Atvinnurekendur telja engin efni til hækkana Árni Sæberg skrifar 19. október 2023 16:03 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/ARnar Mikill meirihluti aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins telur svigrúm til launahækkana á næsta ári innan við fjögur prósent. Tæplega fjórðungur telur svigrúm á bilinu 0 til 0,9 prósent. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum könnunar Gallup á meðal aðildarfyrirtækja og viðhorfshóps Gallup, sem fram fór í mánuðinum. Könnunin var gerð fyrir ársfund atvinnulífsins, sem haldinn er í dag. Könnunin er hluti af liðnum Hvað ber í milli og ber saman svör fyrirtækja og almennings við sömu spurningum. Þar er spurt um kjarasamninga, svigrúm til launahækkana og hvaða mál eigi að leggja áherslu á, meðal annars. Vilji til að minnka verðbólgu beggja megin borðsins Á meðal atvinnulífs og almennings er mikil samstaða um hvað eigi að leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. Yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA og almennings nefndu samninga sem stuðli að lækkun vaxta og verðbólgu og samninga sem varðveiti kaupmátt og tryggi störf. Um það bil helmingur beggja hópa nefndu svo sérstaka hækkun lægstu launa umfram almennar launabreytingar sem áhersluatriði í komandi kjarasamningum. Almenningur telur líka lítið svigrúm Meirihluti almennings telur lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda. Aftur á móti telur yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA, eða yfir 80 prósent, lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana. Þegar fólk er beðið um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda árið 2024 segir nærri helmingur almennings svigrúmið vera innan við fjögur prósent. Þegar svarendur eru beðnir um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana árið 2024 segja 73 prósent aðildarfyrirtækja SA svigrúmið vera innan við 4 prósent, þar af segja 23 prósent svigrúmið vera á bilinu 0 til 0,9 prósent og 21 prósent segir það vera á bilinu 2 til 2,9 prósent. Fáir spenntir fyrir skammtímasamningum Einungis 21,2 prósent almennings og 4,2 prósent aðildarfyrirtækja SA vilja að stefnt verði að skammtímasamningi, sem gildir í tvö ár eða minn. Tæplega helmingur almennings vill að stefnt verði að samningi til þriggja ára eða lengur á meðan rúmlega 80 prósent sama hóps vilja að samið verði til tveggja ára eða lengur. Á meðal aðildarfyrirtækja SA ríkir einnig mikill vilji til langtímasamninga, en þar vilja 80 prósent svarenda að samið verði til þriggja ára eða lengur. Þegar horft er til tveggja ára eða lengur eykst hlutfallið í tæp 96 prósent á meðal aðildarfyrirtækja SA. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. 19. október 2023 14:01 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum könnunar Gallup á meðal aðildarfyrirtækja og viðhorfshóps Gallup, sem fram fór í mánuðinum. Könnunin var gerð fyrir ársfund atvinnulífsins, sem haldinn er í dag. Könnunin er hluti af liðnum Hvað ber í milli og ber saman svör fyrirtækja og almennings við sömu spurningum. Þar er spurt um kjarasamninga, svigrúm til launahækkana og hvaða mál eigi að leggja áherslu á, meðal annars. Vilji til að minnka verðbólgu beggja megin borðsins Á meðal atvinnulífs og almennings er mikil samstaða um hvað eigi að leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. Yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA og almennings nefndu samninga sem stuðli að lækkun vaxta og verðbólgu og samninga sem varðveiti kaupmátt og tryggi störf. Um það bil helmingur beggja hópa nefndu svo sérstaka hækkun lægstu launa umfram almennar launabreytingar sem áhersluatriði í komandi kjarasamningum. Almenningur telur líka lítið svigrúm Meirihluti almennings telur lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda. Aftur á móti telur yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA, eða yfir 80 prósent, lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana. Þegar fólk er beðið um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda árið 2024 segir nærri helmingur almennings svigrúmið vera innan við fjögur prósent. Þegar svarendur eru beðnir um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana árið 2024 segja 73 prósent aðildarfyrirtækja SA svigrúmið vera innan við 4 prósent, þar af segja 23 prósent svigrúmið vera á bilinu 0 til 0,9 prósent og 21 prósent segir það vera á bilinu 2 til 2,9 prósent. Fáir spenntir fyrir skammtímasamningum Einungis 21,2 prósent almennings og 4,2 prósent aðildarfyrirtækja SA vilja að stefnt verði að skammtímasamningi, sem gildir í tvö ár eða minn. Tæplega helmingur almennings vill að stefnt verði að samningi til þriggja ára eða lengur á meðan rúmlega 80 prósent sama hóps vilja að samið verði til tveggja ára eða lengur. Á meðal aðildarfyrirtækja SA ríkir einnig mikill vilji til langtímasamninga, en þar vilja 80 prósent svarenda að samið verði til þriggja ára eða lengur. Þegar horft er til tveggja ára eða lengur eykst hlutfallið í tæp 96 prósent á meðal aðildarfyrirtækja SA.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. 19. október 2023 14:01 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. 19. október 2023 14:01