Svona komst lögreglan á snoðir um skútuna Jón Þór Stefánsson skrifar 25. október 2023 23:17 Jonaz Rud Vodder vakti athygli tollgæslunnar sem átti eftir að orsaka það að hann var handtekinn og síðan ákærður. Vísir/Vilhelm Rannsóknarlögreglumaður, sem stjórnaði rannsókninni á skútumálinu svokallaða, útskýrði fyrir dómi á þriðjudag hvernig lögregla komst á snoðir um skútuna sem í fundust tæplega 160 kíló af hassi. Mennirnir voru handteknir í júní á þessu ári við Garðskagavita á Reykjanesi. Poul Frederik Olsen 54 ára og Henry Fleischer 34 ára sigldu skútunni frá Danmörku á leið sinni til Grænlands. Þeir hafa báðir lýst því að þeir hafi lent í vondu veðri á sjónum og að vélin í skútunni hafi bilað. Þess vegna þurftu þeir að vera við Íslandstrendur. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum vegna vandræðanna sem mennirnir lentu í úti á sjó. Það var svo þegar annar skútumannanna kom á gúmmíbát í land til að fá vistir hjá yngsta manninum í fjörunni við Garðskagavita sem lögregla lét til skarar skríða og handtók þá. Þess má geta að lögreglan hafði gert yfirborðsleit á skútunni, en þá var enginn grunur um að stórfellt fíkniefnasmygl væri að eiga sér stað. Svo virðist sem Jonaz hafi þótt grunsamlegur þegar hann kom til landsins frá Danmörku. Tollgæslan ræddi við hann og lögreglan í kjölfarið. Hann gaf lögreglu aðgang að síma sínum og þar af leiðandi komst hún yfir samskipti hans, þar sem fram kom að hann ætti að koma vistum í umrædda skútu. Jonazi var sleppt lausum en var undir smásjá lögreglu. Sími hans var hleraður og náið var fylgst með ferðum bíls hans. Hann gerði það sem lögreglan bjóst við, en það fólst meðal annars í því að kaupa og útbúa vistirnar handa skipverjunum í skútunni. Líkt og áður segir var það þegar annar tvímenninganna fór á gúmmíbát að sækja vistirnar þegar lögregla ákvað að handtaka mennina. Sérstakur veggur í skútunni Fleiri lögreglumenn báru vitni í aðalmeðferð málsins á þriðjudag í Héraðsdómi Reykjaness. Þeir lýstu til að mynda aðbúnaði í skútunni og sögðust hafa fundið hassið á bak við vegg, sem virtist nýútbúinn og ekki í takti við aðrar innréttingar skútunnar. Poul, einn skipverjanna, lýsti því fyrir dómi að í nokkra daga þar sem hann hafði ekki verið í skútunni, þá hafi leynihólf eða box verið útbúið inni í henni. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann hafa grunað að í leynihólfinu væru fíkniefni. Hann vildi þó ekki ganga svo langt þegar hann bar vitni fyrir dómi, en sagði þó að honum hafi liðið eins og eitthvað illt hafi búið innan í leynihólfinu. Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Poul Frederik Olsen 54 ára og Henry Fleischer 34 ára sigldu skútunni frá Danmörku á leið sinni til Grænlands. Þeir hafa báðir lýst því að þeir hafi lent í vondu veðri á sjónum og að vélin í skútunni hafi bilað. Þess vegna þurftu þeir að vera við Íslandstrendur. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum vegna vandræðanna sem mennirnir lentu í úti á sjó. Það var svo þegar annar skútumannanna kom á gúmmíbát í land til að fá vistir hjá yngsta manninum í fjörunni við Garðskagavita sem lögregla lét til skarar skríða og handtók þá. Þess má geta að lögreglan hafði gert yfirborðsleit á skútunni, en þá var enginn grunur um að stórfellt fíkniefnasmygl væri að eiga sér stað. Svo virðist sem Jonaz hafi þótt grunsamlegur þegar hann kom til landsins frá Danmörku. Tollgæslan ræddi við hann og lögreglan í kjölfarið. Hann gaf lögreglu aðgang að síma sínum og þar af leiðandi komst hún yfir samskipti hans, þar sem fram kom að hann ætti að koma vistum í umrædda skútu. Jonazi var sleppt lausum en var undir smásjá lögreglu. Sími hans var hleraður og náið var fylgst með ferðum bíls hans. Hann gerði það sem lögreglan bjóst við, en það fólst meðal annars í því að kaupa og útbúa vistirnar handa skipverjunum í skútunni. Líkt og áður segir var það þegar annar tvímenninganna fór á gúmmíbát að sækja vistirnar þegar lögregla ákvað að handtaka mennina. Sérstakur veggur í skútunni Fleiri lögreglumenn báru vitni í aðalmeðferð málsins á þriðjudag í Héraðsdómi Reykjaness. Þeir lýstu til að mynda aðbúnaði í skútunni og sögðust hafa fundið hassið á bak við vegg, sem virtist nýútbúinn og ekki í takti við aðrar innréttingar skútunnar. Poul, einn skipverjanna, lýsti því fyrir dómi að í nokkra daga þar sem hann hafði ekki verið í skútunni, þá hafi leynihólf eða box verið útbúið inni í henni. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann hafa grunað að í leynihólfinu væru fíkniefni. Hann vildi þó ekki ganga svo langt þegar hann bar vitni fyrir dómi, en sagði þó að honum hafi liðið eins og eitthvað illt hafi búið innan í leynihólfinu.
Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira