Fótbolti

Dæmdur í sjö leikja bann fyrir færslu um stríðið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Youcef Atal, leikmaður Nice og alsírska landsliðsins.
Youcef Atal, leikmaður Nice og alsírska landsliðsins.

Youcef Atal, leikmaður Nice í Frakklandi, hefur verið dæmdur í sjö leikja bann af franska knattspyrnusambandinu eftir færslu á samfélagsmiðlum um stríðið í Ísrael og Palestínu. 

Atal birti myndband á Instagram síðu sinni sem fékk fljótt gríðarmikla gagnrýni fyrir vanvirðingu gagnvart gyðingum. Leikmaðurinn var ekki lengi að fjarlæga færsluna og baðst innilega afsökunar í kjölfarið. 

Franska knattspyrnusambandið tók málið til rannsóknar ásamt aganefnd FIFA og komust að þeirri niðurstöðu að leikmaðurinn yrði dæmdur í sjö leikja bann.

Fyrir þetta hafði leikmaðurinn verið sendur í leyfi frá störfum af félagsliði sínu, en sinnti landsliðsverkefnum á dögunum með Alsír. 

Youcef Atal mun því missa af næstu leikjum Nice en liðið situr í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar eftir níu umferðir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×