Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2023 14:00 Myndskeiðið hefur vakið mikla reiði eftir að það komst í umferð á samfélagsmiðlum. TSamsett Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. Greint var frá málinu á vef Mirror. Fram kemur að myndskeiðið hafi verið tekið upp í Íslandsferð nemendahóps á vegum Harris Girls Academy, sem er breskur stúlknaskóli í bænum Beckingham í Kent. Á myndskeiðinu má sjá konuna og nemandann eiga stutt samtal og heyrist stúlkan biðja konuna um að koma ekki nálægt sér. Konan bregst þá við með að slá stúlkuna utan undir. Stúlkan flýr í burtu og konan eltir hana. Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Hópur sem kallar sig The Black Child Agenda deildi fyrst myndskeiðinu. Upphaflega kom fram að konan á myndskeiðinu væri kennari við skólann. Fjölmargir netverjar hafa hneykslast á framkomu konunnar og kallað eftir að hún verði sótt til saka. Síðdegis í gær sendi Harris Girls Academy frá sér yfirlýsingu vegna málsins og kom þar fram að umrædd kona væri ekki starfsmaður skólans. Þá kom einnig fram að atvikið hefði verið kært til lögreglu og væri litið alvarlegum augum. Nemendahópurinn væri í öruggum höndum en hópurinn sneri aftur heim til Bretlands síðastliðinn laugardag. Iceland Trip- the group have landed safely at Heathrow and are still on track to be back at school for 11pm— Harris Girls Academy Bromley (@HarrisBromley) October 14, 2023 „Við deilum hneykslun ykkar og við munum styðja við lögreglurannsóknina.“ Var ekki handtekin Í samtali við The Mirror tekur Jóhann Sigurðsson, hótelstjóri á Hótel Örk fram að umrædd kona sé ekki starfsmaður á hótelinu. Hún sé fararstjóri, sem hafi verið að ferðast með öðrum hópi, og hafi verið gestur á hótelinu. Staðfestir hann að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, og að skýrslur hafi verið teknar af hópnum. Fararstjórinn var ekki handtekin. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið hafa verið tilkynnt til embættisins skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 14. október. Málið sé til rannsóknar en sagði ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsóknina, svo sem hvort rætt hefði verið við konuna. Erlendir skólahópar eru tíðir gestir á Hótel Örk á ferð þeirra um landið. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hveragerði Hótel á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Greint var frá málinu á vef Mirror. Fram kemur að myndskeiðið hafi verið tekið upp í Íslandsferð nemendahóps á vegum Harris Girls Academy, sem er breskur stúlknaskóli í bænum Beckingham í Kent. Á myndskeiðinu má sjá konuna og nemandann eiga stutt samtal og heyrist stúlkan biðja konuna um að koma ekki nálægt sér. Konan bregst þá við með að slá stúlkuna utan undir. Stúlkan flýr í burtu og konan eltir hana. Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Hópur sem kallar sig The Black Child Agenda deildi fyrst myndskeiðinu. Upphaflega kom fram að konan á myndskeiðinu væri kennari við skólann. Fjölmargir netverjar hafa hneykslast á framkomu konunnar og kallað eftir að hún verði sótt til saka. Síðdegis í gær sendi Harris Girls Academy frá sér yfirlýsingu vegna málsins og kom þar fram að umrædd kona væri ekki starfsmaður skólans. Þá kom einnig fram að atvikið hefði verið kært til lögreglu og væri litið alvarlegum augum. Nemendahópurinn væri í öruggum höndum en hópurinn sneri aftur heim til Bretlands síðastliðinn laugardag. Iceland Trip- the group have landed safely at Heathrow and are still on track to be back at school for 11pm— Harris Girls Academy Bromley (@HarrisBromley) October 14, 2023 „Við deilum hneykslun ykkar og við munum styðja við lögreglurannsóknina.“ Var ekki handtekin Í samtali við The Mirror tekur Jóhann Sigurðsson, hótelstjóri á Hótel Örk fram að umrædd kona sé ekki starfsmaður á hótelinu. Hún sé fararstjóri, sem hafi verið að ferðast með öðrum hópi, og hafi verið gestur á hótelinu. Staðfestir hann að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, og að skýrslur hafi verið teknar af hópnum. Fararstjórinn var ekki handtekin. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið hafa verið tilkynnt til embættisins skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 14. október. Málið sé til rannsóknar en sagði ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsóknina, svo sem hvort rætt hefði verið við konuna. Erlendir skólahópar eru tíðir gestir á Hótel Örk á ferð þeirra um landið.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hveragerði Hótel á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira