Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2023 15:17 Markús Ingólfur, forstjóri HSS hefur kært íslenska ríkið og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og krefst þess að ólögmæt uppsögn hans sé afturkölluð. Í yfirlýsingu lýsir Markús Ingólfur því sem var er hægt að kalla annað en fantaskap af hálfu ráðherra og ráðuneytisstjóra í hans garð vísir/Egill/Vilhelm Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. „Mér blöskrar framganga ráðherra og ráðuneytisstjóra og það má alls ekki verða að fordæmi að forstjóri heilbrigðisstofnunar sem upplýsir málefnalega um staðreyndir þurfi að gjalda fyrir það með starfinu sínu. Því hef ég þegar stefnt ríkinu og fyrirsvarsmanni þess, Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra til ógildingar á þeirri ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu Markúsar Ingólfs. Markús Ingólfur hefur eldað grátt silfur við ráðuneytið nú um hríð en í yfirlýsingu hans kemur fram að ráðherra og ráðuneytisstjóri hafi sýnt honum óviðunandi framkomu og í raun óheilindi. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér neðar en upphaf málsins má segja að sé illa fjármögnuð starfsemi HSS, sem Markús Ingólfur gagnrýndi sem svo kostaði hann óeðlilegan þrýsting og það að skipunartími hans sem forstjóri yrði ekki framlengdur, það er ef hann léti ekki af gagnrýninni. Þessu vill Markús Ingólfur ekki una. Telur sér siðferðilega skylt að kæra Forstjórinn er ómyrkur í máli, segir sig aldrei hafa sætt áminningu í starfi. Og honum blöskrar hvernig Willum Þór og ráðuneytisstjóri hans hafa höndlað málið. „Til að bæta gráu ofan á svart upplýsti ráðuneytisstjórinn mig um að hann hefði átt leynifundi með mínu starfsfólki sem að aldrei stóð til að upplýsa mig um og þar með var starfsfólk þvingað til að brjóta trúnað gagnvart mér, yfirmanni sínum. Þetta hátterni ráðuneytisstjórans grefur ekki einvörðungu undan sjálfsstæði HSS sem ríkistofnunar, heldur grefur það undan tjáningarfrelsi annarra forstjóra heilbrigðisstofnana og þvingar þá til að þegja þunnu hljóði að ótta við afleiðingar,“ segir Markús Ingólfur í yfirlýsingu sinni. Hann segir jafnframt telja það faglega og siðferlega skyldu sína sem forstjóra ríkisstofnunar, og sem vísindamaður með doktorsgráðu í endurskoðun að koma í veg fyrir framferði sem grefur undan rannsóknum eða afvegaleiðir almenning. „Að auki taldi ég málið fordæmisgefandi þar sem það er mjög alvarlegt ef forstjórar ríkisstofnana mega eiga von á því að gjalda fyrir með starfi sínu ef ráðherra og ráðuneyti eru gagnrýnd málefnalega.“ Málið fær flýtimeðferð Starf Markúsar Ingólfs hefur verið auglýst laust til umsóknar, er umsóknarfrestur reyndar liðinn en nú er komin upp sú sérkennilega staða að auglýst hefur verið staða sem áhöld eru uppi um hvort hafi mátt auglýsa. Lögmaður Markúsar er Flóki Ásgeirsson og hann segir þetta óneitanlega sérstakt. Og vegna eðlis þess hafi það fengið flýtimeðferð en búast má við að aðalmeðferð verði um miðjan nóvember. „Það er hraði í þessu en auðvitað liggur á að fá niðurstöðu, það eru umsækjendur að sækja um starf sem áhöld eru á um hvort hafi mátt auglýsa. Það er óneitanlega skrítin staða,“ segir Flóki í samtali við Vísi. Stefna Markúsar Ingólfs, sem á sér langan aðdraganda, er í grófum dráttum til ógildingar ákvörðuninni um að embættið sem hann situr í sé auglýst laust til umsóknar. Í yfirlýsingunni lýsir Markús Ingólfur því sem varla er hægt að hafa annað orð um en fantaskap af hálfu ráðherrans? „Jájá, það er … lýsingin. Markús upplifir þetta sem fantaskap. Að hann hafi orðið fyrir framgöngu og framkoman í samskiptunum hafi verið óásættanleg,“ segir Flóki og rifjar upp að hann hafi kvartað undan ráðherra við umboðsmann. Að svo virðist sem ráðherra hafi gengið út frá því sem vísu