Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 07:05 Þúsundir Palestínumanna eru látnir eftir hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna síðustu daga og vikur. Ísraelsmenn telja sig hins vegar í fullum rétti að hefna fyrir hroðaverk Hamas-liða. AP/Abed Khaled Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, varaði við því á sunnudag að eldsneyti yrði brátt á þrotum og án þess yrði ekkert vatn, engin heilbrigðisþjónusta og engin matvælaframleiðsla á borð við brauðbakstur. Ísraelsher hefur brugðist við yfirlýsingunum með því að birta myndir af því sem þeir segja eldsneytistanka með meira en 500.000 lítra af olíu, á Gasa. „Spyrjið Hamas hvort þið megið ekki fá eitthvað af henni,“ sagði með myndinni. We know for sure that there's plenty of fuel in Gaza. Hamas has stored fuel in advance, and is stealing fuel from both civilians and the @UN, to power its war machine against Israel. When will the world hold Hamas accountable for its crimes against humanity and against the pic.twitter.com/qT3vteG6bg— Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í gær eftir tafarlausu vopnahléi til að binda enda á stórkostlegar þjáningar íbúar Gasa. Guterres sagði umsátur Ísraelsmanna um svæðið og stöðugar loftárásir jafngilda hóprefsingu gegn Palestínumönnum og brot gegn alþjóðalögum. Guterres sagði að árásir Hamas á almenna borgara í Ísrael þann 7. október síðastliðinn hafa verið hörmulegar en þær hefðu ekki átt sér stað í tómarúmi. Palestínumenn hefðu mátt sæta 56 ára „kæfandi hersetu“. Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðarinnar, kallaði tafarlaust eftir afsögn Guterres og sagði hann veruleikafirrtan. Ummæli hans væru ekkert annað en réttlæting á morðum og hryðjuverkum. „Það er dapurlegt að einstaklingur með þessa afstöðu sé leiðtogi samtaka sem voru stofnuð í kjölfar helfararinnar,“ sagði Erdan. Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, afboðaði fyrirhugaðan fund með Guterres í kjölfar ummæla síðarnefnda. The shocking speech by the @UN Secretary-General at the Security Council meeting, while rockets are being fired at all of Israel, proved conclusively, beyond any doubt, that the Secretary-General is completely disconnected from the reality in our region and that he views the — Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 Mai al-Kaila, heilbrigðisráðherra Palestínu, segir þrjú sjúkrahús á Gasa nú óstarfhæf vegna eldsneytisskorts. Hún hefur kallað eftir því að heimilað verði að flytja særða og alvarlega veika á sjúkrahús í Egyptalandi. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að eldsneytisflutningar yrðu ekki leyfðir yfir landamærin að Egyptalandi þar sem því yrði stolið af Hamas. Hamas-samtökin hefðu rænt eldsneyti frá UNRWA sem þau gætu látið sjúkrahúsin fá. Yfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, sögðu yfir 700 manns hafa látist í loftárásum Ísraelsmanna í gær. Luke Baker, fyrrverandi fréttaritari Reuters í Jerúsalem, hefur þó varað við því að menn taki tölur frá Hamas trúanlegar og hefur bent á að engin leið sé til að staðfesta þær. Death tolls, a It seems obvious that any self-respecting news organisation would make clear that Gaza's health ministry is run by Hamas. Hamas has a clear propaganda incentive to inflate civilian casualties as much as possible. I'm not denying there are civilians being killed— Luke Baker (@BakerLuke) October 24, 2023 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, varaði við því á sunnudag að eldsneyti yrði brátt á þrotum og án þess yrði ekkert vatn, engin heilbrigðisþjónusta og engin matvælaframleiðsla á borð við brauðbakstur. Ísraelsher hefur brugðist við yfirlýsingunum með því að birta myndir af því sem þeir segja eldsneytistanka með meira en 500.000 lítra af olíu, á Gasa. „Spyrjið Hamas hvort þið megið ekki fá eitthvað af henni,“ sagði með myndinni. We know for sure that there's plenty of fuel in Gaza. Hamas has stored fuel in advance, and is stealing fuel from both civilians and the @UN, to power its war machine against Israel. When will the world hold Hamas accountable for its crimes against humanity and against the pic.twitter.com/qT3vteG6bg— Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í gær eftir tafarlausu vopnahléi til að binda enda á stórkostlegar þjáningar íbúar Gasa. Guterres sagði umsátur Ísraelsmanna um svæðið og stöðugar loftárásir jafngilda hóprefsingu gegn Palestínumönnum og brot gegn alþjóðalögum. Guterres sagði að árásir Hamas á almenna borgara í Ísrael þann 7. október síðastliðinn hafa verið hörmulegar en þær hefðu ekki átt sér stað í tómarúmi. Palestínumenn hefðu mátt sæta 56 ára „kæfandi hersetu“. Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðarinnar, kallaði tafarlaust eftir afsögn Guterres og sagði hann veruleikafirrtan. Ummæli hans væru ekkert annað en réttlæting á morðum og hryðjuverkum. „Það er dapurlegt að einstaklingur með þessa afstöðu sé leiðtogi samtaka sem voru stofnuð í kjölfar helfararinnar,“ sagði Erdan. Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, afboðaði fyrirhugaðan fund með Guterres í kjölfar ummæla síðarnefnda. The shocking speech by the @UN Secretary-General at the Security Council meeting, while rockets are being fired at all of Israel, proved conclusively, beyond any doubt, that the Secretary-General is completely disconnected from the reality in our region and that he views the — Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 Mai al-Kaila, heilbrigðisráðherra Palestínu, segir þrjú sjúkrahús á Gasa nú óstarfhæf vegna eldsneytisskorts. Hún hefur kallað eftir því að heimilað verði að flytja særða og alvarlega veika á sjúkrahús í Egyptalandi. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að eldsneytisflutningar yrðu ekki leyfðir yfir landamærin að Egyptalandi þar sem því yrði stolið af Hamas. Hamas-samtökin hefðu rænt eldsneyti frá UNRWA sem þau gætu látið sjúkrahúsin fá. Yfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, sögðu yfir 700 manns hafa látist í loftárásum Ísraelsmanna í gær. Luke Baker, fyrrverandi fréttaritari Reuters í Jerúsalem, hefur þó varað við því að menn taki tölur frá Hamas trúanlegar og hefur bent á að engin leið sé til að staðfesta þær. Death tolls, a It seems obvious that any self-respecting news organisation would make clear that Gaza's health ministry is run by Hamas. Hamas has a clear propaganda incentive to inflate civilian casualties as much as possible. I'm not denying there are civilians being killed— Luke Baker (@BakerLuke) October 24, 2023
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira