„Svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. október 2023 21:37 Glódís Perla bar fyrirliðabandið og var valin maður leiksins. Hér sést hún hrifsa boltann af markaskoraranum Amalie Vangsgaard. Vísir / Hulda Margrét Íslenska landsliðið mátti þola sárt og svekkjandi 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildar kvenna. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði liðsins og maður leiksins að mati álitsgjafa Vísis, gaf sig til tals við blaðamann strax að leik loknum. Hún var skiljanlega svekkt á svip en sagðist stolt af liðinu og var ánægð að geta svarað fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik gegn Þýskalandi. „Gríðarlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu afþví mér fannst við spila vel. Er gríðarlega stolt af liðinu, hvernig við komum inn í þennan leik og svöruðum svolítið fyrir frammistöðuna sem við sýndum í leiknum þar á undan.“ Ísland reyndi fyrir sér nýtt leikkerfi sem virkaði vel lengst af. Danmörku tókst ekki að skapa sér mörg hættuleg færi og íslenska liðið varð yfirleitt ofan á í baráttunni um boltann. „Fyrst og fremst bara hugarfarið [sem við breyttum frá síðasta leik], við vorum fastar fyrir og lömdum á þeim. Okkur tókst að finna svæðin sem við ræddum um fyrir leik, sýndum gæði þar og hefðum getað gert það oftar en ég er samt gríðarlega ánægð með liðið í dag.“ Með þessu tapi breikkar bilið töluvert til efstu liða. Ísland situr nú í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með Þýskaland og Danmörku fyrir ofan sig en Wales fyrir neðan. Ólíklegt er að efstu tvö sætin séu möguleiki en mikilvægt er fyrir Ísland að halda sér í þriðja sætinu svo þær falli ekki niður í B-deild. „Markmiðið okkar er að halda okkur í A-deild, þar spilum við við bestu liðin og það er það sem við viljum. Fá svona leiki eins og í dag þar sem við þurfum að vera með 100% einbeitingu allan tímann. Við viljum klárlega halda okkur uppi.“ Það er stutt í næsta leik en íslenska liðið tekur á móti Þýskalandi á þriðjudaginn kemur og gefst færi á að hefna 4-0 tapið í síðustu viðureign liðanna. „Það var bara fullur fókus á þennan leik. Nú förum við bara upp á hótel í endurheimt, förum yfir það sem við gerðum vel í dag og hvað er hægt að gera betur. Svo byrjum við að einbeita okkur að Þýskalandi“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Hún var skiljanlega svekkt á svip en sagðist stolt af liðinu og var ánægð að geta svarað fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik gegn Þýskalandi. „Gríðarlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu afþví mér fannst við spila vel. Er gríðarlega stolt af liðinu, hvernig við komum inn í þennan leik og svöruðum svolítið fyrir frammistöðuna sem við sýndum í leiknum þar á undan.“ Ísland reyndi fyrir sér nýtt leikkerfi sem virkaði vel lengst af. Danmörku tókst ekki að skapa sér mörg hættuleg færi og íslenska liðið varð yfirleitt ofan á í baráttunni um boltann. „Fyrst og fremst bara hugarfarið [sem við breyttum frá síðasta leik], við vorum fastar fyrir og lömdum á þeim. Okkur tókst að finna svæðin sem við ræddum um fyrir leik, sýndum gæði þar og hefðum getað gert það oftar en ég er samt gríðarlega ánægð með liðið í dag.“ Með þessu tapi breikkar bilið töluvert til efstu liða. Ísland situr nú í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með Þýskaland og Danmörku fyrir ofan sig en Wales fyrir neðan. Ólíklegt er að efstu tvö sætin séu möguleiki en mikilvægt er fyrir Ísland að halda sér í þriðja sætinu svo þær falli ekki niður í B-deild. „Markmiðið okkar er að halda okkur í A-deild, þar spilum við við bestu liðin og það er það sem við viljum. Fá svona leiki eins og í dag þar sem við þurfum að vera með 100% einbeitingu allan tímann. Við viljum klárlega halda okkur uppi.“ Það er stutt í næsta leik en íslenska liðið tekur á móti Þýskalandi á þriðjudaginn kemur og gefst færi á að hefna 4-0 tapið í síðustu viðureign liðanna. „Það var bara fullur fókus á þennan leik. Nú förum við bara upp á hótel í endurheimt, förum yfir það sem við gerðum vel í dag og hvað er hægt að gera betur. Svo byrjum við að einbeita okkur að Þýskalandi“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54
Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50