Viðskipti innlent

Sigurður Álf­geir frá Deloitte til Síldar­vinnslunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sigurður Álfgeir fer til Síldarvinnslunnar frá Deloitte.
Sigurður Álfgeir fer til Síldarvinnslunnar frá Deloitte. Síldarvinnslan

Síldarvinnslan hefur ráðið Sigurð Álfgeir Sigurðarson, endurskoðanda, til starfa hjá fyrirtækinu. Sigurður verður firmaður reikningshalds hjá Síldarvinnslusamstæðunni og kemur þaðan frá Deloitte. 

Fram kemur í tilkynningu að Sigurður muni meðal annars annast gerð árshlutauppgjara og ársuppgjara ásamt því að sinna ýmsum öðrum störfum á fjármálasviði. 

Sigurður hefur gengt starfi yfirmanns rekstrar Deloitte á Austurlandi frá árinu 2010 en starfaði hjá fyrirtækinu með skóla frá árinu 2008. Sigurður hóf störf hjá Síldarvinnslunni 1. september síðastliðinn. 

„Hér fyrir austan hef ég unnið að endurskoðun og ráðgjöf hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og þekki því til þannig reksturs. Meðal annars hef ég sinnt störfum sem tengjast Síldarvinnslunni og verið í góðu sambandi við forsvarsmenn fyrirtækisins. Ég hef notið þess lengi að vinna með hæfileikaríku fólki og ég hlakka sannarlega til að sinna störfum með starfsfólki Síldarvinnslunnar,“ er haft eftir Sigurði Álfgeiri í fréttatilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×