti væntanlega ekki varið sig og það má alveg sjá af þessari sögu hvernig valdið er alltaf hjá þeim aðila sem er með peningana.“ Sveinbjörn segir þó mikilvægt að íslensk nýsköpunarfyrirtæki sæki allaf um einkaleyfi. „Og þar er engin uppfinning of lítil. Tökum til dæmis þetta plaststykki okkar. Við erum að nota gervigreind með rafeindabúnaði til að greina svefnmælingarnar. En það breytir því ekki að plaststykkið er uppfinning sem tryggir í rauninni gæði vörunnar. Uppfinningarnar geta því verið litlar og alls ekki líklegar til að hljóta nein Nóbelsverðlaun. En þær geta skipt gífurlega miklu máli.“ En hvernig metur þú málið í dag: Er þetta búið að vera þess virði? „Það hafa margir spurt hvort kostnaðurinn hafi verið réttlætanlegur. Því skaðabæturnar sem við fengum dekkuðu ekki nema lítill hluta kostnaðarins. En frá því að við fengum einkaleyfi höfum við selt þessa vöru fyrir yfir 70 milljónir dollara. Það segir allt sem segja þarf. En ég myndi ekki óska neinum þessa lífsreynslu.“ Nýsköpun Tækni Dómsmál Stjórnun Góðu ráðin Heilbrigðismál Svefn Tengdar fréttir „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum“ „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum,“ segir Margrét Vilborg Bjarnadóttir einn stofnenda PayAnalytics sem á dögunum hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2023. 1. nóvember 2023 07:00 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 36 ára Íslendingur í geimbransanum: Forstjórastóllinn kom tíu árum á undan áætlun Fyrir rúmri viku var birtur árlegur listi Berlingske með nöfnum 100 ungra vonarstjarna í dönsku atvinnulífi. Hjalti Páll Þorvarðarson er ekki aðeins á listanum, heldur taldist tilefni til að ræða við Hjalta í heilu opnuviðtali í blaðinu. Einnig birt á netinu. 11. apríl 2023 07:01 Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Þetta er sagan þar sem Davíð sigraði Golíat. Þó eins og einhvers konar saga úr villta vestrinu. Þar sem forstjóri stórfyrirtækis í Bandaríkjunum segir við hina íslensku frumkvöðla: „I think you are a little naive.“ Og í Danmörku: Þarna fór sýslumaður með her lögreglumanna á svæðið. Starfsfólkinu var smalað saman inn í eldhús, tölvur og símar gerðir upptækir. Enginn vissi hvað á sig stóð veðrið.“ En hvað gerðist eiginlega? Nýsköpunarverðlaun Íslands voru veitt á dögunum en þau eru veitt af Hugverkastofunni, Rannís, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóði Atvinnulífsins. Í tilefni þeirra fjallar Atvinnulífið um nýsköpunarfyrirtæki í gær og í dag. Stóra gátan leyst Sveinbjörn Höskuldsson, einn stofnenda Nox Medical, segir að til þess að skilja um hvað málið snýst, þurfi að byrja á því að útskýra vöruna sem leiddi til þess að fyrirtækið stóð í harðri baráttu við bandarískan risa í tæpan áratug. Við skulum því byrja á byrjuninni. Nox Medical er stofnað árið 2006. Árið 2009 tókst fyrirtækinu að leysa úr stórri gátu í svefnmælingageiranum; „Við notum belti til að framkvæma svefnmælingar, til dæmis til að athuga hvort fólk er með kæfisvefn. Þetta eru belti sem fólk er með umhverfis brjóstkassa og maga og mæla öndun. Vandamálið er bara að frá örófi aldar hafa þessar mælingar verið vandræðagripir,“ segir Sveinbjörn og bætir við: „Því ein af hverjum fimm mælingum hefur ekki verið að skila réttri niðurstöðu. Það að 20% af mælingunum væru ekki réttar var þekkt tala úr bransanum á þessum tíma.