Árásir gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2023 14:20 Frá mótmælum í Bagdad um síðustu helgi, sem haldin voru til stuðnings Palestínumanna. Nokkrir vígahópar sem studdir eru af Íran eru með starfsemi í Írak. AP/Anmar Khalil Bandarískir hermenn eru sagðir hafa slasast lítillega í drónárásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak í gær. Tveimur drónum var flogið að al Asad flugstöðinni í vesturhluta Íraks og einum að annarri herstöð í norðurhluta landsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru tveir af drónunum skotnir niður en annar í flugstöðinni einungis skemmdur. Einhverjir hermenn eru sagðir hafa orðið fyrir lítilvægum meiðslum. Vígahópar sem njóta stuðnings yfirvalda í Íran hafa hótað því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna vegna stuðnings þeirra við Ísrael. Hamas-samtökin njóta einnig stuðnings Írana, eins og Hezbollah-samtökin í Líbanon. Regnhlífasamtök þessara hópa í Írak hafa lýst yfir ábyrgð á drónaárásunum og heita frekari árásum á næstunni. U.S. Forces Defend Against Drones in Iraq https://t.co/URHNRuPdvn pic.twitter.com/C1tcdBTuyo— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 18, 2023 Fregnir hafa einnig borist af árásum á herstöðvar í Sýrlandi í dag en þær eru óstaðfestar. Fréttamiðill í Líbanon, sem tengist yfirvöldum í Íran, sagði frá því fyrr í dag að drónaárás hefði verið á Al-Tanf herstöðinni í Sýrlandi, við landamæri Íraks og Jórdaníu. Þá hefði eldflaugum verið skotið að Conoco herstöðinni í Der al-Zor héraði. Eins og áður hefur þetta ekki verið staðfest af Bandaríkjamönnum. Segjast bíða eftir skipunum frá Teheran Frá því stríðið milli Hamas og Ísrael hófst þann 7. október, hefur mest athygli beinst að Hezbolla í Líbanon,. Aðrir hópar í Mið-Austurlöndum, eins og þeir í Írak, hafa einnig hótað árásum gegn Bandaríkjamönnum. Þessir hópar tilkynntu í gær að þeir hefðu stofnað sameiginlega yfirbyggingu sem ætlað væri að hjálpa Hamas-samtökunum. Hvað það felur í sér er óljóst. Tveir heimildarmenn AP sem eru í hópunum segja meðlimi þeirra tilbúna til að taka þátt í baráttunni gegn Ísrael en yfirvöld í Íran hafi ekki enn gefið grænt ljós á að opna nýjar víglínur. Heimildarmennirnir segja nokkra af leiðtogum íröksku hópanna vera í Líbanon og Sýrlandi, ef ske kynni að skipanir berist frá Íran. Bandaríkjamenn eru með flota í austurhluta Miðjarðarhafsins. Þar á meðal er flugmóðurskip og er einnig verið að sigla öðru þangað. Þá gaf Joe Biden, forseti, nýverið skipun um að herdeild landgönguliða yrði einnig send á svæðið. Biden hefur reglulega varað aðra aðila, og þá aðallega Írana, við því að reyna að nýta sér stríð Hamas og Ísraela. Írak Sýrland Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir „Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Samkvæmt AP fréttaveitunni voru tveir af drónunum skotnir niður en annar í flugstöðinni einungis skemmdur. Einhverjir hermenn eru sagðir hafa orðið fyrir lítilvægum meiðslum. Vígahópar sem njóta stuðnings yfirvalda í Íran hafa hótað því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna vegna stuðnings þeirra við Ísrael. Hamas-samtökin njóta einnig stuðnings Írana, eins og Hezbollah-samtökin í Líbanon. Regnhlífasamtök þessara hópa í Írak hafa lýst yfir ábyrgð á drónaárásunum og heita frekari árásum á næstunni. U.S. Forces Defend Against Drones in Iraq https://t.co/URHNRuPdvn pic.twitter.com/C1tcdBTuyo— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 18, 2023 Fregnir hafa einnig borist af árásum á herstöðvar í Sýrlandi í dag en þær eru óstaðfestar. Fréttamiðill í Líbanon, sem tengist yfirvöldum í Íran, sagði frá því fyrr í dag að drónaárás hefði verið á Al-Tanf herstöðinni í Sýrlandi, við landamæri Íraks og Jórdaníu. Þá hefði eldflaugum verið skotið að Conoco herstöðinni í Der al-Zor héraði. Eins og áður hefur þetta ekki verið staðfest af Bandaríkjamönnum. Segjast bíða eftir skipunum frá Teheran Frá því stríðið milli Hamas og Ísrael hófst þann 7. október, hefur mest athygli beinst að Hezbolla í Líbanon,. Aðrir hópar í Mið-Austurlöndum, eins og þeir í Írak, hafa einnig hótað árásum gegn Bandaríkjamönnum. Þessir hópar tilkynntu í gær að þeir hefðu stofnað sameiginlega yfirbyggingu sem ætlað væri að hjálpa Hamas-samtökunum. Hvað það felur í sér er óljóst. Tveir heimildarmenn AP sem eru í hópunum segja meðlimi þeirra tilbúna til að taka þátt í baráttunni gegn Ísrael en yfirvöld í Íran hafi ekki enn gefið grænt ljós á að opna nýjar víglínur. Heimildarmennirnir segja nokkra af leiðtogum íröksku hópanna vera í Líbanon og Sýrlandi, ef ske kynni að skipanir berist frá Íran. Bandaríkjamenn eru með flota í austurhluta Miðjarðarhafsins. Þar á meðal er flugmóðurskip og er einnig verið að sigla öðru þangað. Þá gaf Joe Biden, forseti, nýverið skipun um að herdeild landgönguliða yrði einnig send á svæðið. Biden hefur reglulega varað aðra aðila, og þá aðallega Írana, við því að reyna að nýta sér stríð Hamas og Ísraela.
Írak Sýrland Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir „Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
„Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04
Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49
Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26