Fótbolti

Full­yrðir að Ólafur Ingi sé að taka við KR

Siggeir Ævarsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason á HM 2018
Ólafur Ingi Skúlason á HM 2018 Vísir/Getty

Fótboltagúrúinn Hjörvar Hafliðason, einnig þekktur sem Dr. Football, greindi frá því á Twitter í dag Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari KR. Í sömu færslu segir hann að Rúnar Kristinsson, fyrrum þjálfari KR, sé að taka við Fram.

Leiðir KR og Rúnars skildu í haust en Rúnar hafði verið með liðið síðan 2017 og var það önnur þjálfaratíð hans með liðið. Hann skilaði KR þremur Íslandsmeistaratitlum og þremur bikarmeistaratitlum. Árangurinn í ár var þó ekki upp á marga fiska en liðið endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar.

Ólafur Ingi Skúlason, sem er uppalinn Fylkismaður, átti langan og farsælan feril sem atvinnumaður en hann gekk til liðs við Arsenal aðeins 18 ára gamall. Hann lagði keppnisskóna á hilluna 2018 og hefur þjálfað U19 landslið karla síðan 2019.

KR verður því fyrsta félagsliðið sem Ólafur þjálfar, en mikið hefur verið skrafað og skeggrætt um hver ætti að taka við stjórnartaumunum í Vesturbænum síðustu vikur.

Hjörvar fullyrðir einnig að Rúnar sé kominn með nýja vinnu og sé að taka við Fram en Framarar sögðu Jóni Sveinssyni upp störfum í lok júlí. Ragnar Sigurðsson tók við liðinu tímabundið og bjargaði því naumlega frá falli


Tengdar fréttir

Jón Þórir hættur með Fram

Stjórn Knattspyrnudeildar Fram hefur sagt Jóni Þóri Sveinssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Jón Þórir hefur verið þjálfari liðsins síðan 2018 og stýrði því upp úr 1. deild haustið 2021. Fram tapaði í gær fjórða leik sínum í röð og situr í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar.

Rúnar stað­festir við­ræður

Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×