“ Árið 2009 hlaut Nox Medical styrk frá Tækniþróunarsjóði. Í kjölfarið tókst fyrirtækinu að þróa lítið plaststykki sem er sett á sitthvorn endann á beltinu sem notað er til að mæla. „Þetta er ódýrt plast sem er notað eins og endastykki á beltið. Plaststykkið gaf okkur örugga rafmagnstengingu og viti menn: Gátan var leyst því með þessu litla plastendastykki á beltinu, fengust áræðanlegar niðurstöður í yfir 99% tilfella.“ Sveinbjörn segir gleðina hafa verið mikla innanhús og allir himinlifandi. Fór svo að Nox Medical sótti um einkaleyfi til að tryggja uppfinninguna og hóf útrás. Viðtökurnar voru frábærar. „Sá sem var með ríkjandi markaðshlutdeild á Norðurlöndunum á þessum tíma var bandaríska stórfyrirtækið Natus Medical Incorporporated. Þetta fyrirtæki er skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og hefur yfir öllum þeim fjármunum að ráða sem það þarf, svo stórir eru þeir.“ Með styrk frá Tækniþróunarsjóði tókst Nox Medical að finna lausn á eilífðarvandamáli í svefnmælingargeiranum, sem leiddu til þess að niðurstöður beltamælinga til að meta svefn, gáfu svo oft rangar niðurstöður. Nox Medical leysti á endanum úr þessu með því að þróa sérstakt plaststykki sem sett er á beltin sem endastykki.Vísir/Vilhelm Þjófnaðurinn Með nýju beltin í farteskinu hóf Nox Medical markaðssókm í Evrópu og Bandaríkjunum og náði strax sérstaklega góðum árangri á norðurlöndunum. Áður en varði voru þeir nánast búnir að ryðja vöru Natus úr vegi á því svæði. Eftirspurnin var jú eftir því belti sem gaf áræðanlegar niðurstöður úr svefnmælingunum og kúnnarnir tilbúnir að skipta yfir í tækni Nox. „Þeir ákváðu samt að láta ekki grípa sig í bólinu og fengu þrjá mismunandi aðila til að þróa belti sem ætti að ná sambærilegum áræðanleika. Allt kom þó fyrir ekki.“ En risinn ákvað að gefast ekki upp. „Þá tóku þeir einfaldlega ákvörðun um að kópera bara okkar vöru. Höfðu samband við framleiðandann okkar í Kína og báðu þá um að framleiða svona stykki fyrir sig.“ Þegar fyrirtæki eru með einkaleyfi mætti halda að þetta væri ekki hægt. Svo er þó ekki í veruleikanum og margt sem bendir til þess að risa fyrirtæki eins og Natus stundi það að stela hugmyndum lítilla nýsköpunarfyrirtækja. „Þeir voru auðvitað svo vissir um að við gætum ekki gert neitt.“ Sala Natus með nýju afrituðu endastykkjunum á beltunum hófst í Danmörku í janár árið 2014. „Fyrst þegar við heyrðum af þessu, byrjuðum við á því að hafa samband við framleiðandann í Kína og benda þeim á að þetta mætti ekki, við værum með einkaleyfi á þessu plaststykki. Þeir fengu algjört sjokk, höfðu ekki gert sér grein fyrir þessu en það að þeir hættu hafði svo sem lítið að segja. Natus fór bara í næstu verksmiðjur og það er nóg af verksmiðjum þarna úti til að framleiða fyrir þá.“ Þar sem Nox Medical hafði ekki tekist að stöðva framleiðsluna, var ákveðið að ráða lögmann í Danmörku. Hann fór í þá vinnu að setja lögbann á sölu Natus beltanna í Danmörku. Og þetta var einfaldlega gert með stæl. Sýslumaður í Álaborg fór ásamt lögreglunni og einfaldlega réðust inn í fyrirtæki sem var með vörurnar frá Natus til sölu. Þetta var innrás og einna helst eitthvað sem minnti mann á það sem við sáum í bankahruninu.