„Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. október 2023 12:16 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélagsins segir mikilvæg að fræða fólk betur um lyf. Aðsend/Vilhelm Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. Sagt var frá því í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í vikunni að dæmi séu um að börn sem þjást af verkjum taki verkjalyf líkt og íbúfen og paratabs til að komast á íþróttaæfingar og til að keppa. Ekki er kveðið á um nein aldurstakmörk við kaup á lyfjum hvorki í lyfjalögum né reglugerðum. Fréttastofa sendi þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélagsins segir lyfjafræðinga geta verið í erfiðri stöðu þegar börn koma í apótek til að kaupa sér lyf. „Það er klárt mál að það þurfi að skýra reglurnar af því það er náttúrulega svolítið fáránlegt að vera með lyf sem stendur á geymist þar sem börn ná ekki til en svo geta börn bara farið í apótek og keypt þau af því það eru engar reglur fyrir því hvaða aldur má selja þetta niður í.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Hún segist ekki hafa upplifað það sem algengt vandamál að börn séu að kaupa lyf en engu að síður þurfi að skýra reglurnar. „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf ef það eru ekki reglur fyrir því að við megum neita þeim.“ Félagsmenn hafi rætt málið saman og séu sammála um að kalla eftir skýrari reglum þegar kemur að börnum og lyfjakaupum. „Það var til dæmis einn lyfjafræðingur sem minntist á að ef að það kemur barn í apótek til hennar þá hefur hún reynt að hringja í foreldri en það er ekkert í lögum sem sem segir að hún eigi að gera það. Við verðum svolítið að hugsa við megum ekki setja ábyrgðina á börnin sem vita ekki betur. Við verðum svolítið að setja ábyrgðina á foreldrana.“ Mikilvægt að hlusta vel á líkamann Sigurbjörg segir mikilvægt að fræða fólk betur um lyf. Hún hafi rekið sig á að fræðslan sem fólk fái komi oft í gengum samfélagsmiðla eða jafnaldra. Mögulega þurfi heilbrigðisstarfsfólk að stíga oftar fram og fræða betur. „Það er kannski svolítið skrýtið að samfélagið setji þá pressu á ungt fólk að það verði að nota verkjalyf til þess að geta haldið æfingum áfram og þá finnst mér kannski vanta svolítið fræðslu. Af því að lyfjafræðingar í apótekum við vitum alveg að það er ekkert lyf sem er fullkomið og þegar þú ert að nota lyf við verkjum þá ertu náttúrulega að slökkva á þessum boðum sem líkaminn er að senda.“ Mikilvægt sé að hlusta á það sem líkmanninn er að reyna að segja með verkjunum. „Líkaminn er að segja þér eitthvað og hvað er hann að segja þér. Hann er að segja þér að taka því rólega. Hann er að segja þér að breyta aðeins til eða að reyna að komast að rót vandans. Af hverju ertu með þessa verki. Hann er að segja þér eitthvað og þegar þú tekur verkjalyf þá ertu að slökkva á þessum boðum.“ Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Tengdar fréttir Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00 Tilkynningar til barnaverndar út af álagi í íþróttum Barnavernd hafa borist tilkynningar í tengslum við íþróttaiðkun barna. Flestar snúast um að verið sé að leggja of mikið álag á börnin. 17. október 2023 13:34 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Sagt var frá því í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í vikunni að dæmi séu um að börn sem þjást af verkjum taki verkjalyf líkt og íbúfen og paratabs til að komast á íþróttaæfingar og til að keppa. Ekki er kveðið á um nein aldurstakmörk við kaup á lyfjum hvorki í lyfjalögum né reglugerðum. Fréttastofa sendi þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélagsins segir lyfjafræðinga geta verið í erfiðri stöðu þegar börn koma í apótek til að kaupa sér lyf. „Það er klárt mál að það þurfi að skýra reglurnar af því það er náttúrulega svolítið fáránlegt að vera með lyf sem stendur á geymist þar sem börn ná ekki til en svo geta börn bara farið í apótek og keypt þau af því það eru engar reglur fyrir því hvaða aldur má selja þetta niður í.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Hún segist ekki hafa upplifað það sem algengt vandamál að börn séu að kaupa lyf en engu að síður þurfi að skýra reglurnar. „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf ef það eru ekki reglur fyrir því að við megum neita þeim.“ Félagsmenn hafi rætt málið saman og séu sammála um að kalla eftir skýrari reglum þegar kemur að börnum og lyfjakaupum. „Það var til dæmis einn lyfjafræðingur sem minntist á að ef að það kemur barn í apótek til hennar þá hefur hún reynt að hringja í foreldri en það er ekkert í lögum sem sem segir að hún eigi að gera það. Við verðum svolítið að hugsa við megum ekki setja ábyrgðina á börnin sem vita ekki betur. Við verðum svolítið að setja ábyrgðina á foreldrana.“ Mikilvægt að hlusta vel á líkamann Sigurbjörg segir mikilvægt að fræða fólk betur um lyf. Hún hafi rekið sig á að fræðslan sem fólk fái komi oft í gengum samfélagsmiðla eða jafnaldra. Mögulega þurfi heilbrigðisstarfsfólk að stíga oftar fram og fræða betur. „Það er kannski svolítið skrýtið að samfélagið setji þá pressu á ungt fólk að það verði að nota verkjalyf til þess að geta haldið æfingum áfram og þá finnst mér kannski vanta svolítið fræðslu. Af því að lyfjafræðingar í apótekum við vitum alveg að það er ekkert lyf sem er fullkomið og þegar þú ert að nota lyf við verkjum þá ertu náttúrulega að slökkva á þessum boðum sem líkaminn er að senda.“ Mikilvægt sé að hlusta á það sem líkmanninn er að reyna að segja með verkjunum. „Líkaminn er að segja þér eitthvað og hvað er hann að segja þér. Hann er að segja þér að taka því rólega. Hann er að segja þér að breyta aðeins til eða að reyna að komast að rót vandans. Af hverju ertu með þessa verki. Hann er að segja þér eitthvað og þegar þú tekur verkjalyf þá ertu að slökkva á þessum boðum.“
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Tengdar fréttir Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00 Tilkynningar til barnaverndar út af álagi í íþróttum Barnavernd hafa borist tilkynningar í tengslum við íþróttaiðkun barna. Flestar snúast um að verið sé að leggja of mikið álag á börnin. 17. október 2023 13:34 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00
Tilkynningar til barnaverndar út af álagi í íþróttum Barnavernd hafa borist tilkynningar í tengslum við íþróttaiðkun barna. Flestar snúast um að verið sé að leggja of mikið álag á börnin. 17. október 2023 13:34
„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00
„Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00
Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11