að Markús Ingólfur myndi hætta sjálfur en þegar það gerðist ekki þá hafi hann einfaldlega auglýst embættið laust til umsóknar. Og málið óafgreitt. Yfirlýsing Markúsar Ingólfs í heild sinni 17. október 2023 Yfirlýsing frá Markúsi Ingólfi Eiríkssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) Málshöfðun forstjóra HSS til ógildingar á ákvörðun heilbrigðisráðherra Síðastliðið sumar fjölluðu fjölmiðlar um óviðunandi framkomu heilbrigðisráðherra gagnvart mér sem forstöðumanni í kjölfar þess að ég benti heilbrigðisráðuneytinu á þá staðreynd að fjárframlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefðu dregist saman um 27% á hvern íbúa síðustu fimmtán ár að raunvirði. Upphaf málsins er sú staðfesta sem ég sýndi gagnvart heilbrigðisráðuneytinu þegar mér var gert að skera niður lögbundna þjónustu til íbúa Suðurnesja þrátt fyrir að ég gæti sýnt fram á að stofnunin hefði þurft að þola ranglæti af hálfu stjórnvalda hvað fjárveitingar varðaði. Starfsemi slysa- og bráðadeildar HSS hefur að mestu verið ófjármögnuð og hefur þar af leiðandi glímt við mikinn rekstrarhalla. Þar sem að forstöðumenn geta ekki borið ábyrgð á ófjármagnaðri starfsemi lagði ég tilneyddur til við heilbrigðisráðuneytið að deildinni yrði lokað. Jafnframt benti ég á að slík ráðstöfun yki einungis kostnað á annarri stofnun og yki þar með sóunina í heilbrigðiskerfinu. Svör ráðuneytisins sl. júní voru þau að það viðurkenndi fjármögnunarvanda þessarar deildar og hygðist beita sér fyrir 300 milljóna króna aukningu í fjárlögum næsta árs. Sú fjárhæð hefði þó ekki dugað til að fullfjármagna núverandi starfsemi, hvað þá aukningu á henni. Ef á Íslandi eru samþykkt lög sem leggja á forstjóra ríkisstofnana skyldur gagnvart borgurum landsins þá er ekki bæði sleppt og haldið. Þeim skyldum verður að fylgja fjármagn, ella verður pólitíkin að gangast við þeirri ábyrgð að ætla sér ekki að efna þessar skyldur. Í aðdraganda þess að ég upplýsti um fjársveltið í fjölmiðlum og eftir að þær upplýsingar komu fram beittu ráðherrann, og ráðuneytisstjórinn, mig óeðlilegum þrýstingi þar sem mér var gert ljóst að skipunartími minn sem forstjóri yrði ekki framlengdur ef ég léti ekki af gagnrýninni. Samskipti ráðherrans og ráðuneytisstjórans voru óformleg og persónulega meinfýsin og hvorki samkvæmt siðareglum ráðherra né í samræmi við góða stjórnsýslu. Til að bæta gráu ofan á svart upplýsti ráðuneytisstjórinn mig um að hann hefði átt leynifundi með mínu starfsfólki sem að aldrei stóð til að upplýsa mig um og þar með var starfsfólk þvingað til að brjóta trúnað gagnvart mér, yfirmanni sínum. Þetta hátterni ráðuneytisstjórans grefur ekki einvörðungu undan sjálfsstæði HSS sem ríkistofnunar, heldur grefur það undan tjáningarfrelsi annarra forstjóra heilbrigðisstofnana og þvingar þá til að þegja þunnu hljóði að ótta við afleiðingar. Ég tel það faglega og siðferðislega skyldu mína sem forstjóri ríkisstofnunar og sem vísindamaður með doktorsgráðu í endurskoðun að koma í veg fyrir framferði sem grefur undan rannsóknum eða afvegaleiðir almenning. Að auki taldi ég málið fordæmisgefandi þar sem það er mjög alvarlegt ef forstjórar ríkisstofnana mega eiga von á því að gjalda fyrir með starfi sínu ef ráðherra og ráðuneyti eru gagnrýnd málefnalega. Beindi ég kvörtun til umboðsmanns Alþingis í ágúst vegna þessa. Í kjölfarið lét heilbrigðisráðherrann verða af hótunum sínum og auglýsti starf mitt laust til umsóknar, eins og kom fram í fjölmiðlum daginn eftir, 25. september sl. Umsóknarfrestur starfsins er nú liðinn og sótti ég ekki um að nýju enda ætla ég mér að leiða til lykta niðurstöðu í farvegi umboðsmanns Alþingis og stefnu minnar til ógildingar ákvörðunar ráðherrans. Mér blöskrar framganga ráðherra og ráðuneytisstjóra og það má alls ekki verða að