“ Nox Medical fékk einkaleyfi á plaststykkin sín árið 2014, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Belti Nox Medical með plaststykkinu seldust eins og heitar lummur þegar þau fóru á markað í Danmörku og veltu fljótt bandaríska stórfyrirtækinu Natus úr sessi, sem þá hafði verið ríkjandi á markaði með svefnmælingabelti. Bandaríkin eins og villta vestrið Þegar Nox Medical fékk staðfestingu á einkaleyfi á plaststykkinu árið 2014, hafði fyrirtækið sótt um og hlotið þetta leyfi bæði hjá Evrópsku einkaleyfistofunni og þeirri bandarísku. Nox Medical reyndi margsinnis að fá fund með Natus til að ræða málin. „Við fengum engin svör því að við vorum líklega einfaldlega ekki svaraverð að þeirra mati, og þeir héldu áram að setja vöruna á markað 2014, meðal annars í Bandaríkjunum“ segir Sveinbjörn. „Lætin í Danmörku vakti þó risann og þeir ákváðu að taka til varna. Þetta var í janúar árið 2015.“ Nú voru góð ráð dýr því Nox Medical þurfti þá einnig að ráða lögmenn til starfa í Bandaríkjunum. „Varnirnar þeirra byggðu á því að plaststykkið okkar væri svo ómerkileg uppfinning að einkaleyfisstofurnar hefðu aldrei átt að veita okkur þetta leyfi. Alls kyns málaferli fóru af stað. Bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þar sem við kærðum þá og vildum fá sett lögbann á söluna og þeir kærðu veitingu einkaleyfanna til einkaleyfastofanna. Þeir voru með her lögmanna og kærðu okkur bara á móti. Eitt málið sem þeir höfðuðu var meira að segja beint að mér persónulega. Sem var auðvitað fáránlegt!“ Um mitt ár 2015 var staðan því þannig að Nox Medical stóð í fjórum málaferlum: Tvö til varna kæru Natus til einkaleyfistofa Evrópu annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar og tvö þar sem Nox Medical vildi setja lögbann á söluna í Bandaríkjunum og Danmörku. Fimmta málaferlið hófst að lokum 2018 sem að var höfðað gegn Sveinbirni sjálfum. Til að setja stærðarmun þessara aðila í samhengi má benda á kostnaðinn sem þessu fylgdi. „Þegar málinu lauk nokkrum árum síðar nam beinn kostnaðurinn okkar um þrjár milljónum dollara. Okkar lögmenn mátu kostnað Natus hins vegar um sjö milljónir dollara.“ Sveinbjörn segir að Natus hafi einfaldlega framleitt kópíu af vörunni þeirra án þess að reyna að fela það. Líklegt sé að stórfyrirtæki geri þetta oft í skjóli þess að hafa ótakmörkuð fjárráð sem þau treysta á að litli aðilinn geti ekki keppt við. Natus sendi til dæmis her lögmanna til Íslands og beitti alls kyns klækjabrögðum öðrum.Vísir/Vilhelm Persónulegir tölvupóstar meðal gagna Málaferlin í Bandaríkjunum gerðu það að verkum að fulltrúar Natus fengi heimild til að afla sér sönnunargagna í gögnum Nox. „Þetta var mikill darraðadans. Þarna voru þeir búnir að ráða bestu lögmennina, með ótakmarkaðan aðgang að peningum að ráðast með offorsi á lítið fyrirtæki á Íslandi. Hingað til lands kom því her lögmanna til að afla sönnunargagna. Þeir afrituðu alls kyns gögn hjá okkur, meira að segja persónulega tölvupósta.“ Þessa heimild fengu þeir vegna þess að þeir ætluðu að sanna að uppfinningin væri svo ómerkileg að hún stæðist ekki kröfur um einkaleyfi. „Þeir höfðu því leyfi til að afrita gögn hjá okkur og skima að ákveðnum leitarorðum. Þess vegna voru persónulegir tölvupóstar á meðal gagna.“ Hrokafulli forstjórinn Sveinbjörn segir að tímabilið sem tók við hafi verið ótrúlegt. Þannig hafi þrjú ár farið í það að hann og Pétur Már Halldórsson framkvæmdastjóri þvældust á milli borga hér og þar í heiminum. Við þurftum að mæta fyrir rétt í Berlín því þar voru málaferlin sem sneru að evrópsku einkaleyfistofunni. Síðan þurftum við að mæta til Washington fyrir bandarísku einkaleyfistofuna og í Delaware voru síðan málaferlin um lögbannið og gegn mér. Þarna sátum við Pétur eins og út spýtt hundskinn að reyna að verja okkur. Í alls konar yfirheyrslum og réttarhöldum hér og þar í heiminum.“ Vitni voru kölluð til hér og þar. Meira að segja bandarískir prófessorar úr virtum háskólum til að staðfesta að uppfinning Nox Medical væri svo ómerkileg að það ætti að hnekkja á þegar veittum einkaleyfum. „Það sem bjargaði miklu hjá okkur var að hér á Íslandi felst svo mikil vinna hjá okkur í alls kyns greiningarvinnu. Það sem við gerðum því var að teymið okkar fór á fullt í að greina gögn og framleiða sönnunargögn fyrir okkur, í staðinn fyrir að framleiða vöru. Það var alveg augljóst að í þessum efnum vorum við með miklu betra teymi og hæfara fólk. Sönnunargögnin okkar voru því unnin og lögð fram á vísindalegum grunni.“ Þó var ítrekað reynt að mæla fyrir einhvers konar sáttum. Hins vegar var forstjóri Natus ekki til í að hitta Sveinbjörn og Pétur á fundi fyrr en árið 2016. Félagarnir flugu þá til Kaliforníu til að hitta forstjórann. „Það var augljóst að hann nennti ekki að hitta okkur og leit því á þennan fund sem einhvers konar greiða við okkur. Það er á þessum fundi sem hann segir: „This is not how we do business in this country. I think you are a little naive.““ Sveinbjörn segir að margt í Bandaríkjunum hafi líka verið eins og í bíómynd. „Málaferlin stækkuðu og stækkuðu og enda því með að verða að réttarhöldum. Þar sem boðaðir voru 30 einstaklingar sem lögmennirnir héldu síðan reikistefnu um hvort væru hæfir einstaklingar í kviðdóm eða ekki. Hver má vera og hver ekki….“ Réttarhöldin voru áðurnefnd réttarhöld í Delaware, annars vegar vegna lögbannsins en hins vegar vegna kærunnar á Sveinbjörn persónulega. „Dómarinn í þeim réttarhöldum sá þó frekar snemma að það mál stefndi í algjöra vitleysu. Hann vísaði því málinu frá en ég viðurkenni að þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla,“ segir Sveinbjörn og vísar þar til málsins þar sem hann var kærður persónulega. Hitt réttarhaldið gekk lengra þar sem hver sérfræðingurinn á fætur öðrum var kallaður til sem vitni. Starfsfólk Nox Medical þar á meðal. Það tók Nox Medical tæpan áratug að sigra Natus á öllum vígstöðvum: Í Bandaríkjunum og í Evrópu. Málaferli og réttarhöld stóðu yfir árum saman og víðs vegar um heiminn. Natus var gert að hætta framleiðslu, greiða Nox Medical skaðabætur og dómstólar á öllum stigum úrskurðuðu einkaleyfi Nox Medical gilt. Þegar Davíð sigraði Golíat Loks fór þá að sjá til sólu. „Á endanum úrskurðaði kviðdómurinn okkur í vil. Og ekki nóg með það að Natus hefði verið að brjóta á okkur, heldur hefðu þeir í öllu málinu verið að brjóta á okkur með einbeittum brotavilja. Við vorum því að búast við mun hærri skaðabótum frá Natus en dómarinn dæmdi þeim þó aðeins til að greiða okkur um 650 þúsund dollara í bætur sem okkur fannst allt of lítið.“ Sérstaklega með tilliti til þess að kostnaður Nox Medical voru um þrjár milljónir dollara. Natus áfrýjaði niðurstöðu dómarans um skaðabæturnar en sem betur fer, urðu forstjóraskipti skömmu síðar hjá Natus. „Nýi forstjórinn ákvað strax að hann væri ekki að nenna þessu máli lengur. Þannig að þeir greiddu okkur bæturnar og þar með kláruðust lögbannsmálin.