fordæmi að forstjóri heilbrigðisstofnunar sem upplýsir málefnalega um staðreyndir þurfi að gjalda fyrir það með starfinu sínu. Því hef ég þegar stefnt ríkinu og fyrirsvarsmanni þess, Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra til ógildingar á þeirri ákvörðun. Ég hef hvorki sætt áminningu né ávirðingar í minni forstjóratíð. Þvert á móti hef ég með aðstoð framkvæmdastjórnar og starfsfólks HSS náð árangri í starfi sem sást einna best 3. október sl. þegar ráðherrann klippti á borða í tilefni af opnun nýrrar slysa- og bráðmóttöku sem og 19 rýma sjúkradeildar á stofnuninni. Þær framkvæmdir voru samþykktar og fjármagnaðar af fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. Rangfærslur heilbrigðisráðherrans eru þó mun alvarlegri en að skreyta sig með stolnum fjöðrum eins og þær sem hann hélt fram í samtali við Víkurfréttir í tilefni að opnun nýju slysadeildarinnar. Við það tilefni hélt hann því fram að 200 milljóna króna aukning á fjárveitingum til rekstrar slysa[1]og bráðamóttöku HSS myndu efla rekstur deildarinnar sem að ráðuneytið hafði tilkynnt mér bréflega í júní að þarfnaðist 300 milljón króna aukningu. Það ætti því að vera augljóst öllum að hin meinta efling ráðherrans kallar hreinlega á niðurskurð á starfsemi sem íbúar Suðurnesja reiða sig á. Umsækjendur um starf mitt þurfa í þessu ljósi að spyrja sig hvort þeir meti mikilvægara, hagsmuni íbúa á Suðurnesjum eða hagsmuni ráðherrans af því að vera í skjóli fyrir gagnrýni. Í ljósi alvarleika og eðli dómsmálsins hefur Héraðsdómur Reykjavíkur kveðið upp þann úrskurð að mál mitt til ógildingar ákvörðunar ráðherrans fái flýtimeðferð og má búast við niðurstöðu fyrir dómi í málinu fyrir lok nóvember. Augljóst er að það mun hafa afleiðingar fyrir ráðherrann, umsækjendur og ríkissjóð ef ráðherrann verður dæmdur brotlegur. Flóki Ásgeirsson, MAGNA lögmönnum, fer með málið fyrir mína hönd og mun hann einnig svara fyrirspurnum fjölmiðla. Virðingarfyllst, Markús Ingólfur Eiríksson Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Rekstur hins opinbera Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
„Mér blöskrar framganga ráðherra og ráðuneytisstjóra og það má alls ekki verða að fordæmi að forstjóri heilbrigðisstofnunar sem upplýsir málefnalega um staðreyndir þurfi að gjalda fyrir það með starfinu sínu. Því hef ég þegar stefnt ríkinu og fyrirsvarsmanni þess, Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra til ógildingar á þeirri ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu Markúsar Ingólfs. Markús Ingólfur hefur eldað grátt silfur við ráðuneytið nú um hríð en í yfirlýsingu hans kemur fram að ráðherra og ráðuneytisstjóri hafi sýnt honum óviðunandi framkomu og í raun óheilindi. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér neðar en upphaf málsins má segja að sé illa fjármögnuð starfsemi HSS, sem Markús Ingólfur gagnrýndi sem svo kostaði hann óeðlilegan þrýsting og það að skipunartími hans sem forstjóri yrði ekki framlengdur, það er ef hann léti ekki af gagnrýninni. Þessu vill Markús Ingólfur ekki una. Telur sér siðferðilega skylt að kæra Forstjórinn er ómyrkur í máli, segir sig aldrei hafa sætt áminningu í starfi. Og honum blöskrar hvernig Willum Þór og ráðuneytisstjóri hans hafa höndlað málið. „Til að bæta gráu ofan á svart upplýsti ráðuneytisstjórinn mig um að hann hefði átt leynifundi með mínu starfsfólki sem að aldrei stóð til að upplýsa mig um og þar með var starfsfólk þvingað til að brjóta trúnað gagnvart mér, yfirmanni sínum. Þetta hátterni ráðuneytisstjórans grefur ekki einvörðungu undan sjálfsstæði HSS sem ríkistofnunar, heldur grefur það undan tjáningarfrelsi annarra forstjóra heilbrigðisstofnana og þvingar þá til að þegja þunnu hljóði að ótta við afleiðingar,“ segir Markús Ingólfur í yfirlýsingu sinni. Hann segir jafnframt telja það faglega og siðferlega skyldu sína sem forstjóra ríkisstofnunar, og sem vísindamaður með doktorsgráðu í endurskoðun að koma í veg fyrir framferði sem grefur undan rannsóknum eða afvegaleiðir almenning. „Að auki taldi ég málið fordæmisgefandi þar sem það er mjög alvarlegt ef forstjórar ríkisstofnana mega eiga von á því að gjalda fyrir með starfi sínu ef ráðherra og ráðuneyti eru gagnrýnd málefnalega.“ Málið fær flýtimeðferð Starf Markúsar Ingólfs hefur verið auglýst laust til umsóknar, er umsóknarfrestur reyndar liðinn en nú er komin upp sú sérkennilega staða að auglýst hefur verið staða sem áhöld eru uppi um hvort hafi mátt auglýsa. Lögmaður Markúsar er Flóki Ásgeirsson og hann segir þetta óneitanlega sérstakt. Og vegna eðlis þess hafi það fengið flýtimeðferð en búast má við að aðalmeðferð verði um miðjan nóvember. „Það er hraði í þessu en auðvitað liggur á að fá niðurstöðu, það eru umsækjendur að sækja um starf sem áhöld eru á um hvort hafi mátt auglýsa. Það er óneitanlega skrítin staða,“ segir Flóki í samtali við Vísi. Stefna Markúsar Ingólfs, sem á sér langan aðdraganda, er í grófum dráttum til ógildingar ákvörðuninni um að embættið sem hann situr í sé auglýst laust til umsóknar. Í yfirlýsingunni lýsir Markús Ingólfur því sem varla er hægt að hafa annað orð um en fantaskap af hálfu ráðherrans? „Jájá, það er … lýsingin. Markús upplifir þetta sem fantaskap. Að hann hafi orðið fyrir framgöngu og framkoman í samskiptunum hafi verið óásættanleg,“ segir Flóki og rifjar upp að hann hafi kvartað undan ráðherra við umboðsmann. Að svo virðist sem ráðherra hafi gengið út frá því sem vísu að Markús Ingólfur myndi hætta sjálfur en þegar það gerðist ekki þá hafi hann einfaldlega auglýst embættið laust til umsóknar. Og málið óafgreitt. Yfirlýsing Markúsar Ingólfs í heild sinni 17. október 2023 Yfirlýsing frá Markúsi Ingólfi Eiríkssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) Málshöfðun forstjóra HSS til ógildingar á ákvörðun heilbrigðisráðherra Síðastliðið sumar fjölluðu fjölmiðlar um óviðunandi framkomu heilbrigðisráðherra gagnvart mér sem forstöðumanni í kjölfar þess að ég benti heilbrigðisráðuneytinu á þá staðreynd að fjárframlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefðu dregist saman um 27% á hvern íbúa síðustu fimmtán ár að raunvirði. Upphaf málsins er sú staðfesta sem ég sýndi gagnvart heilbrigðisráðuneytinu þegar mér var gert að skera niður lögbundna þjónustu til íbúa Suðurnesja þrátt fyrir að ég gæti sýnt fram á að stofnunin hefði þurft að þola ranglæti af hálfu stjórnvalda hvað fjárveitingar varðaði. Starfsemi slysa- og bráðadeildar HSS hefur að mestu verið ófjármögnuð og hefur þar af leiðandi glímt við mikinn rekstrarhalla. Þar sem að forstöðumenn geta ekki borið ábyrgð á ófjármagnaðri starfsemi lagði ég tilneyddur til við heilbrigðisráðuneytið að deildinni yrði lokað. Jafnframt benti ég á að slík ráðstöfun yki einungis kostnað á annarri stofnun og yki þar með sóunina í heilbrigðiskerfinu. Svör ráðuneytisins sl. júní voru þau að það viðurkenndi fjármögnunarvanda þessarar deildar og hygðist beita sér fyrir 300 milljóna króna aukningu í fjárlögum næsta árs. Sú fjárhæð hefði þó ekki dugað til að fullfjármagna núverandi starfsemi, hvað þá aukningu á henni. Ef á Íslandi eru samþykkt lög sem leggja á forstjóra ríkisstofnana skyldur gagnvart borgurum landsins þá er ekki bæði sleppt og haldið. Þeim skyldum verður að fylgja fjármagn, ella verður pólitíkin að gangast við þeirri ábyrgð að ætla sér ekki að efna þessar skyldur. Í aðdraganda þess að ég upplýsti um fjársveltið í fjölmiðlum og eftir að þær upplýsingar komu fram beittu ráðherrann, og ráðuneytisstjórinn, mig óeðlilegum þrýstingi þar sem mér var gert ljóst að