“ Þá fóru málin hjá einkaleyfistofunum beggja megin Atlantshafsins líka á þann veg að einkaleyfið sem Nox Medical hefði fengið 2014 á plaststykkinu væru að fullu gild. Á það var meira að segja reynt fyrir æðri dómstólum í Evrópu, sem dæmi Nox Medical líka í vil. „Tölvupósturinn með niðurstöðu æðri dómstóls í Evrópu barst bara núna í mars árið 2023. Þar er úrskurðað að einkaleyfin sem við fengum árið 2014 eru gild en þetta tók okkur þó hátt í áratug,“ segir Sveinbjörn og bætir við: „Sem þýðir að það er langt frá því að vera einhver vörn að hljóta einkaleyfi. Fyrirtæki sem fá einkaleyfi verða að gera ráð fyrir því að geta haldið uppi vörnum, jafnvel að eiga varasjóði, til þess að geta varist svona risum. Því eflaust er þetta stundað mikið út um heiminn. Að stóru fyrirtækin kópera hugmyndir nýsköpunarfyrirtækjanna, fullviss um að þau ráða ekki við að gera neitt í málinu.“ Sveinbjörn segir líka mega draga þann lærdóm af málinu að það er ekki hægt að treysta á neitt siðferði eða að heiðursmannasamkomulag ríki í viðskiptaheiminum. Það er ekkert í veruleikanum sem segir að það séu einhverjar löggur sem spotti glæpamennina þegar stór fyrirtæki brjóta á einkaleyfum. Og ekkert sem heitir að siðferði stoppi einn né neinn. Vörunni þinni er einfaldlega stolið í skjóli þess að litli aðilinn geti væntanlega ekki varið sig og það má alveg sjá af þessari sögu hvernig valdið er alltaf hjá þeim aðila sem er með peningana.“ Sveinbjörn segir þó mikilvægt að íslensk nýsköpunarfyrirtæki sæki allaf um einkaleyfi. „Og þar er engin uppfinning of lítil. Tökum til dæmis þetta plaststykki okkar. Við erum að nota gervigreind með rafeindabúnaði til að greina svefnmælingarnar. En það breytir því ekki að plaststykkið er uppfinning sem tryggir í rauninni gæði vörunnar. Uppfinningarnar geta því verið litlar og alls ekki líklegar til að hljóta nein Nóbelsverðlaun. En þær geta skipt gífurlega miklu máli.“ En hvernig metur þú málið í dag: Er þetta búið að vera þess virði? „Það hafa margir spurt hvort kostnaðurinn hafi verið réttlætanlegur. Því skaðabæturnar sem við fengum dekkuðu ekki nema lítill hluta kostnaðarins. En frá því að við fengum einkaleyfi höfum við selt þessa vöru fyrir yfir 70 milljónir dollara. Það segir allt sem segja þarf. En ég myndi ekki óska neinum þessa lífsreynslu.“
Nýsköpun Tækni Dómsmál Stjórnun Góðu ráðin Heilbrigðismál Svefn Tengdar fréttir „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum“ „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum,“ segir Margrét Vilborg Bjarnadóttir einn stofnenda PayAnalytics sem á dögunum hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2023. 1. nóvember 2023 07:00 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 36 ára Íslendingur í geimbransanum: Forstjórastóllinn kom tíu árum á undan áætlun Fyrir rúmri viku var birtur árlegur listi Berlingske með nöfnum 100 ungra vonarstjarna í dönsku atvinnulífi. Hjalti Páll Þorvarðarson er ekki aðeins á listanum, heldur taldist tilefni til að ræða við Hjalta í heilu opnuviðtali í blaðinu. Einnig birt á netinu. 11. apríl 2023 07:01 Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum“ „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum,“ segir Margrét Vilborg Bjarnadóttir einn stofnenda PayAnalytics sem á dögunum hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2023. 1. nóvember 2023 07:00
Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02
36 ára Íslendingur í geimbransanum: Forstjórastóllinn kom tíu árum á undan áætlun Fyrir rúmri viku var birtur árlegur listi Berlingske með nöfnum 100 ungra vonarstjarna í dönsku atvinnulífi. Hjalti Páll Þorvarðarson er ekki aðeins á listanum, heldur taldist tilefni til að ræða við Hjalta í heilu opnuviðtali í blaðinu. Einnig birt á netinu. 11. apríl 2023 07:01
Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01
Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01