skipunartími minn sem forstjóri yrði ekki framlengdur ef ég léti ekki af gagnrýninni. Samskipti ráðherrans og ráðuneytisstjórans voru óformleg og persónulega meinfýsin og hvorki samkvæmt siðareglum ráðherra né í samræmi við góða stjórnsýslu. Til að bæta gráu ofan á svart upplýsti ráðuneytisstjórinn mig um að hann hefði átt leynifundi með mínu starfsfólki sem að aldrei stóð til að upplýsa mig um og þar með var starfsfólk þvingað til að brjóta trúnað gagnvart mér, yfirmanni sínum. Þetta hátterni ráðuneytisstjórans grefur ekki einvörðungu undan sjálfsstæði HSS sem ríkistofnunar, heldur grefur það undan tjáningarfrelsi annarra forstjóra heilbrigðisstofnana og þvingar þá til að þegja þunnu hljóði að ótta við afleiðingar. Ég tel það faglega og siðferðislega skyldu mína sem forstjóri ríkisstofnunar og sem vísindamaður með doktorsgráðu í endurskoðun að koma í veg fyrir framferði sem grefur undan rannsóknum eða afvegaleiðir almenning. Að auki taldi ég málið fordæmisgefandi þar sem það er mjög alvarlegt ef forstjórar ríkisstofnana mega eiga von á því að gjalda fyrir með starfi sínu ef ráðherra og ráðuneyti eru gagnrýnd málefnalega. Beindi ég kvörtun til umboðsmanns Alþingis í ágúst vegna þessa. Í kjölfarið lét heilbrigðisráðherrann verða af hótunum sínum og auglýsti starf mitt laust til umsóknar, eins og kom fram í fjölmiðlum daginn eftir, 25. september sl. Umsóknarfrestur starfsins er nú liðinn og sótti ég ekki um að nýju enda ætla ég mér að leiða til lykta niðurstöðu í farvegi umboðsmanns Alþingis og stefnu minnar til ógildingar ákvörðunar ráðherrans. Mér blöskrar framganga ráðherra og ráðuneytisstjóra og það má alls ekki verða að fordæmi að forstjóri heilbrigðisstofnunar sem upplýsir málefnalega um staðreyndir þurfi að gjalda fyrir það með starfinu sínu. Því hef ég þegar stefnt ríkinu og fyrirsvarsmanni þess, Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra til ógildingar á þeirri ákvörðun. Ég hef hvorki sætt áminningu né ávirðingar í minni forstjóratíð. Þvert á móti hef ég með aðstoð framkvæmdastjórnar og starfsfólks HSS náð árangri í starfi sem sást einna best 3. október sl. þegar ráðherrann klippti á borða í tilefni af opnun nýrrar slysa- og bráðmóttöku sem og 19 rýma sjúkradeildar á stofnuninni. Þær framkvæmdir voru samþykktar og fjármagnaðar af fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. Rangfærslur heilbrigðisráðherrans eru þó mun alvarlegri en að skreyta sig með stolnum fjöðrum eins og þær sem hann hélt fram í samtali við Víkurfréttir í tilefni að opnun nýju slysadeildarinnar. Við það tilefni hélt hann því fram að 200 milljóna króna aukning á fjárveitingum til rekstrar slysa[1]og bráðamóttöku HSS myndu efla rekstur deildarinnar sem að ráðuneytið hafði tilkynnt mér bréflega í júní að þarfnaðist 300 milljón króna aukningu. Það ætti því að vera augljóst öllum að hin meinta efling ráðherrans kallar hreinlega á niðurskurð á starfsemi sem íbúar Suðurnesja reiða sig á. Umsækjendur um starf mitt þurfa í þessu ljósi að spyrja sig hvort þeir meti mikilvægara, hagsmuni íbúa á Suðurnesjum eða hagsmuni ráðherrans af því að vera í skjóli fyrir gagnrýni. Í ljósi alvarleika og eðli dómsmálsins hefur Héraðsdómur Reykjavíkur kveðið upp þann úrskurð að mál mitt til ógildingar ákvörðunar ráðherrans fái flýtimeðferð og má búast við niðurstöðu fyrir dómi í málinu fyrir lok nóvember. Augljóst er að það mun hafa afleiðingar fyrir ráðherrann, umsækjendur og ríkissjóð ef ráðherrann verður dæmdur brotlegur. Flóki Ásgeirsson, MAGNA lögmönnum, fer með málið fyrir mína hönd og mun hann einnig svara fyrirspurnum fjölmiðla. Virðingarfyllst, Markús Ingólfur Eiríksson Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Rekstur hins opinbera Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira